Sunday, May 08, 2005

Til hamingju allar mæður med mæðradaginn

Hér er búið að vera mjög mikið að gera. Við Bói erum orðnir mjög þreyttir, ekki bara líkamlega, heldur líka andlega. Svo margt hefur gengið á og svo margt sem ég hef ekki skrifað umm. Er eiginlega búin að vera undir ritskoðun. Bói segir að ég eig ekki að vera að skrifa um allt sem gangi hér á. Það getur skaðað okkur í markaðssetningu heiman frá. Gott og vel, segji ég. Veit þá ekki hvort ég nenni þessu bloggi. Ég byrjaði að skrifa vegna þess að það var enginn tími til að skrifast á við alla vinini og fjöldskylduna. Þessi síða var aldrei hugsuð sem markaðs tól og alls ekki til að markaðssetja hótelið okkar. Ég er alla vegna kominn með rit leyfi aftur og get því skrifað hvað sem mér dettur í hug.

Skvísan (Ellen) hringi um þrjú leitið í gær (átti að mæta til vinnu þá) og sagðist vera í Caledon hjá veikri frænku og kæmist ekki. Trúlegt eða hitt þó heldur. Hún var bara á fylliríi og nennti ekki til vinnu. Við vorum fullbókaðir um kvöldið þannig að þetta kom sér illa. Kölluðum Silvíu út þannig að það yrðu nú alla vegna 2 kokkar, Gússý í eldhúsinu og ég á barnum. Þetta var kleppur, það var svo mikið að gera. Allt gekk nú samt upp.

Ég vaknaði fyrir allar aldir og náði í staffið. Gússý og Bói voru búin að segja mér að það væri eitthvað að bílnum þannig að ég vildi sannreina það. Það er eitthvað alvarlegt að honum og því var honum lagt þangað til við komumst með hann í viðgerð, vonandi á morgun. Gabriel og Joy lánuðu okkur bílinn sinn þannig að við getum alla vegna komist leiða okkar á meðan. Þau eru alveg ótrúleg í greiðvikni. Við reyndar gáfum þeim 2 gamla sófa á föstudaginn. Þau búa ekkert of vel. Fátækt þar eins og víða hjá litaða fólkinu. Samt eru þau bæði með háar tekjur miðað við litað fólk almennt. Þau áttu einn slitinn sófa, það eru engar myndir á veggjum hjá þeim, enginn eldhússkápur, ekkert heitt vatn og svona gæti ég lengi talið. Þau eiga nú samt tvo bíla (gamla), nýlegt sjónvarp og Video og DVD, sem er mikil auðævi hjá þeim.

Fröken Frekja (Louhna) var í vandræðum með bakhurðina hjá sér og við sendum Ami á vettfang til að reyna að hjálpa henni. Ekki auðvelt að vera einstæð móðir. Hún segjir reyndar að karlmenn séu bara til vandræða.

Anyhow, Bói dreif sig hingað niður eftir til að taka á móti Skvísu. Erum búnir að fá nóg af henni og viljum nú losna við hana. Tóm vandræði og við vitum ekki nema hún hafi stolið hérna og þar að auki leikur grunur um að hún hafi verið að drekka í vinnunni. Bói sagði henni að hún gæti komið sér heim aftur vegna þess að við þyrftum ekki á henni að halda. Bað hana svo um að koma á morgun í viðtal við okkur þar sem við ætlum að freista þess að fá hana til að segja upp. Vinnulöggjöfin er svo ströng hérna að það er varla hægt að reka fólk. Sjáum til hvernig það gengur.

Þar sem það er mæðradagur, þá er búið að vera stjörnuvitlaust að gera í allan dag. Vorum með tæplega 30 manns í afmælisveislu í hádeginu ásamt ca 30 manns utanaðkomandi í hádegismat. Við vorum öll á hlaupum. Gekk samt alveg til fyrirmyndar. Eldhúsið var eins og rústir einar þegar kom að vaktaskiptunum um þrjúleitið. Fröken Frekja sagðist þá ætla að vinna lengur. Silvía fór heim að hvíla sig áður en hún kæmi svo á kvöldvaktina. Ég rétt náði með frekju að troða mér inn í Lokal búðina (sem var búið að loka) og fá þar nokkur lambalæri (sem höfðu klárast hjá okkur). Þvílík heppni.

Kvöldið er svo búið að vera mjög mikið að gera líka. Við erum mjög stoltir af því að litað lókal fólk sé farið að koma til okkar. Afmælisveislan í dag var eingöngu litað fólk og í kvöld var eitt fimm manna borð með lituðum. Hvítt “Africans” fólk lítur það ennþá hornauga og maður tók eftir smá augngotum og svip. Veit samt ekki hvort það er rétt. Ekki er maður nú vanur að horfa á litarhátt fólks, þannig að það er eiginlega nýtt fyrir manni að vera yfirleitt að spá í þetta.

Enda þetta á því að bjóða öllum mæðrum til hamingju með daginn, sérstaklega dóttir minni, henni Lovísu (takk fyrir fallega bréfið sem ég fékk frá þér í dag) og svo að sjálfsögðu tengdamóðir minni. Bói sendi þér sínar bestu kveðjur.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ strákar mínir, endilega ekki hætta að segja sápuóperusögur, þó ég viti að þetta er ekkert sældarlíf hjá ykkur í miðri sápu.
Kíkti á heimasíðuna hjá Gabríel í dag og sendi inn kveðju, vafraði svo um myndir og síðan á smá memory lane... á Grettó, oh hvað ég sakna ykkar,heyra í ykkur hláturinn og taka þátt í smá fíflaskap...þessi "lane" kostaði nokkur tár...en það er nú barasta alltaf gott að hreinsa út tárakirtla. Ég vildi nú samt óska að þetta verði ekki alltaf svona erfitt, þið brennið ansi fljótt upp með svona vinnu og álagi, ekki tvítugir lengur.. vonandi farið þið að verða vel mannaðir með stabilu fólki en.. þetta er kannski bara landlægt þarna og ekkert við því að gera?
Jói+Þráinn+Halli eru í heimsókn hjá Hafsteini bróðir í Svíþjóð, það hefur ábyggilega verið tekið hraustlega á í öllu, alleveganna búið að vera mikið gaman hjá þeim bræðrum.
Ástarkveðja frá landinu í norðri...
Hafdís

10:41 pm  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú skrýtin markaðskynning að hætta að segja frá öllum vandræðunum ykkar. Þetta er alveg á við bestu sápuóperu og þið vitið að þegar Dallas var og hét, þá var mjög vinsælt að reyna að komast þangað og skoða búgarðinn þar sem allt á að hafa gerst!
Ég t.d. er svakaspenntur að sjá þennann stað þar sem ALLT er að gerast...

Á.Salomonsson

1:37 pm  
Anonymous Anonymous said...

Nei... ekki hætta að blogga ... Það bara hlýtur að vera góð markaðssetning að sjá hvað þið leggið mikið á ykkur við að gera þetta almennilegt... Bara til góða... Ég kíkti inn á heimasíðu Gabríels (svona fyrst ég hafði ekkert að gera í próflestri)alger dúlla, og sá hana Robyn.. Ég vinn nefnilega með henni á Hótel Glym... Lítill heimur... Jæjja best að halda áfram próflestri... Slagveður, rok og rigning á Hvanneyri þessa stundina, fínt að liggja bara undir sæng og lesa áburðarfræði. Bestu kveðjur frá Hvanneyri og gangi ykkur vel...
Guðrún Bjarnadóttir

2:54 pm  
Blogger SOS.SA said...

Takk Hafdís

Alltaf gott að fá fréttir að heima af lífinu sem er svo allt öðru vísi en hérna. Verð nú að segja að við söknum hvunndagsins heima smá, þ.e.a.s. þá sjaldan við höfum tíma til að hugsa um eitthvað annað en hótelið hérna. Bestu kveðjur til múttu og bræðranna allra í sverige.

Takk frændi

Hætti ekki að blogga. Er sammála þér að auðvitað eiga allir eftir að flikkjast hingað til að fá að sjá sögupersónur með eigin augum Hugsa oft til ykkar Halanna. Bestu kveðjur til þeirra allra

Takk Guðrún fyrir hvatninguna.

Þetta er lítill heimur. Fyrsta kvöldið sem við komumtil Greyton hittum við mann á bar hérna sem hafði átt kærustu á Íslandi sem heitir Sif fyrir 40 árum síðan. Var hún kannski Haraldsdóttir og frá Stykkishólmi spurði Bói. Ja svaraði hann. Haraldur var besti vinur pabba hans Bóa. Já þetta er lítill heimur. Bestu kveðjur til Robyn

6:44 pm  

Post a Comment

<< Home