Tuesday, September 06, 2005

Elli kelling

Sóttum Kristalettuna í gær og notuðum ferðina að sjálfsögðu til erinda í kaupstaðnum. Keyptum okkur nýtt sjónvarp og DVD og heimabíó. Höfum verið að nota sjónvarpið okkar á hótelinu vegna þess að hitt var svo lélegt. Þannig að núna getir horft á Rugby og Crikket á almennilegu tæki og við fengið sjónvarpið okkar heim.

Skoðuðum leirtau, en fannst það full dýrt þannig að ákveðið var að salta það í bili, sem þýðir reyndar að við verðum að leiga borðbúnað næstu helgi vegna þess að við erum fullbókaðir með tvo stóra hópa. Fór líka og lét skoða sjónina hjá mér. Hún hefur versnað með öllu þessu bókhaldi og það er ekki aðuvelt að lesa gamlar nótur. Hef átt í miklum erfiðleikum með það. Jæja fjarsjónin mín er sú sama, en nærsjónin hefur verið að versna. Pantaði tvískiptar linsur og fékk lesgleraugu til að nota með linsunum sem ég er með núna, fyrir bókhaldið! Mér sagt að ég væri að eldast og mætti búast við því að nærsjónin versni um 5% á ári þangað til ég verð 65! Fjarsjónin breytist víst lítið úr þessu. Og svo var mér skipað að nota blá sólgleraugu í sólinni til aðp hlífa augunum við geislun. Jah hérna, farinn að eldast. Hef reyndar sagt að við höfum lifið heila ævi hérna og sé 92, en ekki 46, en mér finnst ég reyndar bara ungur enn. Var ekki alveg nógu ánægður með þetta.......

Hekla frænka á afmæli í dag. Til hamingju med daginn.

2 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Til hamingju með nýju græjurnar. Og velkominn í hóp hinna blindu í þessari fjölskyldu.
Ástarkveðja Ása Hildur

5:32 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ elskur,
Ég ætla ekki að kaupa mér gleraugu fyrr en ég er komin á sextugsaldurinn, þá fæ ég mér einhver smart, en mín ellikerling kippir mismikið í sjóntaugarnar,það er þetta með fókusinn, hann er ekki alltaf í sambandi.
Er að fara til Danmerkur á morgun, vinnuferð, alltaf notó að fara þangað,á svo allan laugardaginn frían, til at slendre ned ad Vestergade, uhuhuh....
Allt í besta standi hér á öllum bæjum, gott að þið eruð með félagsskap af góðu fólki í kringum ykkur, sálartetrin ykkar ná þá vonandi að hlaða sig,
Ástarkveðjur í bili...
Hafdís

8:57 pm  

Post a Comment

<< Home