Thursday, July 28, 2005

Nei bara að djóka

Takk samt fyrir kommentin elsku besta systir, Hafdís, Anna Kristine og Jói. Hér hef maður bara ekki haft neinn tíma fyrir bloggið, enda er Lovísa og Gabríel hérna og ég er búin að vera að fara með þau í ferðir, til Barrydale, Swellendam, Hermanus, Somerset West, Stellenboch, Cape Town og fleira. Set inn myndir seinna. Svo er búin að vera ráðstefna hérna alla vikuna. Klikk lið enda kemur það frá fyrirtæki sem heitir Clicks. Við köllum það klikk, enda er þetta Halaal og no beef and no pork og svo drekkur það varla dropa á barnum, varla að þau fái sér vatn eða te. Hverslags lið er þetta eiginlega segi ég nú bara. Ekki gott fyrir businessinn. Svo eru búin að vera kokka vandamál. Systir hennar Louna dó og hún þurfti að fara til Cape town í flýti til að vera með fjölskyldunni. Þannig að þá er bara einn kokkur (sem er reyndar bakari í þjálfun) Bói er búin að vera að elda og Joy líka. Svo þurftum við að fá muslima til að elda fyrir Halaal liðið, þannig að þetta hefur nú ekki verið einfalt. Þetta hefur nú allt saman gengið mjög vel samt.

Í gær áttum við brúðkaupsafmæli. Búin að vera giftir í 6 ár. Farið í gegnum súrt og aðallega sætt. Hver hefði trúað því fyrir 7 árum þegar við kynntumst fyrst að við ættum eftir að giftast og enda í Suður Afríku sem blankir hótel eigendur sem eiga ekki bót fyrir rassinn á sér. Ég hefði alla vegna sagt að það væri útilokað. Erum nú samt mjög hamingjusamir og ástin blómstrar hjá okkur. Fórum til Marise og Neil í dinner í gærkvöldi. Þetta var svona einskonar kveðjuhóf fyrir Lovísu sem er að fara í dag. Áttum góða kvöldstund með þeim ásamt Jenny, Brian og Volga. Bói var því miður ekki með okkur nema rétt í byrjun. Þá var hringt frá hótelinu og sagt að þau væru tilbúin til að loka. Bói kvaddi staffið og ætlaði að fara að loka, þegar hann uppgötvaði að ráðstefnu gestirnir voru upp í bókasafninu að glápa á sjónvarp, þannig að hann komst ekki spönn frá rassi, þangað til hann rak þau út um hálf ellefu. Sátum svo aðeins heima að kjafta áður en við fórum í háttinn.

Jæja, elskurnar, má ekki vera að þessu lengur. Blogga meira næsta. Love and leave you.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home