Saturday, July 16, 2005

Hópblogg

Góðan daginn Landsmenn allir, fjölskylda, vinir og vandamenn !!!

Já, klukkan er nú ekki margt (06.30 að morgni) en allt komið á fullt hér. Erum með fullt hús plús 4 herbergi til viðbótar bókuð annars staðr. Hér eru Afrikaans karlrembur úr skotveiðiklúbbi (allir multimiljónerar að því mér er tjáð). Komu í gær og borðuðu hér þríréttað ásamt því að nánast tæma barinn. Eru að fara að skjóta upp úr 8 hvað sem þeir hitta svo sem því klukkan var að ganga 2 í nótt þegar síðustu fóru í rúmið. Eldhúsið gekk eins og klukka í gær og Oliver garðyrkjumaður blómstraði í sínu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður allra. Hef aldrei séð hann brosa eins mikið og í gærkvöld. Hann vinnur alltaf dagvaktir og þekkir ekki staðinn að kvöldi eins og svo margt af staffinu sem sinnir sínum daglegu störfum hér hótelmeginn.

Við Villi töluðum um að það væri nauðsynlegt að dagstaffið kynntist kvöldryþmanum líka. Hann sagðist aldrei hefði trúað hvað það væri mikið af fólki hér á kvöldin , né heldur hraðan á öllu. Starfsfólkið stóð sig allt með mikilli prýði og vann mjög skipulega. 29 nestispakkar voru gerði með allskonar gúmmilaði innanborðs fyrir gæjana að taka með sér.

Annars er það einna helst að frétta af okkur 4 að Lovísa og Gabríel fluttu til okkkar í gær enda hótelið yfirfullt og sváfum við 3 (ég ,Lovísa og Gabríel) í rúminu í nótt (þessa 4 tíma sem maður fékk...) og Villi í sófanum. Mjög kósí og notalegt. Gabríel fór í Apaland í gær og það er ótrúlegt að fylgjast með framförum hjá honum í töluðu máli. Feimnin er farin og hann er orðinn uppáhald allra hér. Hann er alveg ótrúlega vel uppalinn, þó hann hafi erfitt skap (bæði skapstór og fer í fýlu...). Alla vega þá er hann búinn að ákveða að Óliver sé bróðir sinn og fylgir honum um allt. Lovísa þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af honum hér, berfættum og svo greinilega á heimaslóðum hér. Þetta er enda algjör paradís fyrir börn að alast upp við, bæði loftslagið og svo öryggið hér.

Jæja Villi bloggar restina, það hafa að sjálfsögðu verið drama hér í vikunni, en þar sem ég er mjög hægvirkur á græjunum læt ég honum eftir að greina frá því. Vil bara segja að lokum að Gulli vinur hringdi í vikunni og spjallaði í næstum klukkutíma, það var yndislegt að heyra í honum, hressum og kátum, en eins og flestir vita fékk hann smá blæðingu inn á heila síðasta vetur og hefur verið að berjast við jafnvægisröskun sem nú er búin að jafna sig.

Krisstaletta dóttir mín frá rækjukofanum er búin að vera mjög dugleg á símanum og er ég mjög vel inni í öllu slúðri núna. Veit t.d um nýjustu borðsiði Helgu Thor, haft eftir Djonns og ÞÁ er það pottþétt ásamt því að vita um veður (-leysi) o.sv.frv... Júlli Agnars hringdi líka í vikunni (reyndar ½ fimm að morgni) svo ég man ekki mikið af því samtali...Lof end líf jú ol.

Lovísu Blogg

Góðann dag, klukkan er að verða 9 að morgni og ég og Gabríel erum komin á fætur. Yndislegur dagur sólin skín og fuglarnir syngja. Ég og Bói sitjum hér úti í garði og dáumst að fuglunum. Gabríel er búinn að eignast annann vin, núna er það einn þjóninn. Gabríel eltir hann út um allt. Ég og pabbi fórum í gær til Sommerset West í mollið og versluðum alveg heilann helling fyrir hótelið. Svo fórum við í Monkey Town að skoða apana. Þessi síðasta vika er búin að vera alveg dásamleg, Garðurinn hér við hótelið er algjör paradís þegar það er gott veður. Það er ekki hægt annað en að dást að Pabba og Bóa fyrir hvað þeir eru ofboðslega duglegir Mikið sem þeir eru búnir að þurfa að díla við, og eru ennþá að díla við. Jæja ég læt þetta duga núna.
Bestu kveðjur heim á klakann.

Gabríel Blogg
Fewthyjuoklpfthhhtswwaswhugvggftvf.
HFXX dhk
Kveðja Gabríel Temitayo

Villa blogg
Hæ, hæ. Þetta er semsagt hópblogg! Fórum í fyrradag til Swellendam með bókhaldið. Það var mikill léttir að koma því loksins til endurskoðandans, enda höfum við ekki gert VSK skýrslur, greitt skatta eða neitt síðan við komum vegna þess hvað það gekk illa með bókhaldið og eins hvað það hefur verið brjálað að gera í alls konar málum hérna. Fórum svo til Barrydale þar sem ég sýndi Lovísu og Gabríel hótelið sem kveikti hugmyndina að því að við fluttum hingað. Hann var búinn að mála það að utan að hluta til rauðbleikt og fjólublátt. Ger nú ekki sagt að þetta hafi verið gott val af litum, en alla vegna fallegir kontrastar. Hótelið var nú samt fallegt eins og alltaf að innan. Set inn myndir við tækifæri. Svo fórum við og keyptum vín á vínbúgörðunum þarna. Þurfti að nota ferðina, eins og alltaf.

Lovísa skrifaði um ferðina til Somerset West hér á undan þannig að ég þarf engu að bæta við það. Bíllinn var svo drekkhlaðinn af vínum og öðrum birgðum að hann botnaði fjöðrunina oft á leiðinni. Ekki vanþörf á að birgja sig vel þegar svona eyðsluklær gista hjá okkur. Rétt náðum hingað fyrir fimmleitið, en þá byrja tónleikarnir. Beint út í búð aftur að kaupa ís og klaka. Rétt náði að afferma bílinn og hlaupa inn á barinn að afgreiða. Þurfti að fara í miðju kafi útí vínbúð að kaupa meira af dýrum viskíum og bjórum sem hreifast aldrei hjá okkur vegna þess hvað þau eru dýr og lókal fólkið hérna nískt. Maður þarf að pikka snöggt upp hvað svona lið er aðallega að drekka og vera tilbúin með aukabirgðir af því. Reynum að halda lager í lágmarki og það þýðir fleiri aukaferðir í vínbúðina.

Kvöldið gekk mjög vel í alla staði og það voru stoltir eigendur (og þreyttir) sem skriðu heim seint eftir miðnætti.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home