Sunday, January 16, 2005

Hver er ad lesa tetta

Endilega skrifid comment tannig ad vitum ad tad se einhver ad lesa tetta. Vitum um slatta af folki sem les tetta reglulega en, endilega latid okkur vita hvort tid seud ad lesa tetta. Farid i Post comment og post it Animously og etjid svo nafnid ykkar undir.

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Veit nú ekki, er bara hér að skrollast eitthvað. Allavega kvitta með gleði.

Maríanna...

12:33 am  
Anonymous Anonymous said...

Þad er nú lágmark ad senda ykkur linu.
Takk fyrir fallegar myndir, yndislegur gardur hja ykkur
Her er snjor og frost, buid ad vera leidinlegt vedur i vetur.er ad fara til Kanary 1. febr. kærkomin tilbreyting i 3 vikur.hitti lítid af gomlu vinum okkar hja Vinal.tetta er svo miklu stærra batteri hja 1717.
svo hef eg ekki farid a handleidslu.hitti samt Sveinbjörgu á laugardagskvöldið hún er alltaf hress.
les alltaf bloggið ykkar og finnst gaman að fylgjast með ykkur á fjarlægum slóðum, og megið þið njóta ávaxta erfiðis ykkar þarna, kær kvedja, Esther

9:22 am  
Anonymous Anonymous said...

Auðvitað er verið að fylgjast með ykkur :) Suma daga samgleðst ég með ykkur, aðra daga langar mig hreinlega að berja staffið ykkar (næ bara ekki nógu langt) en ég les alltaf pistlana :)
Hér er skítakuldi, snjór og fljúgandi hálka, hugsið um það næst þegar eitthvað fer úrskeiðis að þið sitjið ekki fastir í snjóskafli, þurfið ekki að skafa eða brjótast inní bílinn ykkar á morgnana (og jafnvel aftur seinnipartinn).

Baráttukveðjur,

Hrund

11:47 am  
Anonymous Anonymous said...

Árni Sal = Hali
Arndís = Hali

1:48 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskur...
Bloggið ykkar er mín sápa...kemur í staðinn fyrir Ljósið eða hvað það nú heitir í sjónvarpinu, kíki á hverjum degi, prenta út fyrir þá sem ekki eru tölvutengdir..t.d. múttu, vonandi getið þið farið að taka rúllurnar úr hárinu... þetta heldur engin út til lengdar, eða... aðlaga sig að frjálsræði heimamannsins?
allir bara ligeglad...greinilega
Ekki að það myndi henta mér
Hafdís

3:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ó jú... Ég kíki hingað allavega annan hvern dag. Þið þekkið mig ekki neitt en ég man allavega eftir Guðmundi úr blómabúðinni, ég kom alltaf og heimsótti Mörtu litlu. En allavega þá hef ég gaman af að lesa um ykkar daglega líf, ég hef sjálf verið í Afríku, ekki í veitingarekstri en í öðru og þá aðallega í Vestur Afríku svo ég brosi nú út í annað þegar ég les lýsingar ykkar á samskiptum við starfsfólkið... Humm... ég kannast við þetta... Ég datt inn á bloggið ykkar í gegnum Jóhönnu og Gunnar sem ég þekki ekki heldur en ég spjallaði lítillega við Gunnar fyrir brottför á Vegamótum fyrir tilviljun... En allavega haldið áfram að skrifa það er svo gaman að detta inn í annan heim héðan af Hvanneyri þaðan sem er hvínandi stormur í gangi og hefur eiginlega verið frá miðjum des...
Bestu kveðjur
Guðrún Bjarnadóttir
Hvanneyri

8:52 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elsku Guðmundur og Villi.
Fyrsta verk dagsins hjá mér er að kíkja á ykkur. Vorum að koma úr 10 daga ferð til Austurríkis. Er búin að vera í fullu starfi síðan ég kom heim að ná upp því sem á daga ykkar hefur drifið þessa daga. Hlæ og græt með ykkur.Love you and miss you...Anna Lija
p.s. hélt upp á fertugsafmælið mitt á laugardaginn..þar var ykkar sárt saknað !!! Alg.
Knús og kossar frá Gumma.

8:23 am  
Anonymous Anonymous said...

Kíki alltaf á ykkur öðru hvoru. Gaman að fylgjast með hvernig hótelreksturinn gengur.

Kv Pálina (Hali)

6:48 pm  
Anonymous Anonymous said...

Frosti er hérna og það er rútína hjá okkur að lesa bloggið ykkar og annarra í þessari bloggfjölskyldu saman. Ég er hás eftir lestur kvöldsins. Þurfti nefnilega að lesa nokkra daga skammt núna þar sem það hefur verið svo mikið að gera. Ég ætlaði að spara mér áskriftargjöld að nýja stafræna fjölvarpinu hjá Stöð 2 og fá mér gervihnattamótakara með miklu fleiri rásum og engum áskriftargjöldum. Gekk mjög vel fyrir utan eitt smáatriði. 13 hæða blokkin hinumegin við götuna er fyrir gervihnettinum og ég fæ ekkert merki :( Fer á morgun og skila dótinu. Kaupi líklega helmingi stærri disk og horfi á hinn hnöttinn með 800 rásunum :)
Ég vissi að það var ekki við góðu að búast af þessum veitingastað eftir að þið lýstuð matnum þar sem þeim versta sem þið fenguð í fyrstu afríkuferðinni, og það hljómar eins og hann sé ekkert að skána nema þegar Villi er að elda :) ??
Sá að Jóhanna kvartaði yfir að MSN messenger virkaði ekki. Þið þyrftuð endilega að kippa því í liðinn því Ása er komin með webcam og nýbúin að læra á MSN. Við gætum kannski veifað til ykkar í beinni yfir internetið.
Annars bara allt í góðum gír hér, allt á kafi í snjó og ég væri alveg til í að labba út í sól og 30 stiga hita en verð víst að klofa snjóskaflana hér áfram í bili.
Kveðja
Palli bróðir

12:44 am  
Anonymous Anonymous said...

Elskurnar! Les fréttirnar af ykkur með reglulegu millibili og verð sífellt áhyggjufyllri. Held ég kjósi frekar að skauta hér um á gangstéttum og skafa af bílnum en standa í svona stappi. Þið verðið að passa ykkur, þið eruð sko engin unglömb lengur. Sé ekki annað en hér þurfi að hefja útflutning á starfsfólki til ykkar. Vinsamlegast yfirkeyrið ykkur ekki. Annars virkar hótelið mjög fallegt og garðurinn yndislegur, en í hreinskilni sagt myndi ég ekki vilja skipta um líf við ykkur elskurnar mínar! Haldið áfram að lofa okkur að fylgjast með. Sofa meira strákar! Hvíla sig! Setja staffinu mörk! Knús og kossar, Anna Kristine.

12:55 pm  
Anonymous Anonymous said...

Nú ætla ég að prófa svona. Var að senda áðan eitthvað sem ég veit ekki hvort fór í gegn.
Vildi ég væri í garðinum með ykkur að horfa á gróðurinn og dást að fuglunum.
Hugsa mikið til ykkar og takk kærlega fyrir stórkostlega upplifun af því að hafa fengið að vera smástund með í ævintýrinu ykkar. Takk fyrir allt.
Ragna
Villi viltu segja mér hvort þetta og það sem ég sendi áðan fór í gegn, er soddan tækniséní

6:01 pm  

Post a Comment

<< Home