Bóa blogg
VETUR-DRULLA OG RIGNING
Loksins, loksins er kominn “vetur”, snjór í fjöllum í gær og í dag , bara eins og heima í október. Allir arinneldarnir á og kós, kós. Þetta á nú betur við mig en h...... sumarhitinn hér sem ætlar allt að kæfa. Við erum að sigla inn í rólegri “síson” en erum samt með ágætis fyrirfram bókanir og veislur. Ressinn er hægt og bítandi að vinna sig upp, það sjáum við á veltunni og bókunum þar. Held m.a.s. að hann sé að standa undir sér án aðstoðar frá herbergjum !
Heilsa beggja er búinn að vera asskoti léleg síðustu 6 vikur, drulla og hiti ásamt slappleika og flökurleika hefur gert okkur lífið leitt. Loksins dreif Villi sig til læknis (fyrir okkur báða að sjálfsögðu, ekki fer ég ótilneyddur...) og fékk einhver súperlyf við þessu. Í fáum orðum sagt töflur sem hann lét mig taka, horfði athugull á mig gleypa 4 stórar töflur og sagði svo; “ Þú verður fárveikur ef þú drekkur áfengi með þessum lyfjum!”. Þetta er 14 daga kúr og núna eru 6 dagar liðnir án Smirru vinkonu minnar og 8 þar til ég hitti hana aftur.Þetta hefur í raun verið hið minnsta mál, spurning hvort henni verði boðið á hótelið aftur ? Heilsan er öll orðin eins og hún ætti að vera svo allt er nú gott um það að segja.
Það er búið að vera annríki hér í hádegismat undanfarið. BMW í S-Afríku er búið að vera að kynna nyjasta Bimmajeppan og valdi okkur til að kokka ofan í hátt í 100 S-Afríska blaðamenn sem var boðið að reynsluaka jeppana. Allt hefur gengið vel og þetta er ágætis kynning fyrir hótelið og Greyton.
Annars er bara tilhlökkun í brjósti fyrir veturinn hér, þetta er fallegasti tími ársins, fyrsta (af hundrað) páfuglablómið er opið, köllurnar í garðinum komnar í blóma og stjúpur bíða gróðursetningar í garðinum. Dónald, Deisý og Daffý eru hressar í bili, Dónald var reyndar með rosa stæla við Deisý á sunnudaginn var. Elti hana um allt, fjaðurreytti hana og reyndi að komast upp á hana. Hræðilegar nauðgunartilraunir beint fyrir framan nefið á okkur. Þetta endaði á að ég þurfti að hýsa Deisý í athvarfi fyir misnotaðar endur. Á mánudag var svo allt komið í fyrri horf, Dónald sá að sér og hefur látið hana í friði.
Jæja, nenni ekki meiru bloggi, Lof end líf jú., Guðmundur
Loksins, loksins er kominn “vetur”, snjór í fjöllum í gær og í dag , bara eins og heima í október. Allir arinneldarnir á og kós, kós. Þetta á nú betur við mig en h...... sumarhitinn hér sem ætlar allt að kæfa. Við erum að sigla inn í rólegri “síson” en erum samt með ágætis fyrirfram bókanir og veislur. Ressinn er hægt og bítandi að vinna sig upp, það sjáum við á veltunni og bókunum þar. Held m.a.s. að hann sé að standa undir sér án aðstoðar frá herbergjum !
Heilsa beggja er búinn að vera asskoti léleg síðustu 6 vikur, drulla og hiti ásamt slappleika og flökurleika hefur gert okkur lífið leitt. Loksins dreif Villi sig til læknis (fyrir okkur báða að sjálfsögðu, ekki fer ég ótilneyddur...) og fékk einhver súperlyf við þessu. Í fáum orðum sagt töflur sem hann lét mig taka, horfði athugull á mig gleypa 4 stórar töflur og sagði svo; “ Þú verður fárveikur ef þú drekkur áfengi með þessum lyfjum!”. Þetta er 14 daga kúr og núna eru 6 dagar liðnir án Smirru vinkonu minnar og 8 þar til ég hitti hana aftur.Þetta hefur í raun verið hið minnsta mál, spurning hvort henni verði boðið á hótelið aftur ? Heilsan er öll orðin eins og hún ætti að vera svo allt er nú gott um það að segja.
Það er búið að vera annríki hér í hádegismat undanfarið. BMW í S-Afríku er búið að vera að kynna nyjasta Bimmajeppan og valdi okkur til að kokka ofan í hátt í 100 S-Afríska blaðamenn sem var boðið að reynsluaka jeppana. Allt hefur gengið vel og þetta er ágætis kynning fyrir hótelið og Greyton.
Annars er bara tilhlökkun í brjósti fyrir veturinn hér, þetta er fallegasti tími ársins, fyrsta (af hundrað) páfuglablómið er opið, köllurnar í garðinum komnar í blóma og stjúpur bíða gróðursetningar í garðinum. Dónald, Deisý og Daffý eru hressar í bili, Dónald var reyndar með rosa stæla við Deisý á sunnudaginn var. Elti hana um allt, fjaðurreytti hana og reyndi að komast upp á hana. Hræðilegar nauðgunartilraunir beint fyrir framan nefið á okkur. Þetta endaði á að ég þurfti að hýsa Deisý í athvarfi fyir misnotaðar endur. Á mánudag var svo allt komið í fyrri horf, Dónald sá að sér og hefur látið hana í friði.
Jæja, nenni ekki meiru bloggi, Lof end líf jú., Guðmundur
2 Comments:
Æðislegt að þú skulir blogga loksins Guðmundur minn. Hér á Fróni hefur líka snjóað þó það eigi að heita sumar. En þó verið svo sólríkt að Ingimar er orðinn kaffibrúnn í nýju útivinnunni sinni. Mér bregður í hvert sinn sem ég sé hann algerlega nýtt look. Held hann hafi síðast verið svona brúnn áður en hann kom á gelgjuna. Annars allt gott að frétta af okkur. Já og Villi Gaukshreiðrið er í höfn svo bara drífa sig heim fyrir nóvember :-)
Ástarkveðjur kiss og knús af Sléttó
Hæ elskur, gaman á fá Bóa blogg, ég var nú aðeins að velta fyrir mér hvort lækningin stafar af stóru pillunum eða Smirruleysi, en það er nokkuð ljóst að það kemur þá í ljós, ef hún fær að vera með eftir dagana 8....hmmmm.....Segðu mér Guðmundur afhverju sé ég þig alltaf fyrir mér í bleikum fötum, annaðhvort í fallega bleikri skyrtu, reyndar ekki oft í bleikum buxum... sem betur fer...það er allaveganna bjart yfir þér darling í huga mínum... sé þig fyrir mér innan um köllurnar, og streletziuna úha....en ég á eina 28 túlipana í garðinum mínum flotta, hávaxna og stæðilega sem eru að bíða eftir að springa út...svo á ég fullt af páskaliljum, reyndar hvítum, ég sem hélt að ég hefði náð að rífa allt upp á síðasta ári, en þessi blóm hafa aldrei verið mitt uppáhald, frekar en guli liturinn, ég held að Þráinn hafi hent niður páskaliljulaukum hingað og þangað um garðinn mér til skemmtunar... jæja, ætla að fara að vinna aðeins....farið vel með ykku, ástarkveðja Hafdís
Post a Comment
<< Home