Rólegheit
Hér hefur verið mjög rólegt eftir annasama páskatörn. Stelpurnar fóru með Hrefnu og Gerði til Cape Town og gistu þar eina nótt. Fóru upp á Table Mountain, Waterfront og fleira. Var víst mjög gaman hjá þeim. Stelpurnar fóru svo aftur í frí um leið og þær komu tilbaka með hrefnu og Gerði. Þetta er ungt og leikur sér.
Við fórum svo með Hófý í smá frí í gær. Fórum til Hermanus, aðeins að versla og svo á ströndina. Hittum Jenny og Noelle þar. Þær voru í tárum vegna þess að það hafði þurft að láta svæfa Rupert, hundinn hennar Jenny. Hann var víst kominn með mjög slæman krabba í munninn og því þurfti að láta svæfa hann. Við vorum alla vegna í líkvökunni með þeim og náðum að hressa þær aðeins við. Fórum svo á ströndina eftir að hafa fengið okkur mat. Sofnuðum þar öll. Yndisleg afslöppun og gott að komast aðeins í burtu með Hófý. höfum ekki haft tækifæri til að fara neitt með henni þar sem stelpurnar hafa meira og minna verið í fríi síðan Hófý kom.
Við versluðum hamborgahrygg kótelettur sem við ætlum að bjóða upp á í kvöld eftir tónleikana með rauðkáli. nammi namm. Vorum við Íslenskar kjötbollur seinasta föstudag, uppskrift frá mömmu hans Bóa. Takk Lillian, þær slógu í gegn.
Vorum svo með Hrefni og Gerði í mat í gærkvöldi. Gátum því miður ekki boðið þeim heim í mat eins og við ætluðum. Elduðum þess vegna hér á hótelinu og vorum með lambakótellettur a´la Nigela Lawson. Geggjaðar. Fituhreinsið þær og veltið upp úr eggjum sem er búið að spica upp með miklum pipar og salti. Veltið síðan upp úr 60% raspi og 40% parmasan osti og steikið á pönnu. Setjið ca 1 cm af olíu á pönnuna og hitið vel. Setjið síðan kótelletturnar á pönnunna og snöggsteikið. Olían á næstum því að flæða yfir þær. Þarf ekki að steikja meira en rúma mínútu á hvorri hlið. Þær eru þær stökkar að utan og hálfbleikar að innan. Þetta er geggjað gott.
Núna erum við að fara að undirbúa tónleikana í kvöld. Reiknum með slatta af fólki, vegna þess að núna er gula fíflið byrjað að skína aftur eftir þessi óveður sem hafa gengið yfir hérna.
Magnús Jóhansson, vinur í Noregi átti afmæli í gær. Til hamingju Maggi.
Við fórum svo með Hófý í smá frí í gær. Fórum til Hermanus, aðeins að versla og svo á ströndina. Hittum Jenny og Noelle þar. Þær voru í tárum vegna þess að það hafði þurft að láta svæfa Rupert, hundinn hennar Jenny. Hann var víst kominn með mjög slæman krabba í munninn og því þurfti að láta svæfa hann. Við vorum alla vegna í líkvökunni með þeim og náðum að hressa þær aðeins við. Fórum svo á ströndina eftir að hafa fengið okkur mat. Sofnuðum þar öll. Yndisleg afslöppun og gott að komast aðeins í burtu með Hófý. höfum ekki haft tækifæri til að fara neitt með henni þar sem stelpurnar hafa meira og minna verið í fríi síðan Hófý kom.
Við versluðum hamborgahrygg kótelettur sem við ætlum að bjóða upp á í kvöld eftir tónleikana með rauðkáli. nammi namm. Vorum við Íslenskar kjötbollur seinasta föstudag, uppskrift frá mömmu hans Bóa. Takk Lillian, þær slógu í gegn.
Vorum svo með Hrefni og Gerði í mat í gærkvöldi. Gátum því miður ekki boðið þeim heim í mat eins og við ætluðum. Elduðum þess vegna hér á hótelinu og vorum með lambakótellettur a´la Nigela Lawson. Geggjaðar. Fituhreinsið þær og veltið upp úr eggjum sem er búið að spica upp með miklum pipar og salti. Veltið síðan upp úr 60% raspi og 40% parmasan osti og steikið á pönnu. Setjið ca 1 cm af olíu á pönnuna og hitið vel. Setjið síðan kótelletturnar á pönnunna og snöggsteikið. Olían á næstum því að flæða yfir þær. Þarf ekki að steikja meira en rúma mínútu á hvorri hlið. Þær eru þær stökkar að utan og hálfbleikar að innan. Þetta er geggjað gott.
Núna erum við að fara að undirbúa tónleikana í kvöld. Reiknum með slatta af fólki, vegna þess að núna er gula fíflið byrjað að skína aftur eftir þessi óveður sem hafa gengið yfir hérna.
Magnús Jóhansson, vinur í Noregi átti afmæli í gær. Til hamingju Maggi.
2 Comments:
Takk fyrir að muna eftir afmælisdeginum mínum!!! Annars var ég að spá, hvort þið væruð með heimsendingaþjónustu á mat. Vona að þið hafið það gott inn á milli, og ég verð að segja að bloggið þitt er bara snilld og við Birna sendum ykkur bestu kveðjur. maggi
Maggi minn. Þú og Birna og eruð ávallt velkomin hingað. Sendum ekki mat en getum bókað borð fyrir ykkur. Ekki málið!
Post a Comment
<< Home