Sunday, August 21, 2005

Komment

vegna ítrekaðra áskoranna set ég hér inn leiðbeiningar um hvernig á að setja komment. Madur klikkar bara á "comments" Það stendur yfirleitt á nýju bloggi "0 comments" og ef einhver er búinn að setja comment stendur hversu mörg. Þá opnast ný síða og þar klikkar maður á "Post a comment" Þá opnast ný síðan með ramma þar sem maður getur skrifað. Þar undir er val um hvort maður sé Blog member, eða anonoumus. Maður hakar við anannoumus, nema maður sé member. Svo þegar maður er búin að skrifa, setur maður nafnið sitt undir, svo maður viti nú frá hverjum þetta kemur, þá klikkar maður á "login and preview". Þá fer commentid inn sjálfkrafa. yfirleitt getur maður ekki séð það strax, það er einhver smá bið á að það fari í loftið. Jæja, nú er engin afsökun fyrir því að commenta ekki. Það gleður okkur ótrúlega mikið að fá komment. Manni finns maður einhvern vegin vera í smá sambandi við vini og vandamenn.

Takk fyrir kommentið Lovísa. Bæði Anne og Charlene bíða spenntar eftir pakkanu og það var mikið hlegið yfir kommentunum hans Gabríels um Oliver og Louna

Takk Jói fyrir hvað þú ert duglegur að kommenta. Já, það eru rasistafordómar hérna. "Hvíta" fólkið heldur að enginn geti eldað betur en "hvítt" fólk. Veit ekki hvað við höfum oft heyrt þetta, með að við ættum að ráða okkur hvítt starfsfólk. Við gefum nú bara skít í þetta, lókal fólk skal það vera, hvítt eða svart, konur eða karlar, hýrar eða streit. Get ekki verið meira sama, svo lengi sem það gerir vinnuna sína vel. Set inn matseðilinn við tækifæri aftur.

Og Anna Kristine, Takk fyrir uppskriftina af glögginu. Setjum þetta kannsi á vínlistann, hahaha. erum annars með aðra betri uppskrift frá þér á borðinu af þínum fræga kjúklingarétti. er að vonast til að fá hann í kvöld.

Jæja, essgunnar, má ekki vera að þessu. Þarf að fara að brosa framan í gestina og spyrja hvernig þeir hafi sofið........

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég get alveg ímyndað mér að það myndi slá í gegn að bjóða upp á ítalskan kjúklingarétt með íslensk/sænsku jólaglöggi. Það yrði að minnsta kosti SKRIFAÐ um ykkur: ,,Hveitikekkir í maga gestanna á Greyton!" Er ekki svona gul pressa þarna eins og alls staðar í heiminum. Sumir segja að betra sé að fá vonda umfjöllun en enga... he he. nei, ég er sko ekki sammála því ef þið haldið það.Fór ekkert í bæinn í gærkvöldi og sofnaði út frá dynjandanum frá flugeldasýningunni. Sá einhverja litla og máttlausa flugelda á himinum fyrir ofan næstu blokk svo ég bara dró fyrir gluggana og fór að sofa. Skemmtilegt líf!! Á morgun fer ég hins vegar í mat til Dorrit og Ólafs Ragnars og það verður í fyrsta sinn sem ég stíg mínum fæti inn á Bessastaði og örugglega í síðasta sinn líka.Forseti Tékklands er að koma í opinbera heimsókn og hann veit allt um söfnunartónleikana mína. Eins gott að maður verði diplómatískur og eyðileggi ekki veisluna með óheppilegum kommentum!!! Mikið sakna ég ykkar oft elskurnar mínar.Minnist með mikilli gleði táradalsins á Grettisgötunni á aðventunni ´99. Þ.e.a.s. aðventunni þegar ég flippaði. Það var nú hollt, ekki satt?!!! Margir kossar og knús,Anna Kristine.

9:45 am  
Anonymous Anonymous said...

se að það eru fleirri en eg sem hafa gratið a Grettisgötunni,eg um jol,,,
voða erfiður timi hehehhehhe
mer finnst fullsnemmt að tala um
jolaglögg i agust.
bestu kveðjur til ykkar strakar og lika til þin Anna Kristine.

6:34 am  

Post a Comment

<< Home