Kleppur hraðferð
Hæ
Rússibaninn er ennþá á fullu og það er klikkað að gera. Búið að vera kvöld eftir kvöld, alltof mikið að gera. Erum orðnir frekar þreyttir (eiginlega lýsir það ekki ástandinu hjá okkur). Pollýanna mætti til vinnu og tók við öllu nöldrinu 1 janúar. Ég meira að segja stóð á barnum þegar einn gestur kom öskrandi þangað vegna þess að hann hafði beðið í hálftíma eftir matnum sínum og annan hálftíma eftir eftirréttinum og vildi fá reikninginn sinn strax. Ég bað hann strax afsökunar og sagðist skilja hann mjög vel (með tóm augu og eiginlega bara skítsama). Hann hækkaði sig og ég bað hann um að gjöra svo vel að lækka röddina sína. Hann hækkaði hana. Pollíanna var saliróleg og lét þetta ekki hafa nein áhrif á sig. Bói kom fljótt og skildi á milli og ég hélt áfram að kjafta við gestina á barnum. Kona þessa gests var að borga reikninginn þegar þetta gerðist. SA búar geta verið svo dónalegir , en vitið þið hvað. Mér er skítasama og Pollýannan í mér hefur tekið yfir. Var með flottar krullur í hárinu og fannst ég bara vera sæt!
Gamlárskvöld var mjög skemmtilegt og allt gekk upp. Við meira að segja skemmtum okkur mjög vel með gestunum. Bói var á fullu inn í matsal og henti kínverjum undir borðin. Skapaði mjög góða stemmingu og svo var dansað fram eftir nóttu. Við’ gáfum staffinu kampavín og fría drykki og það kom og tjúttaði með okkur. Mikið fjör og mikið gaman og mikil þynka hjá sumum daginn eftir og þurfti að keyra suma heim fyrr vegna slæmrar heilsu. Þetta var samt svo skemmtilegt að þetta var þess virði. Meira að segja Loana kom og tjúttaði.
Við fórum svo til Noelle daginn eftir í drinkie poo. Alltaf gott að komasta aðeins frá. Við reyndar vorum bíllausir þannig að Wany þurfti að keyra okkur og sækja. Ekkert bensín til í Greyton og ekki í fyrsta skipti. Það er ekkert brauð til heldur og engir sveppir eða grænmeti núna. Þetta er eins og á Flateyri þar sem báturinn kemur aðra hverja viku og allt tæmist á milli. Penný er að baka núna brauð fyrir morgunmatinn á morgunn og við þurfum að vaka yfir því og taka út úr ofninum þegar það er tilbúið.
Það var kleppur hraðferð í kvöld. Penný var í eldhúsinu og allt gekk vel. Ég var með henni og það kláraðist allt grænmetið og allar kartöflur. Við vorum farin að setja kartöflur í grænmetið í restina vegna þess að það var ekkert eftir í grænmetinu fyrir utan einn haus af rauðkáli. Segi bara eins og Stella Lövendal (Stella í orlofi), -salatið búið og mæjonesið orðið gult. Allt gekk vel upp. Spurði staffið hvort þessu færi ekki að ljúka. Nei, skólarnir byrja ekki aftur fyrr en 18 Janúar þannig að það er eins gott að brynja sig eða bara loka. Sjáum til.
Rússibaninn er ennþá á fullu og það er klikkað að gera. Búið að vera kvöld eftir kvöld, alltof mikið að gera. Erum orðnir frekar þreyttir (eiginlega lýsir það ekki ástandinu hjá okkur). Pollýanna mætti til vinnu og tók við öllu nöldrinu 1 janúar. Ég meira að segja stóð á barnum þegar einn gestur kom öskrandi þangað vegna þess að hann hafði beðið í hálftíma eftir matnum sínum og annan hálftíma eftir eftirréttinum og vildi fá reikninginn sinn strax. Ég bað hann strax afsökunar og sagðist skilja hann mjög vel (með tóm augu og eiginlega bara skítsama). Hann hækkaði sig og ég bað hann um að gjöra svo vel að lækka röddina sína. Hann hækkaði hana. Pollíanna var saliróleg og lét þetta ekki hafa nein áhrif á sig. Bói kom fljótt og skildi á milli og ég hélt áfram að kjafta við gestina á barnum. Kona þessa gests var að borga reikninginn þegar þetta gerðist. SA búar geta verið svo dónalegir , en vitið þið hvað. Mér er skítasama og Pollýannan í mér hefur tekið yfir. Var með flottar krullur í hárinu og fannst ég bara vera sæt!
Gamlárskvöld var mjög skemmtilegt og allt gekk upp. Við meira að segja skemmtum okkur mjög vel með gestunum. Bói var á fullu inn í matsal og henti kínverjum undir borðin. Skapaði mjög góða stemmingu og svo var dansað fram eftir nóttu. Við’ gáfum staffinu kampavín og fría drykki og það kom og tjúttaði með okkur. Mikið fjör og mikið gaman og mikil þynka hjá sumum daginn eftir og þurfti að keyra suma heim fyrr vegna slæmrar heilsu. Þetta var samt svo skemmtilegt að þetta var þess virði. Meira að segja Loana kom og tjúttaði.
Við fórum svo til Noelle daginn eftir í drinkie poo. Alltaf gott að komasta aðeins frá. Við reyndar vorum bíllausir þannig að Wany þurfti að keyra okkur og sækja. Ekkert bensín til í Greyton og ekki í fyrsta skipti. Það er ekkert brauð til heldur og engir sveppir eða grænmeti núna. Þetta er eins og á Flateyri þar sem báturinn kemur aðra hverja viku og allt tæmist á milli. Penný er að baka núna brauð fyrir morgunmatinn á morgunn og við þurfum að vaka yfir því og taka út úr ofninum þegar það er tilbúið.
Það var kleppur hraðferð í kvöld. Penný var í eldhúsinu og allt gekk vel. Ég var með henni og það kláraðist allt grænmetið og allar kartöflur. Við vorum farin að setja kartöflur í grænmetið í restina vegna þess að það var ekkert eftir í grænmetinu fyrir utan einn haus af rauðkáli. Segi bara eins og Stella Lövendal (Stella í orlofi), -salatið búið og mæjonesið orðið gult. Allt gekk vel upp. Spurði staffið hvort þessu færi ekki að ljúka. Nei, skólarnir byrja ekki aftur fyrr en 18 Janúar þannig að það er eins gott að brynja sig eða bara loka. Sjáum til.
3 Comments:
díshús kræst. stattu þig strákur áframm villi áframm villi..... ps.það er ferlega fínt í norge
Hæ Pollýanna! Anna hér. Gott að heyra að þetta gengur bara vel og flott með hárið á þér :) Svona á að skipta verkum, annar verður Pollýanna og hinn verður sá sem afgreiðir málin, sko, þið getið skipst á hlutverkum að vild og allt mun ganga upp. Skemmtilegt með þetta að ekkert fáist... eða HITT ÞÓ HELDUR, það er þó alla vega hægt að baka brauð en verra mál með grænmetið. Hér er haustveður, hiti og rigning og þjóðin í algjöru þunglyndiskasti. Love you, anna kr.
Hæ hæ
Vaknaði í morgun í svitabaði eftir hryllilega martöð, þar sem Dominique (eða hvað sem hún heitir) var komin í heimsókn til Íslands og heimtaði að fá að gista hjá mér. Mér var ekki skemmt.
Sakna ykkar! Sjáumst fyrr en ykkur grunar :)
Kveðja
Hótelerfinginn
Post a Comment
<< Home