Saturday, February 18, 2006

Hæ essgunar

Hér sit ég í miðju 50 brúðkaup og með 12 manna ráðstefnu í gangi á sama tíma og er bara sali rólegur, enda er allt að ganga vel upp. Við erum búin að vera á haus hérna. Brjálað að gera. Meira að segja bæði Ami (viðgerðarmaðurinn) og Jacko (garðyrkjumaðurinn) eru á vakt líka og eru búnir að vera á hlaupum í allan morgun. Þurftum að fá lánaða stóla og diska á Pósthúsinu (samkeppnisaðili okkar) og borð hjá Marise. Þetta er búið að vera gersamlega brjálað, en núna er maturinn kominn út, Ráðstefna búin að fá sitt og allt er að ganga upp.

Tónleikarnir í gær voru einir þeir fjölmennustu sem við höfum haft hérna. Það var setið á hverjum einasta stól og við hvert einasta borð. Það er gaman þegar mikið er að gera, en ég er nú orðinn soldið þreyttur. Svo var líka mikið að gera í dinner í gærkvöldi. Staffið er orðið soldið þreytt líka enda eru þau að vinna tvöfaldar vaktir og það tekur toll. Þau eru nú samt að standa sig eins og hetjur og ég er mjög stoltur af þeim. Þau eru líka dugleg að passa upp á mig, sem betur fer, vegna þess að ég er nú ekki nógu duglegur sjálfur. Gleymdi að borða kvöldmat í gærkveldi og fattaði það ekki fyrr en ég fór að sofa, þreyttur eftir langan dag og seint kvöld. Ráðstefnugestirnir voru duglegir á barnum.

Erum vel bókaðir í kvöld þannig að það má búast við því að þetta verði annasamt kvöld, aftur. Svo er klikkað hérna í hádeginu líka á morgun. Erum með ráðstefnuna og tvö partý á sama tíma. Maður einhvern vegin venst þessu bara og eldhúsið hefur batnað þvílíkt og eru farin að höndla svona stóra hópa án þess að vera að kvarta eða fara í fílu.

Jæja, essgunar, ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, enda vissara að vera á vaktinni.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan mín! Var að tala við þinn heittelskaða eiginmann. Gott að heyra í honum aftur. Fer og hitti hann á Jommunni á fimmtudaginn í hádeginu,get ekki látið hann vera hér og fara svo án þess ég sjái hann! Það er gott að það skuli allt ganga svona vel núna og allir hjálpist að. En passaðu þig nú að gleyma ekki að borða mikið oftar og hvíldu þig vel þegar færi gefst. Kossar og mörg knús frá Önnu Kristine.

2:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

Heil og sæl Öll sömul!
Vildi bara senda kveðju frá Hvanneyri. Það virðist vera brjálað að gera hjá ykkur en það hljómar eins og það gangi bara ljómandi vel. Hér á Hvanneyri er fallegt bjart veður í dag 5 stiga hiti, allir í Júróvisionskapi fyrir keppnina í kvöld. Ég er að hamast við að vera dugleg að skrifa BS ritgerðina mína svo ég geti slappað af í kvöld með gestum.
PS. hvernig gengur reykbindindið?
Bestu kveðjur frá Hvanneyri og gangi ykkur vel.
Guðrún Bjarnadóttir

2:44 pm  

Post a Comment

<< Home