Breytingar og meiri breytingar (og afmæli)
Hæ essgunar
Hef því miður ekki komist í bloggið vegna þess að Stína stöng er búin að vera að píska okkur Áfram með að breytingar á ressanum (restaurant). Allt að gerast... ný skipulagning, nýjir réttir, ný framsetning og betri þjónusta. Mjög skemmtilegir tímar og gefandi. Stjúpdóttirin er að gefa okkur mikla orku og nýjar hugmyndir. Svei mér þá ef ég er ekki bara smá stoltur af henni......
Hlutirnir eru farnir að ganga mun betur ....með smá hikkuppum samt. Eldhúsið hefur ekki farið yfir tékklistana í nokkra daga og ískáparnir eru komnir í alger rugl. Veit ekki hvað við henntum miklu grænmeit vegna þess að það hafði verið hrúgað þungu hlassi að kjöti ofan á. Kristján Frænka (Auntie Kristjan, eins og staffið kallar hann) (er reynar virðingartitill, sem fólk fær þegar það er að standa sig og fólk vill sýna því virðingu. Reynar aldrei heyrt karlamann kallaðan þetta, en hún er jú gay.) er búin að vera á fullu í dag að endurskipleggja eldhúsið. Núna er komið sér þjónasvæði. Morgunverðardótið er allt komið á einn stað og þjónarnir þurfa ekki að fara inn í búr að ná í sultu o.s.frv. Frábært.
Ég átti fund með öllu eldhússtaffinu í dag. Vorum búnir að biðja Loana um að halda fundi fyir 3 vikum sem hefur ekki verið hægt ( að hennar sögn). Bói píndi hana í gærkvöldi til þess að halda fundinn í dag. Ég byrjaði á því að þakka þeim fyrir það sem þær væru að gera vegna þess að það væri kraftaverk miðað við tæki og tól. Svo tók ég fyrir tékklistann sem hefur ekki verið gerður síðan 22 þessa mánaðar og allir tékklista hafa einungis verið gerðir af Loana. Hvað eruð þið að hugsa. Hver ber ábyrgð eiginlega......? Vildi ekki svar. Í gærkvöldi korter í sjö sagði Loana mér að það væri ekki til Reyktur lax sem átti að vera fyrir ráðstefnugestina sem eru hérna og hafði verið skipulagt af eldhúsinu fyrir meira en viku síðan, ég fór til samkeppnisaðila og fékk lánaðan reyktan lax. Kom með hann og rétt Loana en sleppti ekki. Sagði við hana að ef hún hefði gert tékklistann þá hefði ég ekki þurft að fara á seinustu stundu að fá lánaðan lax. Og ef að samskiptin væru að virka þá hefði hún vitað það löngu áður og við hefðum getað keypt laxinn þegar við fórum í kaupstaðarferð fyrr í dag. Never mind.
Svo er það virðing fyrir hráefninu og sérstaklega grænmetinu sem hefði verið eyðilagt með því að hrúga kjöti ofan á það. (Við settum nýja hyllu inn í ískápinn sem hefði átt að vera komin upp fyrir löngu síðan, ef þær hefðu hugsað fyrir utan boxið). Stelpur takið á skipulagi, hreinlæti, og haldið ykkur við það.
Svo fór ég yfir í það jákvæða. Lærði það í ITC (International Training in Communication). Þið eruð að gera kraftaverk miðað við tækjakost og þekkingu. Við komum til með að skaffa ykkur tæki sem létta vinnuna, setja ykkur á námskeið til að bæta þekkingu ykkar og þannig ættum við að geta annað mun meira á léttari hátt en í dag. Svo förum við í nýja matseðil. Tökum út tvo forrétti og setjum inn einn nýjan. Sama með aðalrétti og eftirrétti. Minnkum matseðilinn og endurnýjum hann oftar. Petto di Pollo er að koma inn á morgum (Takk Anna Kristine, hann er alger winner). Svo skyldi ég þær eftir til að fara ofan í smáatriði og til þess að ræða málin. Held þetta hafi verið góður fundur hjá þeim, þó svo að engin þeirra vilji segja okkur eitthvað af honum. Allt í lagi, við þurfum ekki að vita allt. Snöpum (er þetta góð íslenska) það upp hvort eð er.
Það eru tvær ráðstefnur í gangi hjá okkur núna Phizer og Woolworths sem er svona eins og Pharmaco og Baugur, eða hvað þau heita nú þessi íslensku fyrirtæki. Þetta er alla vegna stærsta lyfjafyrirtækið hérna og stærsta og besta matvöru/tísku/og ég veit ekki hvað verslun hérna. Og þetta eru allt Senior Management sem þýðir að ef vel gengur þá fáum við fleiri ráðstefnur frá þessum fyrirtækjum. Hefur alltaf virkað þannig að ef við höfum staðið okkur á fyrstu ráðstefnunni sem við hölfum fyrir svona fyrirtæki, þá færist það niður stigann og það verða margar ráðstefnur frá þeim. Og allt hefur gengið frábærlega vel og þau eru öll í skýjunum.
Vorum að taka niður málverkasýninguna hennar Volga White. Mikil eftirsjá enda sköpuðu málverkin hennar mikið af andrúmsloftinu hennar hérna. Kristalettan er reyndar búin að vera að breyta ressanum mikið með Bóa og þetta er mun flottara, og við erum ekki búnir. Sófinn hennar Hönnu frænku (heitinnar) er kominn í Galleríið ásamt ruggustólnum hennar mömmu (heitinnar). Gott að fá hlutina sína á stað þar sem þeir njóta sín og aðrir geta líka notið þeirra. Ruggustóllin er við arinninn og er vinsælasta sætið! Svo er Gert Naudie búin að vera að negla upp málverkin sín í dag. Mjög ólík Volga, en samt mjög flott og hann er lokal líka.
Á laugardaginn höldum við upp á eins árs afmæli okkar hérna í rekstri og 20 ára afmæli hótelsins. Þá verður formleg opnun á listasýningu Gert Naudie og afmælisveisla þar sem öllu þorpsbúum er boðið. The Brass band frá Genadendal kemu og treður upp (Genadendal er elsta trúboðstöð í SA og flest starfsfólkið okkar býr þar) Verður ábyggilega mjög gaman. Jæja, seinust gestir voru að fara. Ég sat hérna vaktina meðan að Bói og Stjúpdóttirin fóru með staffið heim. Love and Leave you......
Ps. Þorvaldur á afmæli í dag. Bestu hamingjuóskir.
Hef því miður ekki komist í bloggið vegna þess að Stína stöng er búin að vera að píska okkur Áfram með að breytingar á ressanum (restaurant). Allt að gerast... ný skipulagning, nýjir réttir, ný framsetning og betri þjónusta. Mjög skemmtilegir tímar og gefandi. Stjúpdóttirin er að gefa okkur mikla orku og nýjar hugmyndir. Svei mér þá ef ég er ekki bara smá stoltur af henni......
Hlutirnir eru farnir að ganga mun betur ....með smá hikkuppum samt. Eldhúsið hefur ekki farið yfir tékklistana í nokkra daga og ískáparnir eru komnir í alger rugl. Veit ekki hvað við henntum miklu grænmeit vegna þess að það hafði verið hrúgað þungu hlassi að kjöti ofan á. Kristján Frænka (Auntie Kristjan, eins og staffið kallar hann) (er reynar virðingartitill, sem fólk fær þegar það er að standa sig og fólk vill sýna því virðingu. Reynar aldrei heyrt karlamann kallaðan þetta, en hún er jú gay.) er búin að vera á fullu í dag að endurskipleggja eldhúsið. Núna er komið sér þjónasvæði. Morgunverðardótið er allt komið á einn stað og þjónarnir þurfa ekki að fara inn í búr að ná í sultu o.s.frv. Frábært.
Ég átti fund með öllu eldhússtaffinu í dag. Vorum búnir að biðja Loana um að halda fundi fyir 3 vikum sem hefur ekki verið hægt ( að hennar sögn). Bói píndi hana í gærkvöldi til þess að halda fundinn í dag. Ég byrjaði á því að þakka þeim fyrir það sem þær væru að gera vegna þess að það væri kraftaverk miðað við tæki og tól. Svo tók ég fyrir tékklistann sem hefur ekki verið gerður síðan 22 þessa mánaðar og allir tékklista hafa einungis verið gerðir af Loana. Hvað eruð þið að hugsa. Hver ber ábyrgð eiginlega......? Vildi ekki svar. Í gærkvöldi korter í sjö sagði Loana mér að það væri ekki til Reyktur lax sem átti að vera fyrir ráðstefnugestina sem eru hérna og hafði verið skipulagt af eldhúsinu fyrir meira en viku síðan, ég fór til samkeppnisaðila og fékk lánaðan reyktan lax. Kom með hann og rétt Loana en sleppti ekki. Sagði við hana að ef hún hefði gert tékklistann þá hefði ég ekki þurft að fara á seinustu stundu að fá lánaðan lax. Og ef að samskiptin væru að virka þá hefði hún vitað það löngu áður og við hefðum getað keypt laxinn þegar við fórum í kaupstaðarferð fyrr í dag. Never mind.
Svo er það virðing fyrir hráefninu og sérstaklega grænmetinu sem hefði verið eyðilagt með því að hrúga kjöti ofan á það. (Við settum nýja hyllu inn í ískápinn sem hefði átt að vera komin upp fyrir löngu síðan, ef þær hefðu hugsað fyrir utan boxið). Stelpur takið á skipulagi, hreinlæti, og haldið ykkur við það.
Svo fór ég yfir í það jákvæða. Lærði það í ITC (International Training in Communication). Þið eruð að gera kraftaverk miðað við tækjakost og þekkingu. Við komum til með að skaffa ykkur tæki sem létta vinnuna, setja ykkur á námskeið til að bæta þekkingu ykkar og þannig ættum við að geta annað mun meira á léttari hátt en í dag. Svo förum við í nýja matseðil. Tökum út tvo forrétti og setjum inn einn nýjan. Sama með aðalrétti og eftirrétti. Minnkum matseðilinn og endurnýjum hann oftar. Petto di Pollo er að koma inn á morgum (Takk Anna Kristine, hann er alger winner). Svo skyldi ég þær eftir til að fara ofan í smáatriði og til þess að ræða málin. Held þetta hafi verið góður fundur hjá þeim, þó svo að engin þeirra vilji segja okkur eitthvað af honum. Allt í lagi, við þurfum ekki að vita allt. Snöpum (er þetta góð íslenska) það upp hvort eð er.
Það eru tvær ráðstefnur í gangi hjá okkur núna Phizer og Woolworths sem er svona eins og Pharmaco og Baugur, eða hvað þau heita nú þessi íslensku fyrirtæki. Þetta er alla vegna stærsta lyfjafyrirtækið hérna og stærsta og besta matvöru/tísku/og ég veit ekki hvað verslun hérna. Og þetta eru allt Senior Management sem þýðir að ef vel gengur þá fáum við fleiri ráðstefnur frá þessum fyrirtækjum. Hefur alltaf virkað þannig að ef við höfum staðið okkur á fyrstu ráðstefnunni sem við hölfum fyrir svona fyrirtæki, þá færist það niður stigann og það verða margar ráðstefnur frá þeim. Og allt hefur gengið frábærlega vel og þau eru öll í skýjunum.
Vorum að taka niður málverkasýninguna hennar Volga White. Mikil eftirsjá enda sköpuðu málverkin hennar mikið af andrúmsloftinu hennar hérna. Kristalettan er reyndar búin að vera að breyta ressanum mikið með Bóa og þetta er mun flottara, og við erum ekki búnir. Sófinn hennar Hönnu frænku (heitinnar) er kominn í Galleríið ásamt ruggustólnum hennar mömmu (heitinnar). Gott að fá hlutina sína á stað þar sem þeir njóta sín og aðrir geta líka notið þeirra. Ruggustóllin er við arinninn og er vinsælasta sætið! Svo er Gert Naudie búin að vera að negla upp málverkin sín í dag. Mjög ólík Volga, en samt mjög flott og hann er lokal líka.
Á laugardaginn höldum við upp á eins árs afmæli okkar hérna í rekstri og 20 ára afmæli hótelsins. Þá verður formleg opnun á listasýningu Gert Naudie og afmælisveisla þar sem öllu þorpsbúum er boðið. The Brass band frá Genadendal kemu og treður upp (Genadendal er elsta trúboðstöð í SA og flest starfsfólkið okkar býr þar) Verður ábyggilega mjög gaman. Jæja, seinust gestir voru að fara. Ég sat hérna vaktina meðan að Bói og Stjúpdóttirin fóru með staffið heim. Love and Leave you......
Ps. Þorvaldur á afmæli í dag. Bestu hamingjuóskir.
7 Comments:
Elsku strákarnir mínir mikið er gaman að heyra hversu léttari er á ykkur brúnin og til hamingju með afmælið á laugardaginn. Þetta ár hefur verið ótrúlega fljótt að líða en hvernig var það með heimsóknirnar sem ég átti að fá tvisvar á ári frá ykkur hef ekkert orðið vör við ykkur hér humm.
Elsku besti mágur í heimi til hamingju með 45 ára afmælið.
Ástarkveðja frá Íslandi Ása Hildur
Elsku sæti góði Guðmundur di pollo! Til hamingju með afmælið!!! 45 ekki satt? Bara sjö ár í að þú náir mér, ég ætla bara að bíða á 52ja ára aldrinum. Er flutt í hús Arnar og Stínu á Nesinu, búin að selja og gera hreint, allt á einni viku. Þegar íbúðin seldist gerðist þetta hratt! Sólin skín hér á okkur, sennilega að halda upp á afmælið þitt líka. Gott að Petto di pollo smakkist vel! Svo eruð þið að fá Sigríði Dúnu sem sendiherra í S Afríku... Margir kossar og knús, fáðu þér nú aðeins í glas í tilefni dagsins. Villi bara dekrar þig á meðan! Anna Kristine.
elsku hjartans besti Guðmundur
til hamingju með afmælið, húrra húrra húrra fyrir frábærum gaur.
yndislegt að heyra í þér um daginn.
kveðja til allra
Hafdís stjúpsystir, stjúpfjölskyldan biður kærlega að heilsa...
Elsku strákar!
Mikið hugsað til ykkar, en það dugar víst ekki að hugsa án þess að gefa frá sér hljóð, held stundum ég haldi ég sé ástralíufrumbyggi sem getur notað hugsunina til að ræða málin við vini sína.
Til hamingju elsku Guðmundur með afmælið þitt. Til hamingju með eins árs afmælið, mér finnst þið hafa verið miklu lengur en í ár.
Ég er svo glöð hvað þið eigið marga flotta vini sem elska að aðstoða ykkur, ekkert smáríkir.
Held áfram að hugsa til ykkar, sakna ykkar oft.
Ragna
Til hamingju Guðmundur!
Árni Sal og Arndís Hrund
og til hamingju með eins árs afmælið!
Árni Sal og Arndís
Til hamingju með afmælið heimsins besti stjúppabbi og afi. Ég elska þig og sakna þín.
Ástarkveðja
Lovísa og co.
Post a Comment
<< Home