Thursday, April 13, 2006

Gleðilega páska

Hér hefur svosem ekki mikið verið að gerast, og þó. Lífið hefur gegnið sinn vanagang og við erum að hlaða batteríin efir þessa annasömu helgi. Jenný kom í dag í G&T og það var gott aðhitta hana. Við fengum hangikjöt í gærkvöldi í matinn og Volga borðaði með okkur. Hún hafði boðið okkur heim til sín í súpu, en því miður eins og svo oft var bara ekki séns fyrir okkur að fara, þannig að hún kom til okkar. Nammi, alltaf gott að fá ísenskan mat!

Við erum fullbókaðir um helgina núna. Þettae er greinilega ekki eins og á Íslandi þar sem allir fara í sumarbústað, hér fara allir útá land, á hótel, nema þeir sem fara til Jenný, það er fullbókað hjá henni líka, þó svo að hún sé nú svo sem ekki í þessum bransa. Það eru alltaf einhverjir að koma að gista hjá henni, helgi og helgi. Höfum oft sagt henni að hún sé að taka viðskipti frá henni, en hún er vinsæl og veit af því.

Hér eru komnir sérstakir réttir á páskamatseðil eins og t.d. “Pickeld fried Curry Salmon” með Hot Crossbuns, hvernig líst ykkur á það? Þetta er víst mjög hefbundinn páskamatur hérna. Smakkaði aðeins í dag og þetta er delísíússsss. Jæja essgunar, má ekki vera að þessu. Love and leave u.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðilega páska esskurnar mínar,þó ég viti að það gefist ekki mikill tími til afslsöppunar hjá ykkur.... Vona bara að allt gangi upp, eldhúsið og þjónaliðið, hvernig er annars staðan í þjónamálum!!!
Allt gott héðan að frétta, 2°frost í Reykjavík og skýjað, svona for your information...
Er í svaka vinnutörn, allir að ferðast um páskana, getur þetta lið ekki bara hangið heima og slakað á!!! Er á bakvakt í dag og á morgun, ætla síðan að kíkja í Hólminn á páskadag og koma til baka á þriðjudagsmorgunn er að fara til USA á þriðjudag, en Kata systir og fjölsk eru í Svíþjóð um ´páskana. Jæja esskurnar vona að allir eigi Gleðilega páska á ykkar bæ, bestu kveðjur til allra, sakna ykkar. Hófý

9:23 am  
Anonymous Anonymous said...

páskafrí hér á þessum bæ, sofið lengi og svo horft löngunaraugum á páskaeggin sem er raðað upp í eldhúsinu...2 fermingarveislur í gær, úff erfiður dagur en ferne branca bjargar mallakút.Ætlum í garðinn í dag, fáum garðyrkjufræðing i heimsókn sem ætlar aðeins að ráðleggja okkur,við erum nefnilega með fínan garð fyrir framan, allt í skorðum hérumbil einum of, en bak við hús er algjör órækt, allskonar runnar og tré, ekkert gras, ég held að það þurfi stóru gröfuna áður en maður getur gert eitthvað. Á sunnudag á að skella sér í bústaðinn til Sigrúnar og Hauka,mútta og Hörður með, Anna er í Svíþjóð að heimsækja bróðir sinn og Jórunn er fyrir norðan eflaust að prófa einhver ný skíði eða sleða fyrir Heru litlu.
Vona að allt gangi hófsamlega hjá ykkur yfir hátíðirnar, farið vel með ykkur ástarkveðjur úr Glæsibænum

10:41 am  

Post a Comment

<< Home