Flóð
Hér hefur rign út fötum (eða ætti ég kannski að segja sundlaugum). Það fór allt á flot hérna og það var og er ennþá vatn útum allt. Það eru flóð hérna útum allt á svæðinu sem við búum á. Þurft að rýma hús, vegir ófærir og ég veit ekki hvað. Ég var að fara yfir um á taugum í morgun, vegna þess að þetta leit svo illa út. Vatn um það bil að fara að renna inn í herbergi, rotþróin full (og reyndar komin á kaf í vatni sem lekur inn í hana og aftur úr henni) og lyktin eftir því. Lekar inn á veitingarsalnum (ekkert mjög alvarlegt samt) og upp í bókasafni ásamt herbergi 16. Svo er byrjað núna að leka inn í ráðstefnusalinn smá. Jocko er búinn að vera á fullu að reyna að stoppa þessa leka, en það er ekki auðvelt með alla þessa rigningu. Þurftum að rýma tvö herbergi út að klóakinu og eins að það gæti farið að leka inn í þau. Jocko þurfti að fara heim vegna þess að það var allt komið á flot heima hjá honum, (kom aftur), Jakobus þurfti að fara heim líka vegna þess að allt var komið á flot hjá honum. Í bænum sem hann býr í var búið að þurfa að rýma 3 hús vegna flóða. Vegir komnir í sundur og ég veit ekki hvað. Ég kallaði út Marius (maðurinn hennar Önnu, hann er pípari) og Bradley til þess að grafa skurði og gera verndarveggi til þess að leiða vatnið í burtu frá okkur. Merkilegt að þetta skuli gerast einmitt þegar Bói er heima a Íslandi. Þetta gerðist nefnilega líka hérna þegar ég var heima í Ágúst í fyrra. Reyndar talsvert verra vegna þess að það byrjaði allt þá um miðja nótt og það urðu þess vegna miklu meiri skemmdir. Reikna ekki með því að það verði neina alvarlegar skemmdir núna, en maður veit aldrei. Keypti sterkasta vasaljós sem fannst og setti alla á bakvakt, ef eitthvað gerist. Svo verð ég á vaktinni sjálfur í alla nótt.
Elsku Anna Kristine mín, vonandi fara nú meðölin að slá á þetta og þú átt eftir að lifa margar aðventur. Ég mun alla vegna fara á hnén og biðja fyrir góðri heilsu handa þér. Sakna þín líka, en vonandi færðu tækifæri til að hitta hann Bóa. Símanúmerið hans er 894 2836 ef ég man rétt.
Elsku Anna Kristine mín, vonandi fara nú meðölin að slá á þetta og þú átt eftir að lifa margar aðventur. Ég mun alla vegna fara á hnén og biðja fyrir góðri heilsu handa þér. Sakna þín líka, en vonandi færðu tækifæri til að hitta hann Bóa. Símanúmerið hans er 894 2836 ef ég man rétt.
2 Comments:
Hæ hæ dúllan mín.
Merkilegt með þessi flóð þegar annar ykkar er heima. Vona að þetta verði ekki að ávana. Gott að heyra í þér í dag. Heyrði að þú ert að tækla þetta kæri bróðir. Öfunda þig ekki af fílunni en finnst fyndið að þú skulir vera kominn í blómaskreytingar í miðju annríkinu. Reyni að passa uppá Guðmund fyrir þig búin að rúnta með hann í öll helstu verslunarhús á stór Reykjavíkursvæðinu, eins og hann er nú búðar og mann fælinn orðinn ;-) Kiss kiss og knús knús til allra og sérstaklega þín.
Villi minn, skelfingar vesen er þetta. Er þetta regn-season ? Ég hélt að það ætti að vera há-sumar hjá ykkur núna. Vonandi hættir þetta Nóa-flóð sem fyrst án stórra slysa.
Kveðja
Systrir Sigurjón
Post a Comment
<< Home