Tuesday, July 12, 2005

Lovísa og Gabríel

Lovísa og Gabríel komu á fimmtudaginn og því miður hefur maður bara ekkert bloggað síðan. Þau voru ótrúlega heppin að lenda ekki í þessum sprengjum í London, enda rétt um degi á undan á ferðinni í gegnum London frá Stanstead til Heathrow. Svo bætist þetta morð hérna í Johannesarborg ofan á allt saman. Hringdi einhver blaðamaður áðan til að kanna hvort við þekktum einhverja þar, sem við gerum ekki.

Það er búið að vera mjög gott að hafa Lovísu og Gabríel hérna og ótrúlega gaman að hitta þau aftur. Hef jú ekki séð þau síðan í september, þannig að það hefur liðið langur tíma síðan við hittumst. Höfum því miður ekkert komist í burtu ennþá, en það verður vonandi bætt fyrir það í vikunni. Bílinn okkar bilaði aftur, held það hafi verið það sama og seinast, eitthvað í drifskaftinu. Þannig að við þorðum ekkert að nota hann um helgina. Fór í viðgerð í gær og tilbúin í dag. Veit ekkert hvað var að honum, vegna þess að eigandi verkstæðisins var ekki við og bensín guttinn bara rétti mér lykilinn. Tékka á því á morgun.

Það er búið að vera mikið að gera hérna um helgina og því miður vorum við undirmannaðir, eins og svo oft áður. Allt gekk nú vel upp samt. Silvía kokkur var lasin á sunnudaginn þannig að ég var í eldhúsinu með Diana. Það gekk pokkalega. Alla vegna engar kvartanir, nema bara yfir seinagangi frá okkur. Fann ekki Engifer/hvílaukssósuna sem fer með reykta dádýrinu, þannig að ég þurfti að gera hana snöggvast sem seinkað öllu. Gestirnir sögðu að það hefði verið þess virði að bíða eftir sósunni. Nammi.

Lovísa er búin að vera að steikja hamborgara í dag í eldhúsinu a´la Burger King. Mjög gott. Þarf að kenna kokkunum okkar að gera almennilega hamborgara. Virðist vera svipuð mál sem er verið að glíma við í eldhúsinu á Burger King og hjá okkur, þannig að trúlega getur Lovísa kennt okkur eitt og annað um skipulagningu og fleira í þessum rekstri.

Gabríel fór heim áðan með afa Gumma að glápa á sjónvarp og fara að sofa. Við Lovísa sitjum fyrir framan arininn og njótum hitans. Það er bara eitt 4 manna borð í mat í kvöld þannig að það er nú ekki mikið að gera núna. Komust vonandi snemma heim.

Hér var fundur ferðamálaráðs í gær hjá okkur. Bói var kosinn í nefndina og verður vonandi mjög virkur þar. Ekki þörf á að hrista aðeins upp í þessu liði og koma með ferska vinda inn. Virðist reyndar vera ágæt nefnd sem var kosin. Allt nýtt fólk nema Charlotte sem er víst búin að vera að drepa alla sem voru í seinustu nefnd ásamt starfsfólkinu. Hún var kosin formaður þannig að það verður gaman að sjá hvernig samstarfið á eftir að ganga í þessari nefnd.

Jæja elskurnar, skrifa meira seinna. Love and leave you.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

æji hvað það var gaman að heyra frá ykkur... var búin að kíkja oft
frábært fyrir ykkur að fá Lovísu og Gabríel í heimsókn, bið kærlega að heilsa þeim, hér er búið að draga fram húfur og vettlinga, fyfyf skamm skamm veðurguðir, ekki nema að þeir ætli að skella á frábæru veðri 18 júlí er ég fer í langþráð sumarfrí....ástarkveðjur til ykkar allra, hafdís

7:02 pm  
Anonymous Anonymous said...

Heilir og sælir!
Guðrún Bjarnadóttir hér á Hvanneyri. Já það er sko alveg rétt... þið þekkið mig ekki neitt.. en ég fylgist samt vel með blogginu ykkar, svo skemmtilegt. Þetta minnir mig svo á samskipti mín við heimamenn í den í Vestur-Afríku... Alltaf sama sagan... Þið eruð að tækla þetta svo vel... Flott hjá ykkur.. En ég kannast við hana Önnu Kristine síðan ég var útsendingarstjóri hjá Stöð 2 og man meira að segja eftir því þegar Guðmundur kom í viðtal til hennar... þá var ég á vakt. Marta litla var líka í miklu uppáhaldi hjá mér og ég heimsótti hana reglulega í Bankastrætið..
Annars er ég landvörður í Skaftafelli í sumar. Besta sumarvinna í heimi. Ég fæ borgað fyrir að labba um í þessu frábæra umhverfi og fræða ferðamenn um blómin og jarðfræðina... Gæti ekki verið betra. Rigning og sól svona til skiptis en ég fíla rigninguna í tætlur eftir 4 sumur í Mývatnssveit þar sem aldrei rignir... Bestu sumrkveðjur úr Skaftafellinu
Guðrún Bjarnadóttir

2:12 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hva? Eru bara allir settir í vinnu sem heimsækja ykkur? :) Er ekki málið að slaka aðeins á og taka sér frí með fjölskyldunni? Vantar annars ekki hamborgarastað þarna? Ég frétti að það væri kominn pizzustaður í þorpið.
Lýst vel á Guðmund í nefndarstörfum þarna, ætlaði hann ekki að gerast bæjarstjóri í Greyton?
Kveðja
Palli

2:15 pm  

Post a Comment

<< Home