Tuesday, April 18, 2006

Össur á forsíðu

Hér er allt búið að vera á haus. Brjálað að gera og við tókum eftir því að það var ekki allt skrifað af mat og drykkjum sem gestir voru að fá. Ekki nóg með það, heldur tókum við eftir einkennilegri hegðu hjá Mirchel. Hún var að fara inn á móttöku lon og don og þegar maður kom inn á skrifstofuna þá flýtti hún sér alltaf að gera það sem hún var að gera. Lítur út fyrir að hún hafi verið að stela líka. Við erum búnir að vera á fullu að fara yfir pantanir og bera saman við reikninga og það er fátt að stemma. Virðist vera sem þjónarnir hreinlegi gleymi að skrifa upp hvað gestirnir eru að fá og það er happ og glapp hvort við fáum borgað fyrir allt sem þeir fá. Bói er búinn að vera með fundar herferð með þjónunum og það er komið nýtt kerfi sem vonandi virkar betur. Þetta er eilíft mál, peningar og starfsfólk, djísus kræst.

Hér komst Össur á forsíðu blaðanna á laugardaginn. Það var marathon hérna og það var einn á tveimur gervifótum sem vann það. Einhver breti, á tveim fótum frá Össuri og í bol merktum Össuri líka. Var soldið stoltur! Svo hringdi í mig maður sem er á gervifæti sem ég gaf honum þegar ég vann hjá Össuri, og hafði verið að hlaupa líka, en sagði að þessi breti hefði hreinlega slátrað honum og að hann væri hættur að hlaupa. Hann ætlaði að koma við hjá okkur en gat það því miður ekki. Alltaf gaman að heyra í þessu fólki sem maður var að styrkja og gera fætur fyrir þegar ég vann hjá Össuri. Sumir eru enn í sambandi við mig og mér finnst alltaf vænt um það.

Hér hefur annars allt gengið vel um helgina. Ég er búinn að vera meira og minna inn í eldhúsi alla helgina og Bói að sinna gestunum. Erum soldið lúnir en ekkert alvarlegt. Kokkarnir náðu að eyðileggja sósuhitarann um helgina. Ef það er hægt að skemma það, þá gera þau það...... Vatnið kláraðist í honum og hitarinn brann yfir. Ætli það hafi ekki verið svipað með djúpsteikingarpottinn. Þvottavélina og sjónvarpið sem hefur allt brunnið yfir...... æji, þetta er ekki alltaf gaman. Hér er Mörpís lögmálið í fullu gildi.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er núm meira stríðið með þetta starfsfólk ykkar. Hafið þið frétt eitthvað meira frá "gull-trantinum"
Ég skrapp heim í Eyjar um páskana og hafði það virkilega gott. Misbauð mínum gamla kroppi í ofnotkun á mat og drykk.
Gleðilegt sumar, strákar mínir.
Kveðja
Systir Sigurjón

4:51 pm  

Post a Comment

<< Home