Wednesday, July 06, 2005

Öðruvísi staffavandamál

Sorry hvad vid hofum verid lelegir ad blogga upp á síðkastið. Hér hefur nú ýmislegt verið gera, og ekki alltaf nægur tími. Gleði er í sumarfríi og Gulltönn sem átti að gera störfin hennar er í veikindafríi. Þannig að maður situr hér á móttökunni alla daga og svara í síma og gerir störfin þeirra. Á meðan eru náttúrlega störfin manns á hakanum því miður. Það góða er nú samt að maður lærir á öll störfin svona og þar með verður enginn ómissandi vegna þess að maður kann allt.

Loana var búin að vera einkennileg í nokkra daga. Bað um viðtal við okkur sem hún frestaði og frestaði. Um daginn tók Bói eftir því að hún var svo döpur. Spurði hana hvort eitthvad væri að og þá fór hún að gráta. Bói tók hana á eintal heim. Þá kom í ljós að húsið sem hún býr í og er foreldraheimili hennar. Foreldranir löngu dánir. Systkinin voru 15 (eru 14 núna) vilja núna selja húsið og þá á hún ekki í önnur hús að venda. Hún er búin að vera miður sín yfir þessu í langan tíma og líklega útskýrir það veikindin hennar þegar ég þurfti að fara með hana á spítalann um daginn. Hún hefur ekki efni á að kaupa húsið og veit ekkert hvað hún á að gera. Við alla vegna buðumst til þess að aðstoða hana við að kaupa húsið. Þetta er ekki dýrt, ca 200.000 íslenskar. Húsin þarna eru mjög ódýr og mjög oft í lélegu ástandi. Hennar hús er nú reyndar í þokkalegu lagi utan frá séð alla vegna. Veit ekki hvernig við förum að því að hjálpa henni, enda erum við staurblankir. Reksturinn er í járnum, enda er þetta rólegasti tími ársins. Koma tímar, koma ráð. Henni létti alla vegna mikið við þetta og maður hefur fundið ylinn og væntumþykjuna frá henni síðan. Vorum reyndar farnir að finna fyrir því áður. Við erum alla vegna staðráðnir í að hjálpa henni.

Það eru búnar að vera kaldar nætur hérna. Stundum er jafnvel allt frosið og hélað á morgnanna. Set inn myndir af því seinna. Hefur samt náð þokkalegum hita á daginn meðan sólin skín. Jafnvel farið upp í 22 gráður. Er samt frekar svalt í dag.

Nýja píanóið er komið á sinn stað og það er frábær hljómur í því. Miklu betra en píanoið hans Paul. Enda eyddi stillingarmaðurinn næstum 3 dögum í að tjúna það til. Hann sagði að þetta væri gott merki (Hamilton) og frábært hljóð í því. Sagði að þetta væri góð fjárfesting. Vonandi þurfum við ekki að selja það til að hjálpa Loana.

Lovísa og Gabríel eru núna í London á leiðinni hingað. Ég fer til Cape Town í fyrramálið að ná í þau. Get ekki beðið, er svo spenntur. Gabriel var varla byrjaður að tala þegar ég fór, en núna getur maður spjallað við hann í gegnum síma. Það eru svo miklar breytingar á þessum aldri. Hann er þriggja ára. Verður gaman að sjá starfsfólkið okkar með hann. Ég ætla að reyna að vera eins mikið með þeim og hægt er. Fara með þau í túra og sýna þeim þetta fallega land.

Hafdís vinkona á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku vinkona.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk elskurnar fyrir afmæliskveðjuna.... var að spá í að nú fer ég bráðum að slá í fimmtugsaldurinn, því að næst þegar ég á afmæli og verð 49 !!! þá kem ég ábyggilega til með að segja ef ég verð spurð um aldur,
"ég verð fimmtug á næsta ári" þannig að næst verð ég eiginlega fimmtug!!!! og ég held þetta sé með svakalegri uppgötvunum sem ég hefi gert í langan tíma,,, hei, hvernig væri að fá að bakka pínulítið, halda reynslunni og öllu því en hægja aðeins á elli kellu... áður en maður veit af verður maður farin að þjást af alvarlegum þvagleka, legsigi, gigt i mjöðmun og hnjám, hjartstláttartruflunum og almennu máttleysi... nei annars, ætli ég reyni ekki að nota þessa fimmtugsgrýlu til að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sjálfa mig... og bruni fyr og flamme inn í sextugsaldurinn og þakki fyrir að verða þetta gamalll...kveðja
Pollíana Hafdís

7:37 pm  

Post a Comment

<< Home