Thursday, May 10, 2007

Já, við erum lifandi...

Hér hefur sorgin bankað á dyrnar aftur. Hallur Kristjánsson, sem var nánast uppeldisbróðir Bóa varð bráðkvaddur mjög óvænt. Allar systur Bóa eru á leiðinni til Danmerkur til að vera við útförina. Reyndum að fá flug fyrir Bóa en tókst ekki með svona litlum fyrirvara án þess að það kostaði formúgu, þannig að við sendum samúðarkveðju og blóm ásamt minningargrein í Moggan.

Hér hefur ýmislegt verið að gerast í staffamálum. Don, (bílstjóri/garðyrkjumaður) var búinn að fara í taugarnar á okkur lengi. Afköstin eftir hann í garðinum voru skelfilega lítil og hann virtist hreinlega hverfa annað slagið. Það var sama hvað maður leitaði að honum, hann var ósýnilegur. Svo var hann dónalegur við samstarfsfólk sitt og alls ekki hluti af liðsheildinni. Og ekki var hann góður bílstjóri. Ekkert þýddi að tala við hann vegna þess að við skyldum ekki enskuna hans og hann ekki okkar. Það sem gerði útslagið var að hann reyndi að kissa Margréti (aðstoðarkokk) og káfa á henni þegar hann var að keyra hana heim eitt kvöldið. Um leið og við heyrðum það rákum við hann samstundis. Hann var búinn að vera hérna í rúma 3 mánuði, sem var reynslutíminn og þess vegna gátum við látið hann fara.

Við erum búnir að ráða nýjan garðyrkjumann, Jakobus sem er pabbi hans Jocko. Hann var kominn á eftirlaun og hundleiddist að hanga heima. Maður með reynslu og er ekki að vinna vegna þess að hann vantar peninga, heldur vegna þess að hann langar til að vinna. Og viti menn, maður sér strax mun á garðinum.

Wibecke, Irmaline og Ann-Marie voru hér í rúma viku. Það var mjög gaman að hitta þær. Þvílíkir orkuboltar sem þessar kellur eru, 75 og 78 ára. Þær héldu okkur upp langt fram á kvöld. Það var ekki laust við að við vorum orðnir soldið útkeyrðir þegar þær fóru, enda erum við vanir að fara snemma aða sofa þegar lítið er að gera í miðri viku.

Það er annars búið að vera mikið að gera hérna. Páskahelgin var alveg brjálað að gera. Núna er vetur að koma og þá róast hérna. Það er búið að vera frekar hlýtt samt. Fór upp í 32°C í gær og niður í 7°C um nóttina. Núna sit ég hérna úti um 10 leitið um morguninn og það er rigning og um 15°C, sólin er að berjast við að komast í gegnum skýin og það lítur út fyrir að henni ætli að takast það. Má búast við hlýjum degi.........

Ps. Ása, þetta var ekki KuKluxKlan leikur. Þau voru öll með bundið fyrir augun og áttu að raða sér upp eftir hæð. Frá þeim minnsta til þess hæðsta. Mjög skemmtilegur leikur.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ynnilegustu samúðarkveðkur til ykkar!
Mikið var að heyrðist frá ykkur og gott að þið séu lífs og á góðu róli.
Stjáni Jómfrú

3:54 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ég segi eins og Stjáni: Gott það heyrðist frá ykkur. Sendi samúðarkveðjur Guðmundur minn, þetta líf er svo ótrúlegt að maður veit aldrei hvenær sorgin bankar upp á næst. Ég hef ekki séð manneskju úr ykkar kreðsum síðan þið fóruð. Það sýnir náttúrlega hvað ég er léleg að fara á Jómfrúna og ekkert annað. Frænka mín keypti risíbúðina ykkar en kemst ekki inn í hana. Er þessi Edda gjörsamlega GAGA?! Ég sagði frænku að rifta samningnum og segja frá. Það á ekki að láta fólk komast upp með svona hluti. Held að frænka hljóti að fara að hlýða mér. Svo á ekki að skipta við ákveðna fasteignasölu hér í bæ, það er löngu vitað og þrátt fyrir viðvaranir gerir fólk það nú samt og lendir svo í tómu tjóni. Er enn í sambúð með mínum 63 ára hvíthærða konungi. Allt gengur vel. Sakna ykkar ótrúlega oft. Knús og kossar frá Önnu Kristine.
og allir vinir G og V: Hvernig hafið þið það?! Þeir verða að koma heim svo við getum haft móttökupartý,svo sendum við þá aftur til S-Afríku svo við getum haldið kveðjupartý

10:24 am  

Post a Comment

<< Home