Sunday, June 05, 2005

Bóa blogg

Jæja, kæru vinir og vandamenn, ætla að efna loforðið um “blogg” í dag. Sumarveður, hiti og sól hefur kætt mann. Er búinn að nota daginn eftir þrif með þjónum í morgun, í bókalestur. Sat í 4 tíma með blómabók sem ég fann í kistu hér, með sér áherzlu á Suður-Afríku. Hún var mér meiri hjálp en allar hinar bækurnar mínar að heiman og frá Noregi í að finna nöfn á það sem vex hér í garðinum....og það vex ALLT hér. Sat líka og stúderaði fuglabók til að reyna að finna ensk nöfn á allt fiðurféð hér í runnum og trjám.

Sit hér núna í síðdegissólinni og hlusta á fuglasöng og Ferdi og Paul vera að æfa sig. Það er hræðilegt að hlusta á Paul á klarinettunni, hann er svo hryllilega falskur, vildi óska að fuglarnir fengju að njóta sín. Capekanarífuglarnir eru alveg frábærir. Söngurinn í þeim er svo húmoristískur, það er eins og þeir séu bæði í hláturskasti og á fyllríi.

Það var mjög gott að gera í gær á veitingastaðnum og frábær kommment á matinn, enda halaði starfsfólkið inn tippi. Gott alltaf sem hvatning. Já, og eftir þrifin og endurskipulagningu í eldhúsinu okkar er allt staðsett nær kokkunum og þjónunum. Það er eins og þau vanti alla skipulagsgáfur svona burtséð frá Gleði og Gulltönn og stundum Amie. Gulltönn er ein á kvöldvaktinni núna, hringdi um hádegið og sagðist ekki koma vegna fótaþreytu. Ég lét hringja í hana aftur eftir að hafa fengið upplýsingar um að hún hefði planlagt þetta, kærastinn hennar er víst hér (Percy), og hún hafði sagt Smjörlíki að hún nennti ekki í . Fjölskyldan hennar sagði að hún kæmi þá vafinn um fætur og yrði að sitja í stól. Ég sótti kerlu og get hvorki séð bindin né heldur að hún haltri... svona er þetta bara.

Gilitrutt (þvottahúsið) var tekin á teppið í morgun, hafði ekki læst þvottahúsinu þegar hún fór í gær, hún er líka farin að hanga mikið í eldhúsinu, kemur að framan verðu svo við sjáum það ekki, er endalaust að sýna mig í kökkenið til að hræða hana. Hún hefur fitnað heil ósköp og því ekki vanþörf á hreyfingu. Amie er líka í klípu eftir að hann og Óliver fóru klukkutíma of snemma úr vinnunni á föstudag, skiljandi verkfæri eftir á glámbekk og millitengi sem hann hafði lánað ásamt okkar rafmagni að okkur óspurðum... oohhh þetta er svo vanalegt að þrýstingurinn fer ekki einu sinni upp við þetta lengur. Er smá saman að átta mig betur á þessu þorpi...

Henrietta Vlugter ( sú sem kærði okkur til lögreglu vegna hávaði í brúðkaupinu í nóvember virðist vera að angra fleiri hér í þorpinu. Í nýjasta tölublaði þorpblaðsins er hún með innleg í “Velvakanda”, þar sem hún greinilega er að verja sig vegna lögreglukæru á annað gistiheimili hér í bæ. Yndislegt að fylgjast með smáborgaraskapnum í þessu fisefine pakki. Nei takk, læt mér heldur líða vel í þessum garðaheimi mínum, get látið líða vikur milli ferðanna upp götuna.

Sakna alveg ofboðslega orðið eðlilegra samræðna við “normal” fólk... hlakka til að fá Lovísu og Gabríel í Júlí, Kristján í September og Gulla, hvenær sem hann nú kemur. Kristján Andri og Anna Fríða (Forsætisráðuneytinu) eru að skipuleggja ferð í Nóvember fyrir Lögfræðingafélagið (50 manna hópur), Vonandi tekst okkur að hitta þau, já og svo veit ég að Hófý kemur líka aftur einhverntíma í vor (sept/okt). Gússý mín þú ert svo líka velkomin hvenær sem er... Ragna þetta eru soddan nízkubrækur sem búa hér að við verðum að spara til að koma þér hingað aftur. Jæja, og hvernig er svo sumarið á landinu Bláa ? Heitt, kalt, rigning, sól, snjór ? Ástarkveðjur til allra, lov end líf jú, Guðmundur.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ! Það er næstum hitabylgja á Íslandi, sko ef maður situr á Thorvaldsens bar í skjóli upp við vegginn.Algjör 17.júní stemmning alla helgina enda Hátíð hafsins.Semsagt sól og blíða, bærinn fullur af fólki og ekkert var fallegra en Reykjavík í gærkvöldi böðuð í bleikri kvöldsólinni. Alveg eins og Raggi Bjarna syngur um... Það þýðir nú ekkert að spælast yfir að maður hringi ekki, ég hringdi einu sinni og náði í Villa. Finnst eins og þið hafið bara alltaf búið í Afríku. Nú hefur maður ekki séð ykkur í næstum einn meðgöngutíma og ekkert heyrt í ykkur nema í almennu bloggi þannig að það er ansi mikið farið að vanta almennileg tengingu við ykkur elskurnar mínar.Það verður yndislegt fyrir ykkur að fá vini ykkar til ykkar, kannski sérstaklega Lovísu og Gabriel. Sendi ykkur knús og kossa gegnum þetta undraverk, tölvuna. Love, Anna Kristine.

5:29 pm  

Post a Comment

<< Home