Saturday, January 22, 2005

Öðruvísi dagar

Hæ kæru vinir

Búnir ad vera öðruvísi dagar hérna undanfarið og því miður ekki verið neinn tími til að blogga. Sit núna á nýju skrifstofunni okkar. Já loksins kominn með almennilega skrifstofu og þvílíkur munur frá því að hýrast í litlu loflausu kompunni og eins að geta tryggt að engu sé stolið frá manni. Og takk Palli fyrir nýju (gömlu) tölvuna. Þetta gengur miklu hraðar núna.

Sótti Jóhönnu og Gússý á þriðjudaginn og svo sóttum við Rögnu á miðvikudaginn. Það voru rólegir dagar hérna á hótelinu. Næstum því bara steindautt. Skólarnir voru að byrja aftur eftir jóla og nýarsleyfi og það er víst allt dautt þá í veitingabusinessinum.

Vorum með tónleika í gær sem voru líklega þeir best sóttu ever. Allt gekk vel upp og engin meiri háttar vandamál. Við tryggðum að Frú Gulltönn kæmist ekki nálægt neinum peningum eða reikningum. Það var nefnilega stolið 200 rand af gömlu skrifstofunni og það er enginn sem hefði getað gert það nema hún. Búinn að fá nóg af þessum þjófnaði hennar. Því miður höfum við ekki getað staðið hana að verki og því ekki margt sem við getum gert núna, nema bara að sjá til þess að hún komi ekki nálægt peningum.

Ruben hætti á mánudaginn. Hann sem var búinn að vera besti þjóninn okkar. Hann labbaði út eftir að hafa hreitt skít í Frú Gulltönn og einhverjum dónaskap í frú Gleði. Ég segji nú bara farið hefur fé betra. Nenni ekki að hafa starfsfólk með attitude lengur. Jæja, þarf kannski að þola það aðeins lengur. Lenkie er nefnilega mætt aftur. Það var þjóninn sem labbaði út vegna þess að hún vildi ekki þrífa eða taka til þegar ekkert var að gera. Vil losna líka við hana og líklegum biðjum við hana bara að taka pokann sinn á eftir. Hún var leiðinleg í gær og lítur ekki betur út í dag. Svona er þetta bara. Jóhanna og Gússý stóðu sig mjög vel í gær á barnum og það léttir nú heilmiklum áhyggjum af okkur

Já, gleymdi að segja að Loahna var veik á miðvikudaginn þannig að ég þurfti að elda. Sem betur fer, voru engir gestir nema víkingarnir. Þeim var ekki boðið upp á a´la cart menu, heldur bara lamb eins og gert er á íslandi með sykurbrúnuðum kartöflum, nammi, namm.

Ellen frænka var svo kokkur á fimmtudaginn. Mætti í nýjum uniform og var mjög stolt og ákveðin í því að þetta myndi nú allt ganga vel. Búin að vera að spyrja Karen og Louhnu endalaust út i allt mögulegt varðandi mat og tilbúin til að taka stjórn. Hún bar Frú Gleði um að tala við mig og segja mér að vera ekki inn í eldhúsinu allt kvöldið. Hún gæti reddað þessu sjálf. Sem hún og gerði. Ég fór bara inn nokkrum sinnum til að fylgjast með því að allt væri nú að ganga og réttirnir væru réttir o.s.frv. Engar kvartanir af minni hálfu. Hún stóð sig vel og er öll að koma til.

Búið að vera gott að fá Jóhönnu og vinkonu hennar, Gússý (Guðrún Halla), ásamt Rögnu. Loksins fannst okkur Bóa við geta talað við almennilegt fólk og venjuleg málefni. Dásamlegt

Núna erum við bara að reyna eins og við getum að setja þær inn í hlutina svo þær geti tekið við veitingastaðnum. Vonandi getum við svo farið í smá frí með Rögnu í næstu viku. Erum að spá í að fara upp til Barrydale.

Bói bjó til nýja tjörn hérna í gær með gullfiskum. Marise var nú ekki ánægð með að hann skyldi gera hana án þess að hanna hana fyrst og bla, bla, bla. Bóa finnst hún einum og stjórnsöm og var ákveðinn í því að gera þetta bara sjálfur með Ami og Harold. Hún er öll að koma til tjörnin og á ábyggilega eftir að verða mjög falleg.

Er búinn að sitja hér inn á nýju skrifstofunni minni í allan gærdag að setja upp tölvuna og svo í allan dag með endurskoðandum okkar sem kom í morgun og setti upp bókhaldskerfi fyrir okkur. Já núna er maður orðinn bókari líka. Endalaust bætast nú titlarnir á okkur.

Lofa að verða aðeins duglegri að blogga núna þegar ég er kominn með nýja tölvu og nýja almennilega þjófahelda skrifstofu.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jæja elsku Villi minn, það er nú ,,léttara" í þér hljóðið á blogginu í dag. Hvað er með þetta fólk? Gengur það bara út úr vinnu si svona með engum fyrirvara? Greinilega ekki með áhyggjur af atvinnuleysi.Hér gengur allt sinn vanagang, en meira að segja klakinn virðist ætla að hverfa, enda spáð hér hita frá og með mánudeginum. Já, já, það var bara verið að testa okkur með þessum endalausa kulda, snjó og hálkublettum og eftir viku sitjum við örugglega öll undir sólhlífum með kokteila í höndum og þurfum að nota kínverska blævængi til að kæla okkur!! Bíddu bara. Vonandi komist þið í fríið með Rögnu, ekki veitir ykkur nú af. Frétti að skipstjóri sem Bói þekkir úr Hólminum býr í Cape Town - Hlöðver. Var hér um jólin, fór út í gær. Búinn að vera þarna í einhver ár. Og vinkona Lízellu í Port Elizabeth, þannig að ég sé ekki annað en að Íslendingar séu að ná yfirráðum í S-Afríku. Kossar og knús til ykkar beggja, Anna Kristine.

6:05 pm  
Anonymous Anonymous said...

halo strakar minir, kvedja fra kanari, full og fin a leid heim a hotel, fundum internet cafe a leidinni, og audvitad vard eg at vita hvernig sapuoperan min gengi, astarkvedjur fra mer og joa, sol og hiti,
rett hja ykkur eda thannig, nalegt strond afriku.
hafdis

11:33 pm  

Post a Comment

<< Home