Monday, September 12, 2005

Kreisý helgi

Hér er búið að vera brjálað að gera. Hótelið gersamlega fullt og veitingastaðurinn líka. Þetta gekk svona la la upp. Kristalettan sá ein um 23 manna hóp og Hilca-Ann um hinn hópinn sem var að grilla. Þessi 23 manna hópur sem Kristalettan sá um var einhver sá ruglingslegi hópur sem við höfum haft. Þau voru búin að prútta og prútta um verðin og þetta varð þess vegna eiginlega orðið frekar þunnur matseðill sem þau höfðu. Loana var lasin, svo að Diana var sett á splitt vakt. Hún var nú ekki alveg að standa sig. Ég sá um hádegismatinn og það gekk svona pokkalega upp allt saman. Loana hafði gefið Diana fyrirmæli um matinn, en hún ákvað að fara ekkert eftir því. Það var ekki gerð nein marinering fyrir grill matinn, hún kryddaði bara með salt og pipar þannig að þetta varð nú frekar þurrt. Hópurinn var samt mjög ánægður. Þegar Diana var spurð hvers vegna hún hefði ekki gert marineringa sagði hún að ég hefði gefið henni fyrirmæli um það. Haugalygi! Svo ákvað hún að setja blómkál og broccoli í grænmetið, en það var tekið út fyrir 3-4 vikum síðan og búið að banna það nema bara í súpur. Grænmetið sem hún notaði í gærkvöldi var þar að auki ofsoðið og leit hræðilega út. Bói náði að stoppa það áður en það fór út. Þegar hún var spurð hvers vegna Blómkálið og Broccolið væri komið aftur í grænmetið, sagði hún að Loana hefði sagt henni að nota það. Hún hafði sagt við Loana að það ætti ekki að vera en þá hafði Loana sagt henni að hún gæfi ekki fokk í hvað við vildum. Hún vildi að það væri, vegna þess að Suður Afríkubúar vilja hafa það. Það rétta er að við sögðum að við gæfum skít í hvað SA búar vildu. Við vildum það ekki. Bói talaði við Loana í morgun og hún var rasandi bit á þessu og sérstaklega því að hún ætti að hafa sagt fokk. Hún notar ekki svona tungumál og hefur aldrei sagt þetta. Diana er í slæmum málum núna. Við þurfum að sparka soldið fast í hana, til að koma henni í gírinn aftur. Soldið hissa á þessu en eldhúsið þarf að fara taka fastari tökum aftur. Við höfum aðeins slakað á eftirlitinu, en núna tökum við á því.

Við fórum annars í brúðkaup á laugardaginn. Virgina (Gina) var að gifta sig í kirkjunni hérna. Bói gerði brúðarvöndin fyrir hana og skreitti bílinn með blómum. Allt úr garðinum hjá okkur. Þetta var soldil upplyfun fyrir okkur. Athöfnin fór fram á Africans, þannig að við skyldum nú svosem ekki alveg allt. Gina var mjög falleg. Set inn myndir fljótlega. Diana tróð upp og söng einsöng í brúðkaupinu. Ofboðslega fallegt. Hún hefur svakalega flotta rödd og syngur eins og engill.

Í gær þegar seinustu gestir tékkuðu út mætti Jenny og þá var að sjálfsögðu farið í drinkie poo. Það dróst svo úr þessu og við ákvaðum að fara í síðbúinn hádegisverð hjá samkeppnisaðila. Það var ágætt og svo fórum við til Volga í smá meira drinkie poo. Volga var reyndar á fullu að undirbúa sýninguna sem hún er að fara að setja upp í Cape Town. Gaf sér nú samt tíma til setjast aðeins með okkur og spjalla. Það er alltaf gaman að koma til hennar, en við stoppuðum nú ekki lengi.

Í dag er vinnudagur aftur. Bókhaldshlekkirnir eru komnir á mig. Kristalettan er að endurskipuleggja þjónasvæðið í eldhúsinu og verður svo með námskeið fyrir þjónana á eftir. Stefán er byrjaður að bólstra stólana úr veitingasalnum. Ég hef því miður ekki haft tíma til að gera það og þeir eru margir orðnir mjög daprir, þannig að það er fínt að hann vildi fara í þetta.

Draumurinn hans Krisjáns hefur ekki ræst ennþá, því miður. Hann hefur eina viku til þess að gera eitthvað í þessu, þannig að nú er bara að bíða og vona.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta eru nú meiri vinnubúðirnar hjá ykkur. Er ekki hægt að borga bara fyrir gistinguna þegar þið eruð heimsóttir í stað þess að vinna fyrir henni? ;-)
Kveðja
Palli

12:57 am  

Post a Comment

<< Home