Monday, June 27, 2005

pirringur og næring

Sit við arininn í Galleríinu. Brjálæðislega heitt. Reyndar ekki svo ofboðslega heitt á öllum veitingastaðnum. Vetur er kominn og maður finnur fyrir því. Mjöt tæpt að það dugi að kynda vel upp í arinn til að halda hita. Bói setti gas hitara inn í matsalinn, vegna þess að það var varla nógu hlýtt þar. Er pokkalega hýtt núna þar. Þarf að snúa rauðvínsglasinu mínu annað slagið svo það verði ekki of heitt örðu megin. Hef reyndar varla drukkið rauðvín í einhvern tíma undanfarið vegna þess að mér hefur alltaf þótt það of kallt og þess vegna ekki notið þess sem skildi. Er gott núna við arininn.

Var búinn að vera úrillur og leiðinlegur í nokkra daga og skyldi eiginlega ekki hvers vegna. Fórum svo í heimsókn til Volga White í gær og maður hreinlega endurnærðist. Skyldi þá hvað maður hefur saknað þess að hitta almennilegt fólk, þ.e.a.s. vini sem maður getur spjallað við um hvað sem er. Jafnast ekkert á við það og ég hef saknað þess. Fór um daginn á Oak and Vigne, einn,,,,, vegna þess að Bói þurfti að hvíla sig. Við erum næstum því á vaktarskiptum hérna og eigum því ekki mikinn tíma fyrir hvorn annan. Ekki hjálpar það nú!. Höfum það samt yndislegt saman þegar við gefum hvor öðrum tíma.

Hitti ekki Lindu, en við hittum hana hérna fyrir utan í dag. Bói sagði henni kjaftasöguna sem væri að koma fra henni. Þvílíkt kjaftæði, ekki frá mér, þessi bær er fullur af kjaftasögum sagði hún, og við trúðum henni. Linda er soldið bitur kona, en hún er oftast heiðarleg. Jenny og Noelle komu í hádeginu í smá drinkie poo. Gott að hitta þær. Höfum varla séð Noelle í heila eilífð og Jenny höfum við ekki hitt í smá tíma núna. Hún hefur verið lasin og haft gesti o.s.frv. Þetta eru góðar konur og miklir vinir. Við erum núna að skipuleggja að halda upp á jól. Það er mjög oft gert hérna í lok júní og við ætlum líka að sla saman og vera með. Bið Bóa trúlega um að fara í jólasveinabúninginn og svo eldum við öll saman kalkún og hamborgarhrygg og s.frv. Hlakka til. Er búinn að vera á haus í dag í pappírsvinnu. Maður finnur fyrir því að Gleði hefur ekki verið í vinnu í tæpar tvær vikur. Það bara staflast upp pappírsvinnan. Hún er búin að vera svo lasin i slæmu asthma kasti greyjið. Er eitthvað að lagast samt og vonandi fer hún að koma aftur til vinnu. Hún segir að þetta sé bara þessi tími af árinu. Það er kallt og þá kemur þetta.

Á morgun er önnur ráðstefna hjá okkur þannig að það er eins gott að maður undirbúi allt vel. Eldhúsið er til og bara smá undirbúningur eftir sem verður hægt að gera snemma í fyrramálið. Reiknuðum með að loka um átta í kvöld vegna þess að það var ekkert að gera, en þá strunsuðu inn tvö “borð” sem eru að snæða núna. Við ætluðum að panta okkur pitsu, já það er hægt hérna. Jafnast náttúrlega ekkert við pitsurnar á Horninu, en það eru nú samt pitsur. Jæja þau voru búin að loka, vegna þess að það er ekkert að gera. Svona er þetta hér í Greyton. Mjög lítið að gera á þessum tíma og þess vegna sérlega ánægjulegt hvað það hefur verið gott að gera hjá okkur. Okkur finns að það sé að skila sér að einhverju leiti það sem við höfum verið að gera hérna og það er meira og meira af “lokal” fólki sem kemur hérna í dinner. Gott !

3 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Elsku strákarnir mínir takk fyrir allt bloggið. Fuglarnir eru dásamlegir.

Vonandi eruð þið ekki alveg að tapa ykkur!!!

Vildi bara benda ykkur á að jólin eru 24 desember ár hvert.

Ástarkveðjur

9:35 pm  
Anonymous Anonymous said...

Ó? Þarf maður þá að senda ykkur jólagjafir? ;-)
Jólakveðjur
Palli og Frosti

12:33 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ

Vonandi hafið þið það gott um "jólin". Hlakka til að sjá ykkur eftir 7 daga.
Kveðja
Lovísa

1:16 pm  

Post a Comment

<< Home