Saturday, August 20, 2005

er bara ég....

Þetta er búinn að vera góður dagur í dag. Vöknuðum snemma (missnemma náttúrlega, vegna þessa að Bói sækir staffið yfirleitt á morgnanna), fórum á markaðinn að versla. Þurftum osta og blóm. Því miður voru öll blómin búin, eru það svosem alltaf 5 yfir tíu, markaðurinn opnar 10. það er aldrei neitt til í þessum bæ. Svona er það bara.

Fórum svo að vinna smá og svo til Jenny. Kenndum henni og vinkonu hennar að spila gúrku. Tókum nokkra slagi. Var virkilega gaman. Gott að Jenný sé búin að læra Gúrku áður en Kristalettan kemur.

Við erum víst búin að fá viðurnefni í bænum. Bói er ekkert of ánægður með það en mér finnst þaðbara fínt. Erum kallaði “Snjódrottningarnar”. Er það ekki smart? Honum var sagt af Garðyrkjukonunni, henni Wendy að þetta þýddi að bærinn væri búin að taka okkur sem einum af Greytonians, sem er víst mjög gott merki.

Það er mikið slúðrað í þessum bæ. Eitt slúðrið er að við þurfum að komast út af hótelinu okkar. Það veit víst allur bærinn. Ég alla vegna fór á markaðinn í fyrsta sinn í 2-3 mánuði og það var eftir því tekið. Þoli ekki þennan helv... markað. Maður þarf að brosa til allra og vera næs og spjalla og og og. Á ekki alveg við mig. Jæja, en maður lætur sig hafa það. Fáum kannsi einhver viðskipti til baka frá þeim sem við versluðum við. Virkar víst að hluta til þannig, að þeir sem maður nennir að tjatta við og versla, þeir versla við okkur. Eru víst stuðningsaðilar. Djísus, getur þetta lið ekki bara verslað þar sem það vill versla í stað þess að styðja einhverja. Hvað eru margir sem styðja Bónus, og versla þess vegna þar, eða Hagkaup eða Baug. Hverslags er þetta allt saman?

Debet og kredit, hvað veit ég. Er bara búin með debit. Og það er ekki það sama og við vorum búnir að reikna út. Líklega er heildarsumman svipuð en það er mikill munur á milli mánuða. Gleði verður í því næstu viku að finna út hvers vegna. Á meðan verð ég í kreditinum. Anna Kristine, á hann að vera lágur eða hár? Bókhald er ekki alveg mín sterkasta hlið. Getur þú ekki bara komið og gert það sama og þú gerðir fyrir Eimskip. Heitir það annars Eimskip lengur? Er ekki viss, það er allt að breytast.

Komu hérna tvær drottningar áðan, frekar miklar DROTTNINGAR og eiginlega þolum við þær ekki. Önnur á veitingastað hérna (er “silent partner”) Önnur á afmæli á morgun og verður “32” Djísus, ekki 29 spurði ég. Hún sagðist þá vera á svipuðum aldri og ég. 47???. Já En ég er 94 ( búin að vera heila ævi hérna) Þú ert aldrei eldri en þér líður. Jæja, góurinn, getur verið að ég líti út fyrir að vera 19 og sé 94, en mér liður eins og Million dollars. Hvernig líður annars 94 ára manni? Sem lítur út eins og 19.

Segi bara svona. Fannst gott að vera með smá drottningastæla, hef ekki oft tækifæri til þess þess hérna, fyrir utan þegar maður hittir einstaka týska kellingu frá ferðamálaráði sem koma og bögga mann. Getur verið stundum erfitt að búa á hóteli og þurfa að brosa sínu breiðasta á morgnanna og spyrja hvernig fólk hafi sofið. Best að vera bara maður sjálfur, alltaf, ekki satt? Gef alla vegna skít í hvað fólki finnst. Snjódrottning eða ekki, ég er bara ég og finnst það alls ekki slæmt slæmt!!! Eiginlega bara frábært............

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

xxx

6:56 am  
Anonymous Anonymous said...

Elskan mín, ef ég man rétt (! :) !) þá er sko kredit það sem fer út og á þessvegna að vera voðalega lágt, þ.e. það sem maður borgar.Mitt bókhald núna er þannig að það fer allt út og ekkert inn þannig að ég held ekki að ég eigi að koma og færa ykkar bókhald. Taldi Lízellu trú um að ég væri rosa fær í bókhaldi þegar hún var í MR og bauðst til að ljúka fyrir hana verkefni. Hennar fyrirtæki var það eina sem var orðið gjaldþrota þremur vikum eftir opnun!!!Nú eru allir vinir mínir sofandi, klukkan er 10 á sunnudagsmorgni og ég er búin að skreyta marengstertu. Verð bilaðri með hverjum deginum sem líður.Þessvegna er svo gott að geta bara setið við tölvuna og lesið bloggið ykkar og svarað! Elska ykkur, knús Anna Kristine.

9:57 am  

Post a Comment

<< Home