Tuesday, May 29, 2007

Lyfjalaus

Daisy er allt önnur núna eftir að hún kom úr meðferð. Dónald lætur hana alveg í friði núorðið. Höfðum miklar áhyggjur enda var hann alveg vitlaus af greddu útí hana. Charlene er hætt, sem betur fer. Búið að vera svo slæmt í kringum hana með allt hennar slúður sem hefur haft slæm áhrif á móralinn.

Við erum loksins búnir með lyfjakúrinn. 10 dagar án Smirru. Bói sagði að þetta væri lengsta sem hann hefði verið án hennar síðan hann varð fullorðinn (ef hann er þá orðinn það). Ég er líka búinn að vera að trappa niður gleðitöflurnar í langan tíma og er loksins orðinn alveg lyfjalaus. Þvílíkur léttir! Hafði miklar áhyggjur af því að fara á þessi lyf, en, þau hjálpuðu þegar ég þurfti á þem að halda. Alla vegna er ég ekki á neinu núna nema vítamínum og mér líður bara mjög vel. Erum að fara til De Rust á eftir að hitta Volga í 3 daga. Kominn tími á smá frí. Anna kemur til með að flytja inn í herbergið okkar með fjölskylduna sína og sjá um reksturinn á meðan

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já gott að vera í fríi frá Smirnu og farið þið nú ekki að halda við hana aftur ég held að það sé ekki gott viðhald betra að vera laus við þetta sull

6:03 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Ja ég segi bara HAPPY SKVETT !!!!

11:29 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elskurnar, held að allir hér á fróni, sem vilja halda gleði sinni og virðingu við alkohólið séu í sæluvímu yfir því að þið séuð að draga úr ykkar drykkju. Höfum verið logandi hrædd um að ekkert verði gaman að fá sér með ykkur í glas þar sem þið orðinir gegnsósa og allt of lítið gaman.
njótið ykkar

11:35 am  
Anonymous Anonymous said...

Lífsmark úr Þingholtunum! gott að geta kíkt á bloggið og séð að þið eruð lifandi, bæði ofan jarðar og séuð á leið í frí. Þið hafið fengið allar fréttir af sumarsnjónum sé ég af kommentunum, en nú er að koma sumar, svei mér þá. 16 stiga hiti. Getur nú ekki orðið betra í maílok. Sambúðin með þeim hvíta gengur vel. Hann týndist um daginn og leitarflokkurinn sem fór af stað var stærri en gerist og gengur í leit að sumu fólki. Fannst eftir næstum þrjá sólarhringa, læstur í snobbskúr með snobbhúsgögnum, nær dauða en lífi af innilokunarkennd. Nú eru það bara rækjur, harðfiskur og dekur endalaust. Er bara farin að verða ansi góð í að syngja, honum finnst frekar gaman þegar sungið er fyrir hann. Magga Pálma er að koma á eftir- ábyggilega með tilboð til mín um að koma í kórinn. Annars allt við það sama, engir fagrir á ferli. Knús og kossar frá fyrrverandi ástsælustu útvarpskonunni sem fór yfirum á aðventunni 99.

1:54 pm  
Anonymous Anonymous said...

Engin lyf og ekkert bús
er það ekki gaman.
Bara kossar og mikið knús
er þið sofið samann.

5:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

AFRIKA..I know you.
You were the country I adored and it was MOROCCAN lifestyle and foods that made me crave you.
AFRIKA...that's the one I knew.
But FRADO and ALEX CRIP, you know an AFRIKA I never dreamed of or wanted or tried to destroy ....hurting their children ?
Their mothers?
Their daughters?
Their tribes?
And what made you think that you could get away with it knowing that too
many people do care if they had known just even half of it?
Because now, what you have all done to these poor ,desperate countries, will be shown world- wide .
You never thought of that , did you?
A movie?
And you are the MONSTARS?
So how smart is DUKE- YALE - CORNELL?
RELLY?
GRACESCH?
EXPED?
HOSYMCA ?
You are all on fire now.
" Kiss it goodbye".

3:57 am  

Post a Comment

<< Home