Saturday, October 22, 2005

Litla ljúfa syndin - ökuskírteini

Er búinn að vera svolítið viðkvæmur í gær og í dag. Lífið er einkennlegt stundum og ekki alltaf gott. Bói hefur verið þreyttur, þreyttur og þreyttur. Samt svo duglegur að hvíla sig og taka þessu rólega. Tónleikarnir gengu fínt í gær. Ég reyndar endaði inn í eldhúsi að rembast við nýja framsetningu á diskana, gekk bara vel. Litla ljúfa syndin er reyndar í hættu að detta út af seðli. Var þokkaleg í gær, en í dag erum við búin að reyna 3 að gera hana og allt endað í klessu, kögli eða súkkulaði útum allt. Ætlum að prófa uppskriftina á morgun og sjá svo til. Aunty Kristjan, heiður þinn er í veði........... Segja stelpurnar í eldhúsinu.

Ég endaði hérna einn eftir að hafa sent allt staffið heim í gær og sá einn um seinustu gestina, veit ég á ekki að gera það en samt... Þetta varð nú ekkert mjög seint en samt. Verð að finna einhverja leið til þess að enda ekki í þessari stöðu aftur og aftur. Búin að segja Gulltönn að drífa sig í ökuskóla og meira segja boðist til að borga það fyrir hana. Þá myndi Gleði, Ami og Gulltönn hafa ökuskírteini og getað þess vegna séð um allan akstur á okkar bílum. Það myndi létta mikið og þá þyrfti maður ekki að hanga einn yfir seinustu gestunum. Gulltönn gæti keyrt sjálf heim eftir að hún væri búin að loka.

Fyrir þau ykkar sem hafið týnt símanúmerunum okkar eru þau birt hér með. Síminn okkar er +27 (0) 28 354 9800 (9876) GSM hjá Bóa er +27 83 861 3155 og hjá mér +27 83 861 3220 (get verið úrillur stundum þegar maður er búinn að vinna mikið og svarar símanum hálfsofandi og ekki alveg í þessu heimi (Sorry tengdo og fjölskylda Bóa) og e-mailinn er greytonlodge@kingsley.co.za

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið er ég nú farin að sakna þess að það sé ekkert blogg frá ykkur í heila viku elskurnar! Vonandi er allt í góðu hjá ykkur og að þið séuð hreinlega ekki svo þreyttir að þið hafið ekki tíma til að lofa okkur að fylgjast með. Alvöru vetur á Íslandi í gær, brrrrrrrrr. En eins og við Íslendingar er veðrið hálf ruglað, veit ekki hvort það á að vera brjálað eða gott. Knús og kossar og farið áfram vel með ykkur, Anna Kristine.

12:49 pm  

Post a Comment

<< Home