Wednesday, July 06, 2005

Bóa blogg

Lovísa og Gabríel á leiðinni og afmælisdagur Hafdísar !!!!

Já margt að hugsa um á stóru heimili... Sit hér í síðdegissólinni (17:45) og ætla að reyna að vera duglegur að “blogga”. Villi í pásunni sinni, vonandi í fasta svefni, þarf að vakna snemma til að sækja Lovísu og Gabríel sem koma með morgunfluginu í fyrramálið, getum ekki lýst því hvað við höfum hlakkað til LENGI, nánast eins og jólin séu komin. Hér hefur anzi margt á dagana drifið síðan síðustu skrif hjá mér.

Veikindi og fjarverur starfsfólks eru alvarlegt vandamál hér á veturna.. Frú Gleði hefur ekki verið hér í nálega mánuð, fyrst 2 vikna veikindafrí og síðan vetrarfrí núna í 1 og ½ viku í viðbót. Gulltönn veik held hún sé með mjaðmabotnagliðnun enda komin rúma 7 mánuði áleiðis, Margrét í herbergjunum veikindaskrifuð í 1 og ½ mánuð vegna að því er ég held, heimilisofbeldis, Amie í viðhaldinu í vetrarfríi í 1 og ½ viku til viðbótar og hin öll að taka 2 til 3 daga af fríinu sínu þannig að það hefur mikið mætt á okkur “strákunum” að halda þessu á réttu róli.

Anzi margt hefur verið að gerjast meðal starfsfólksins að undanförnu. Fyrst af öllu var sunnudagurin erfiður því 2 af aðalhetjunum okkar brustu í grát og það þarf anzi mikið til að þær sýni veikleika. Ég sótti Margréti í eldhúsinu um 7 leytið um morguninn, mér sýndist hún vera kvefuð því hún hélt vasaklúti að vitum sér , ég spurði hvort allt væri í lagi og þá bara sprautuðust tárin. Maðurinn hennar hafði verið heima um helgina og hún hafði komist að því að hann heldur fram hjá henni. Ég spjallaði við hana á leiðinni í vinnu og því lík hetja, hún labbaði inn dyrnar í vinnu og byrjaði sitt starf. 3 tímum síðar spurði ég hana afsíðis hvernig henni liði. Hún svaraði “Takk, Boi ,after you told me how much you care for me, I feel much better, I know how to handle this now!”
Síðan er hún búin að vera í fríi þar til núna. Hún er búin að klippa sig og er orðin skvísa.Síðar sama dag kom fröken Frekja (Lounah) á kvöldvakt og ef einhver hefur styrk þá er það hún (hún er sú sem ég fleygði kartöflum í fyrir nokkrum mánuðum...ó boj... hvað maður var grimmur... og illa upplýstur,,,).

Hún var reyndar búin að biðja mig og Villa að hitta sig 3 dögum fyrr, en á sama tíma sagði hún alltaf “Not now”. Á sunnudeginum fannst okkur nóg komið vegna þess að við sáum að eitthvað mikið var að. Ég skutlaði mér inn í eldhús og sagði við hana “eigum við að hitta þig núna. “Not now”. Þá sagði ég henni “yes Loana, now”. Allt í einu hágrét sú gamla við vaskinn. Þjónn kom inn með óhreint leirtau sem ég reif af henni svo hún sæji hana ekki gráta. Þegar þjónninn var farinn út úr eldhúsinu, endurtók ég, “yes Loana, NOW is the time”. Hún samþykkti að hitta mig eftir korter. Þegar korterið var liðið og hún sást ekki fór ég í eldhúsið og var sagt að Loana hefði farið að versla. Ég vissi að allar búðir væru lokaðar, þannig að ég sagði við Villa að ég ætlaði að leita að henni. Fann þá gömlu ofar í götunni og varð að skipa henni inni bílinn. Keyrði hana heim. Og tók hana inn til okkar. Þá byrjaði sú gamla að hágráta aftur.Eftir löng samtöl kom í ljós að hún var að missa berskuheimilið sitt útaf erfða uppgjöri. Ég sagði henni að við Villi myndum hjálpa henni til að kaupa þetta bernskuheimili sitt vegna þess að hún væri ein lykilmanneskjan hennar. Allt annað og léttara yfirbragð hefur verið yfir henni síðan. Þetta er sú sama og Villi keyrði á spítlala í seinustu viku og spái nú hver í hvernig manni líður þegar maður er að missa húsið sitt.

Um daginn komu skilaboð frá skvísu sem var kokkerskan okkar um svaka blankheit , svengd og rafmagnsleysi. Við sendum henni mat í dollu ásamt pening fyrir rafmagni. Svona er nú lífið í Suður Afríku. Ein fyrirvinna fyrir nokkrum kynslóðum af ættingjum og spái nú hver í afleiðingarnar ef fyrirvinnan dettur út.

Karen (Ólétta sem stal gardínunum), eignaðist risa stóran strák, ljóshærðan og bláeigðan, að sögn, (ekki á ég hann). Heyrist á staffinu að hún stefni í endurkomu til okkar. Við eigum eftir að taka á því þegar þar að kemur, en hún hefur ennþá starfstitil hérn, því miður!

Frá einu í annað, Bára mútta sendi mér sendibréf skrifað á þann eina hátt sem hún getur. Var í krampa yfir mannlýsingum, veðurlýsingum og gróðurlýsingum sem voru skrifaðar eins og hún sæti fyrir framan mig og segði mér þetta. Og, orðfarið eins og andsk.... plönturnar þoldu ekki helv.... norðangarran og svo frv. O.s. frv. Ég var allt í einu staddur í garðinum hennar Báru múttu í 3 stiga hita og sól bölvandi og ragnandi með henni yfir helv.... veðurleysinu á landinu Bláa. Takk Bára mín. Skrifa þér eigin hendi sendibréf þegar “niggararnir” og hvíta pakkið láta okkur Villa nógu lengi í friði til að tími gefist til sendibréfaskrifa.

Gyða og Bóbó, baráttukveðjur og takk fyrir tölvupóstinn. Elsku, elsku Addú, hringi í þig við tækifæri. Er betri á þær græjur, en þessar.Baráttukveðjur til þín og Matta og fjölskyldu þinnar vegna veikinda mömmu þinnar. Já, hér er miður vetur. Hitastigið í gær 24 gráður og gróðurinn er ekki til að lýsa. Grænna en allt sem grænt er. Próteurnar í fullum blóma, strelitzian og köllurnar upp á sitt besta og geðveikar Bóa skreitinga á öllum borðum í veitingastasal og galleríi úr heimafengnum blómum. Myndu kosta 250 þúsund á Íslandi. Granatepplin, sítrónurnar og appelsínurnar eru að sliga trén. Höfum ekki undan að tína og fylla skálar á öll borð hér. Núna sitjum við Villi við arin eldinn í galleríun, hlustum á Youssi Kasimer sem Bára gaf okkur fyrir 5 árum í jólagjöf og bíðum eftir morgundeginum í ofvæni til að hitta Lovísu og Gabríel. Held að þetta sér lengsta bloggið mitt til þessa. Hugsa til ykkar allra, Abba, mamma og pabbi, systkyni, Ása og öddi, Palli og Frosti, Kristján, Gulli, Hófý, Ragna og Sammi, Árni og Siggi, Hafdís og Arnþóra í Hólminu, Guðrún á Hvanneyri sem ég þekkji ekki, Guðrún Djohns, Bóbó og Gyða, Anna Kristine, Helga thor (sem ég heyri aldrei í og les ekki bloggið okkar, þannig að það er allt í lagi að ég skrifi þetta) og Hafdís og Jói, Bára, Þráinn og Lóa og Rannveig, Anna Lilja og Gummi Rauði, og ALLIR óupptaldir. Hafið það gott og njótið miðsumarsins á Íslandi. Finnst ég eiga skilið mörg komment á þetta langa blogg.

Ps. Vonandi slæ ég Villa blogg út í lengd á bloggi....

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló strákar og takk fyrir kveðjuna! Við Palli sitjum hérna úti á svölum og lesum bloggið ykkar milli þess sem við njótum þess að horfa á veðurbarnar plönturnar okkar og brenna bylgjupappa í útiarninum... Er ekki búið að vera alveg jafn hlýtt hérna hjá okkur eins og hjá ykkur þrátt fyrir að það hér er mitt sumar. Vonandi njótið þið samvista við Gabríel og Lovísu og náið að endurnærast á líkama og sál. Kveðja - F&P

12:24 am  
Anonymous Anonymous said...

Já, þú átt sko skilið comment á þetta langa blogg!!!Ég sit hvorki úti á svölum né horfi á plöntur en veit þó að það er haustlegt á Íslandi og ég hef engan fíling fyrir því að ég sé í sumarfríi! Vantar ykkur samt hræðilega núna í einn léttan petto di pollo og segja ykkur nýjustu ástarsöguna. Lífið getur orðið SVOOOOOOOO skemmtilegt, sérstaklega þegar maður finnur fornar ástir gegnum ,,people search" og sama manneskjan er að leita að mér á sama augnablikinu. Ef þetta yrði skráð í bók, myndi enginn kaupa þá bók þar sem hún yrði talin of óraunveruleg. He he he! Já, Hafdís mín, ef þú lest þetta blogg hérna, þá óska ég þér líka til hamingju með afmælið og takk fyrir síðast. Strákar! Ég get alveg lofað ykkur því að hún Hafdís breytist aldrei, alltaf jafn hress og skemmtileg og fyndin. Nú eruð þið ábyggilega að bilast úr gleði yfir að hafa Lovísu og Gabríel hjá ykkur og hafið engan tíma til að lesa þetta hvort sem er. Njótið samvistanna og gangi ykkur vel áfram. Knús frá Önnu Kristine.

9:22 am  
Blogger Ása Hildur said...

Elsku Guðmundur minn auðvita færðu comment þó þú eigir það nú varla skilið aldrei commentar þú hjá mér kannski lestu það ekki heldur.

Takk samt fyrir að skrifa ég fylgist með blogginu ykkar daglega og nærist á því takk fyrir.

Skil ekki hvað fólk er að tala um miðsumar og haustlegt. Hér í Fossvoginum er hásumar og blíða og mikil sól í hjarta.

Ástarkveðja Ása Hildur

2:15 pm  
Anonymous Anonymous said...

sitja úti hvað... ég er allaveganna alsæl með 2 knúpa af risavalmúa sem er alveg að fara að blómstra hjá mér, ef þeir fjúka ekki út í buskann í þessu líka fína #haust#veðri hér í dag... annars er ég með einn dásamlegan Binna vönd í stofunni hjá mér sem Jói var svo sætur að senda mér á afmælisdaginn minn, svo það er sól og sumar í stofunni hjá mér... yndislegast að lesa Bóa blogg,og það er nokkuð ljóst að maður verður að fara að skipuleggja hópferðir til ykkar til að þið haldið geðheilsu....ástarkveðjur
Hafdis,
PS takk fyrir kveðjuna Anna Kristine

8:07 pm  

Post a Comment

<< Home