Kveðju boð Gússýar
Sit hérna á hótelinu, klukkan er að ganga átta. Ferdi er að spila á píanóið og David er að syngja. David er mikill stuðningsmaður okkar og kemur við hjá okkur næstum því daglega og hefur svo gaman að því að syngja að það er unun að heyra. Var að klára Eidelveis og er núna í einhverju gömlum slagörum. Kéllingin hans er reyndar hundleiðinleg snobbkélling sem kaupir alltaf ódýrasta vínið sem er á listanum. Þoli hana ekki. Hófý lenti í henni eitt kvöldið og það þurfti að redda henni frá kéllingunni. Þetta setur þvílíka stemmingu hjá gestunum okkar. Ekki að það séu nú margir gestir í kvöld, en það skiptir máli að þeim líði vel.
Fór með bílinn á verkstæðið hérna í Greyton í morgun. Bifvélavirkinn var ekki við, svo ég bara henti lyklunum inn og lagði bílnum og bað þá um að hafa samband. Hann var í Cape Town þannig að væntanlega heyri ég ekkert frá þeim fyrr en á morgun. Erum á bílnum hennar Joy og Gabríel þannig að það er allt í lagi.
Gússý var með kveðjuboð í dag fyrir starfsfólkið og bakaði í fimm tíma í gær afa pönnsur rúllaður upp með sykri. Féll í mj0g góðar jarðveg. Fröken Frekja sem var í fríi mætti meira að segja í sínu fínasta pússi ásamt Kahleenu sem er hætt að vinna hérna. Smjörlíki kom líka þrátt fyrir að hún væri í fríi í dag. Starfsfólkið hafði allt slegið saman í gjöf handa henni og gáfu henni pils og peysu. Svo höfðu þau líka skrifað mjög fallegt persónlegt kort til hennar. Gússý hefur eignast mikla vini og aðdáendur hérna hjá starfsfólki og reyndar okkur líka. Eigum eftir að sakna hennar þegar hún heldur heim á leið á morgun.
Það var enginn kokkur á vakt í morgun, þannig að ég var í eldhúsinu á fyrri vaktinni. Ekki að það væri svosem eitthvað að gera. Ég alla vegna gerði súpuna í dag sem ég er mjög stoltur af. “Cream of Vild Mushroom”. Ég fékk mér hana áðan þegar ég var búinn að spyrja Hilce-Ann hvaða súpa væri. Geggjuð, fór svo inn í eldhús og spurði Silvíu (kokk) hvort hún væri búin að smakka. Hún sagði þá að Bói hefði sagt að staffa maturinn sem ég gerði (bixie matur) hefði verið ógeðslegur. Hún trúði honum og vildi ekki smakka. Ég sagði henni að hann hefði verið að djóka. Staffið er svo oft óöruggt á því hvort Bói og Gleði séu að grínast eða ekki. Svo spurði hún hvort hún mætti smakka. Kokkur sem smakkar ekki á matnum er í slæmum málum. Þau eru samt greyjin svo óörugg eftir öll þessi mál sem hafa komið upp á að þau þora ekki að taka neitt sem ekki tilheyrir þeim. Skil það vel og virði. Sagði henn að smakka. Hún kom svo stuttu seinna til mín og sagði að þetta væri besta súpa sem hún hefði fengið á ævinni. Vermid hjartað mitt mikið.
Ég var reyndar orðinn svo úrvinda eftir kaffiboðið hennar Gússý að ég dreif mig heim eftit að hafa keyra gestina heim aftur. Glápti aðeins á sjónvarp og fór svo inn og lagði mig. Gat ekki sofnað. Ekkert nýtt svosem. Höfuðið fer alltaf á fullt yfir hlutum sem á eftir að gera eða liggja fyrir, áætlanir mótaðar o.s.frv. Fanns ég allt í einu svo ofboðslega ljótur að ég dreif mig á fætur, náði mér í skæri og greiðu og klippti mig. Hef ekki gert það sjálfur síðan ég bjó í Svíþjóð fyrir 25 árum síðan. Gekk svona brilljant vel og mikið fannst mér ég líta vel út. Endurnærðist við þetta og var bara allt annar maður. Klæddi mig svo upp og dreif mig niður á hótel. Það er lítið að gera en áríðandi gestir sem eru að reka ferðaskrifstofu í Þýskalandi og hafa komið hingað 12 sinnum áður. Við erum að reyna að traktera þau eins vel og við getum og sem betur fer er Ferdi að spila og David að syngja. Bói reyndar fór og söng líka með þeim eitt lag. Þeir hafa mjög líka raddir og þetta hljómaði mjög vel.
Hafdís okkar, takk fyrir öll kommentin. Mikil hvatning í þeim að halda þessu áfram. Þiið hin, megið alveg vera duglegri í kommentum. Love and Leave you.
Fór með bílinn á verkstæðið hérna í Greyton í morgun. Bifvélavirkinn var ekki við, svo ég bara henti lyklunum inn og lagði bílnum og bað þá um að hafa samband. Hann var í Cape Town þannig að væntanlega heyri ég ekkert frá þeim fyrr en á morgun. Erum á bílnum hennar Joy og Gabríel þannig að það er allt í lagi.
Gússý var með kveðjuboð í dag fyrir starfsfólkið og bakaði í fimm tíma í gær afa pönnsur rúllaður upp með sykri. Féll í mj0g góðar jarðveg. Fröken Frekja sem var í fríi mætti meira að segja í sínu fínasta pússi ásamt Kahleenu sem er hætt að vinna hérna. Smjörlíki kom líka þrátt fyrir að hún væri í fríi í dag. Starfsfólkið hafði allt slegið saman í gjöf handa henni og gáfu henni pils og peysu. Svo höfðu þau líka skrifað mjög fallegt persónlegt kort til hennar. Gússý hefur eignast mikla vini og aðdáendur hérna hjá starfsfólki og reyndar okkur líka. Eigum eftir að sakna hennar þegar hún heldur heim á leið á morgun.
Það var enginn kokkur á vakt í morgun, þannig að ég var í eldhúsinu á fyrri vaktinni. Ekki að það væri svosem eitthvað að gera. Ég alla vegna gerði súpuna í dag sem ég er mjög stoltur af. “Cream of Vild Mushroom”. Ég fékk mér hana áðan þegar ég var búinn að spyrja Hilce-Ann hvaða súpa væri. Geggjuð, fór svo inn í eldhús og spurði Silvíu (kokk) hvort hún væri búin að smakka. Hún sagði þá að Bói hefði sagt að staffa maturinn sem ég gerði (bixie matur) hefði verið ógeðslegur. Hún trúði honum og vildi ekki smakka. Ég sagði henni að hann hefði verið að djóka. Staffið er svo oft óöruggt á því hvort Bói og Gleði séu að grínast eða ekki. Svo spurði hún hvort hún mætti smakka. Kokkur sem smakkar ekki á matnum er í slæmum málum. Þau eru samt greyjin svo óörugg eftir öll þessi mál sem hafa komið upp á að þau þora ekki að taka neitt sem ekki tilheyrir þeim. Skil það vel og virði. Sagði henn að smakka. Hún kom svo stuttu seinna til mín og sagði að þetta væri besta súpa sem hún hefði fengið á ævinni. Vermid hjartað mitt mikið.
Ég var reyndar orðinn svo úrvinda eftir kaffiboðið hennar Gússý að ég dreif mig heim eftit að hafa keyra gestina heim aftur. Glápti aðeins á sjónvarp og fór svo inn og lagði mig. Gat ekki sofnað. Ekkert nýtt svosem. Höfuðið fer alltaf á fullt yfir hlutum sem á eftir að gera eða liggja fyrir, áætlanir mótaðar o.s.frv. Fanns ég allt í einu svo ofboðslega ljótur að ég dreif mig á fætur, náði mér í skæri og greiðu og klippti mig. Hef ekki gert það sjálfur síðan ég bjó í Svíþjóð fyrir 25 árum síðan. Gekk svona brilljant vel og mikið fannst mér ég líta vel út. Endurnærðist við þetta og var bara allt annar maður. Klæddi mig svo upp og dreif mig niður á hótel. Það er lítið að gera en áríðandi gestir sem eru að reka ferðaskrifstofu í Þýskalandi og hafa komið hingað 12 sinnum áður. Við erum að reyna að traktera þau eins vel og við getum og sem betur fer er Ferdi að spila og David að syngja. Bói reyndar fór og söng líka með þeim eitt lag. Þeir hafa mjög líka raddir og þetta hljómaði mjög vel.
Hafdís okkar, takk fyrir öll kommentin. Mikil hvatning í þeim að halda þessu áfram. Þiið hin, megið alveg vera duglegri í kommentum. Love and Leave you.
2 Comments:
Hæ Villi minn og Bói.
Ég fylgist alltaf reglulega með ykkur í gegnum þessa frábæru síðu. Þetta er oft á tíðum eins og að lesa ævintýri og stundum vildi maður vera staddur í því miðju. Mikið rosalegt krútt er hann Gabriel. Sá myndina og kíkti aðeins inn á síðuna hans. Minn gaur á einnig heimasíðu inni á barnalandi, nr. 4200.
Vona að allt gangi vel hjá ykkur þó þetta sé erfitt stundum. Maður hugsar nú bara, hvernig getur það verið annað en erfitt að flytja frá hinu ískalda Íslandi og alla leið til Afríku. Og ekki nóg með það heldur bara að reka heilt hótel eins og ekkert sé. Það eru ekki margir sem hefðu kjark í þetta. Þið eruð bara flottir! Baráttukveðja, Kolla Pétursd.
Takk Kolla fyrir baráttukveðjurnar. Skil nú varla að nokkur myndi vilja vera í þessu ævintýri miðju. Þetta er nú talsvert erfiðara en við áttum von á og talsvert erfiðara líka en maður segir frá. Þú ert annast meira en velkomin hingað inn í mitt ævintýrið hvenar sem þú vilt. Við erum samt fullir bjartsýni. Rosalegt krútt er hann Árni Pétur. Líkist móður sinni.
Post a Comment
<< Home