Friday, April 15, 2005

Rólegheit

Hér hefur verið mjög rólegt eftir annasama páskatörn. Stelpurnar fóru með Hrefnu og Gerði til Cape Town og gistu þar eina nótt. Fóru upp á Table Mountain, Waterfront og fleira. Var víst mjög gaman hjá þeim. Stelpurnar fóru svo aftur í frí um leið og þær komu tilbaka með hrefnu og Gerði. Þetta er ungt og leikur sér.

Við fórum svo með Hófý í smá frí í gær. Fórum til Hermanus, aðeins að versla og svo á ströndina. Hittum Jenny og Noelle þar. Þær voru í tárum vegna þess að það hafði þurft að láta svæfa Rupert, hundinn hennar Jenny. Hann var víst kominn með mjög slæman krabba í munninn og því þurfti að láta svæfa hann. Við vorum alla vegna í líkvökunni með þeim og náðum að hressa þær aðeins við. Fórum svo á ströndina eftir að hafa fengið okkur mat. Sofnuðum þar öll. Yndisleg afslöppun og gott að komast aðeins í burtu með Hófý. höfum ekki haft tækifæri til að fara neitt með henni þar sem stelpurnar hafa meira og minna verið í fríi síðan Hófý kom.

Við versluðum hamborgahrygg kótelettur sem við ætlum að bjóða upp á í kvöld eftir tónleikana með rauðkáli. nammi namm. Vorum við Íslenskar kjötbollur seinasta föstudag, uppskrift frá mömmu hans Bóa. Takk Lillian, þær slógu í gegn.

Vorum svo með Hrefni og Gerði í mat í gærkvöldi. Gátum því miður ekki boðið þeim heim í mat eins og við ætluðum. Elduðum þess vegna hér á hótelinu og vorum með lambakótellettur a´la Nigela Lawson. Geggjaðar. Fituhreinsið þær og veltið upp úr eggjum sem er búið að spica upp með miklum pipar og salti. Veltið síðan upp úr 60% raspi og 40% parmasan osti og steikið á pönnu. Setjið ca 1 cm af olíu á pönnuna og hitið vel. Setjið síðan kótelletturnar á pönnunna og snöggsteikið. Olían á næstum því að flæða yfir þær. Þarf ekki að steikja meira en rúma mínútu á hvorri hlið. Þær eru þær stökkar að utan og hálfbleikar að innan. Þetta er geggjað gott.

Núna erum við að fara að undirbúa tónleikana í kvöld. Reiknum með slatta af fólki, vegna þess að núna er gula fíflið byrjað að skína aftur eftir þessi óveður sem hafa gengið yfir hérna.

Magnús Jóhansson, vinur í Noregi átti afmæli í gær. Til hamingju Maggi.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir að muna eftir afmælisdeginum mínum!!! Annars var ég að spá, hvort þið væruð með heimsendingaþjónustu á mat. Vona að þið hafið það gott inn á milli, og ég verð að segja að bloggið þitt er bara snilld og við Birna sendum ykkur bestu kveðjur. maggi

7:42 am  
Blogger SOS.SA said...

Maggi minn. Þú og Birna og eruð ávallt velkomin hingað. Sendum ekki mat en getum bókað borð fyrir ykkur. Ekki málið!

4:16 pm  

Post a Comment

<< Home