Monday, April 18, 2005

Hæ hæ

Brandy kvöldið gekk svona brilliant vel. 32 í mat. Ekki slæmt og brandýið flóði og var svo gott. Þá loksins maður fékk að smakka, seint og síðar meir.

Heyrðum frá Lauren Flanegan um daginn. Hún gisti hjá okkur á Tower í fyrra og af því að hún var með svo þungan farangur og Bói treysti sér ekki til að bera hann allan upp á fjórðu hæð og ákvað að geyma hluta af honum í kjallaranum. Hún alla vegna bauð okkur í drykki, sem endaði reyndar upp á svölum á 4 hæð á Grettó. Horfðum á norðurljósin fram eftir nóttu og áttum yndislegt kvöld með henni og vinkonu hennar sem ég man ekki hvað heitir. E.t.v. of margir drykkir, hvað veit ég? Við alla vegna spurðum hana þarna um nóttina hvort hún vissi hver Julia Styles væri og hvort hún væri fræg. Hún hélt það nú og vildi vita hvers vegna við værum að spyrja. Sagði meira að segja að hún væri ríkari og frægari en hún. Við sögðum henni að Julia gisti hjá okkur í íbúðinni fyrir neðan hana. Þá sagðist hún nú vera fræg líka, óperusöngkona frá USA. Fór og náði í tölvuna og sló henni upp á internetinu. Upp komu ca 300 síðurr með hennar nafni. Sem sagt talsvert fræg og ekkert smá skemmtileg. Hún alla vegna fékk addressuna okkar hérna og lofaði að vera í sambandi.

Lengi beið og ekkert heyrðist. Loksins fyrir 3 vikum heyrðist frá henni. Hún var þá að syngja fyrir óperuna í Cape Town í Nabucco og bauð okkur að koma á sýningu, sem við náttúrlega þáðum. Spurðum svo bara rétt svona í framhjáhaldi hvort hún væri e.t.v. til í að koma til Greyton og syngja smá á tónleikum í garðinum hjá okkur. Ekki málið, kemur með píanistann sinn 29 þessa mánaðar og ætlar að syngja. 99% staðfest. Við ætlum alla vegna í óperuna að hlusta á hana á morgun (í hennar boði) með Hófý og vonandi getur hún þá staðfest þetta eina % sem vantar. Hlökkum mikið til. Stelpurnar eru reyndar enn í frí og hefur ekkert heyrst frá þeim, þrátt fyrir að þær lofuðu að hringja daglega. Jæja, við höfum svo sem ekkert hringt heldur í þær. Þetta er ungt og leikur sér. Louhna er á vakt annað kvöld svo að það verður nú ekki málið með elshúsið.

Já, Bói talaði við Skvísuna í dag. Hún ætlar að vera áfram, því miður. Sjáum til hvernig sú sápuópera gengur? Varð brjálaður út í hana í gær þegar hún bauð upp á rosemary sósu með engu Rosemary. Hellti mér yfir hana og fór síðan í ham upp á Park street og stal Rosemary runnanum sem var þar. Setti jurtina fyrir utan eldhúsið og bað hana að gjöra svo vel að nota hana.

Hrefna og Gerður fóru með Claes (nýja vininum þeirra!) til Worcester í Safari park. Ætla að vera þar yfir nótt. Vonum að þetta verði mjög skemmtilegt hjá þeim. Claes hefur verið alveg yndislegur að keyra þær um allt hérna.

Í kvöld ætlum við Hófý svo til Volga White í dinner og Bói kemur svo vonadi seinna þegar veitingastaðurinn okkar er að fara að loka. Lítur út fyrir að ætla að verða rólegt kvöld. Oh, já, í dag réðum við píanista til að spila live á mánudagskvöldum. Byrjar í kvold. Verst að ég og Hófý erum upptekin með Volgu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home