Sunday, November 25, 2007

Eftir flóðið

Ja hérna, segi nú ekki meir. Þvílík törn og þvílíkt flóð. 1500 manns hefur verið bjargað hérna með þyrlum, bátum og jeppum og 2 drukknuðu. Nokkur hús meira að segja í Greyton. Greyton komst á forsíðuna í einu stærsta dagblaðinum hérna, með mynd að konu sem var bjargað af þaki í húsi sem er ekki nema ca 500-600 metra frá mér. Húsið hennar er horfið. Sem betur fer skemmdist ekkert hérna. Komu upp lekar í nokkrum herbergjum, en ekkert varanlegt tjón.

Var með ráðstefnu allan þenna tíma og um tíma þegar við höfðum ekkert rafmagn, engan síma og ekkert vatn voru þau að husa um að fara. Ég talaði þau inn á að sjá til aðeins, bíða fram að kaffi, bíða fram að hádegismat og þegar síminn og rafmagnið kom ákváðu þau að vera áfram. Fengum vatn úr tankbíl sem keyrði hérna um göturnar. Vatnið kom svo á daginn eftir og ég hef aldrei séð ógeðslegra vatn. Það var dekkra en Kóka Kóla og leðja sem fylgdi því mjög sýnileg. Þurftum að taka allar sýjur úr sambandi vegna þess að leðjan bara stíflaði allt. Þurfti að loka báðum salernunum í veitingasalnum vegna þess að rotþróin er full og það bara flæðir upp um klósettin. Erum með eitt salernig á barnum sem virkar þegar það er nægilegur þrýstingur á vatninu sem er ekki alltaf. Setti inn nokkrar fötur með vatni ssvo fólk getur skolað niður og fyllti nokkrar tómar vínflöskur með vatni sem fólk getur notað til þess að þvo sér.

Þetta er ekki búið að vera gaman og ég hef verið að fara yfirum á taugum og svefnleysi út af þessu öllu saman. Gvöð hvað ég var fegin þegar ráðstefnugestirnir fóru seinni partinn á föstudaginn. Hringdi í alla gesti sem voru með bókað herbergi hjá okkur og útskýrði hvernig ástandið var. Flestir afbókuðu þannig að þetta varð róleg helgi í gistingu. Það var slatti að gera á ressanum sem er gott. Alla vegna einhver innkoma og ekki bara endurgreiðslur vegna afbókana.

Fór og tékkaði á Noelle og Jenny. Það er stór á fyrir aftan húsið hennar Noelle sem hefur oft flætt yfir. Sem betur fer var allt í lagi hjá henni. Jenny þurfti að keyra á jeppanum sínum (í fysta sinn í fjórhjóladrifi á fjórum árum) 20 centimetra djúp vatn sem lá yfir öllu hjá henni. Var skíthrædd en allt í lagi hjá henni. Fór svo og tékkaði á Marise og Neil. Þau höfðu misst stóran hluta af lóðinni sinni útaf á sem varð allt í einu að fljóti. 25 metra breið og 4-5 metrar djúp ef ekki meir. Það var svakalegt að sjá, en sem betur fer skemmdist ekkert hjá þeim.

Ég hef annars bara verið duglegur að hvíla mig og reyna að ná svefni, sem var ekki mikill meðan þetta allt saman gekk á. Það er allt orðið nokkurn vegin normal aftur fyrir utan kóka kóla vatnið með leðjunni og alltof litlum þrýsting á vatninu. Þarf ennþá að hafa fötur af vatni inn á salerninu. Myrtle hefur ekki geta þvegið neitt vegna þess að línið kemur óhreinna úr þvottavélinni en það var áður en það fór í vélina. Hún er núna byrjuð að handþvo allt. Mjög tímafrekt, en eina leiðin til að ná öllu hreinu. Blessunin! Sagði mér í dag að hún gæti ekki tekið frídag þessa vikuna vegna þess að hún þyrfti að þvo línið sem er í hrúgum upp í þvottahúsi. Hér hafa allir unnið yfirvinnu og sumir hafa ekki fengið einn einasta frídag alla vikuna út af ráðstefnunni og svo flóðunum. Staffið er búið að vera algert æði. Þau hafa staðið sem klettur á bakvið mig og stutt mig eins mikið og þau hafa mögulega getað. Er stoltur af þeim......

2 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

OMG gott að ekki er neitt varanlegt tjón. Dáist að Myrtle kysstu hana frá mér. Hræðilegt að heyra með lóðina hjá Maurice og Niel hún var svo flott. En gott að ekki var manntjón. Gaman væri ef þú hefur slóðir á staðarblöð, að setja þær inn.
Hér er allt að komast í jólastuð, frost og hálka en varla snjór. Seríurnar komnar upp og ísskápurinn fullur af Mandarínum.

11:04 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Villi. Þú munt aldrei geta ímyndað þér hvað mér þótti vænt um símtölin frá þér í dag. Fólk sem stendur mér nærri lætur ekki í sér heyra en þú, já þú, alla leið í Suður Afríku hringir til að segja mér frá væntumþykju þinni og áhyggjum. Þú ert einstök manneskja, sannkölluð perla og ég er rík að eiga þig að vini. Nú er að safna milljóninni og batna! Elska þig elsku Villi minn, tryggðartröll og samkvæmur sjálfum þér. Farðu vel með þig elskan mín. Mjög fast knús og óvana margir kossar að þessu sinni frá Önnu Kristine.

12:43 am  

Post a Comment

<< Home