Tuesday, November 01, 2005

Við erum lifandi ennþá

Hæ essgunar

Búinn að vera latur, eða réttara sagt of upptekinn til að blogga. Bói var búinn að vera mjög slappur og það var alveg að fara með sálartetrið í mér. Hann reyndi eins og hann gat en úthaldið var bara mjög lítið. Hann var þreyttur og slappur, svaf illa og lítið (að hluta til vegna þess hvað ég hef sofið illa líka og talað og öskrað upp úr svefni) Álagið hefur tekið sinn toll. Fórum til Somerset West á fimmtudaginn í tékk á spítalanum. Aukaverkanir af lyfjunum hjá Bóa höfðu verið mjög slæmar, miklir vöðvaverkir, auka slög í hjartanu eða jafnvel sleppt úr slögum. Mikil hræðsla og órói sem fylgir þessu hjá báðum okkar.

Hann fór fyrst í tékk á öxlinni sem hefur verið að drepa hann seinustu 3 árin og bara ágerst. Það voru teknar myndir og ómskoðun þegar hann fékk slagið, en óvíst hvað kom útúr þeim og þær fundust ekki þegar hann fór í skoðunina. Never mind, Ortópedinn gaf honum kortesón sprautu og eitthvað annað í öxlina. Hann var eins og nýr á eftir, gat hreyft sig meira en hafði getað gert í langan tíma. Núna taka við teygjuæfingar. Þarf að teygja og strekkja á sinum og vðvum til að fá öxlina í gott stand aftur og lítur bara vel út með það.

Svo var farið til hjartalæknisins sem setti hann í test. Tengdi allskonar tæki við hann og setti hann svo á hlaupabretti þar sem hann hljóp í 12 mínútur á mismunandi hraða. Hann gerði þetta með stæl og skv. því sem læknirinn sagði þá eru ekki margir, eða réttara sagt mjög fáir sem geta klárað þetta test eftir svona alvarlegt hjartaslag. Hann stóð sig eins og hetja. Bóa létti mjög mikið við þetta, svo fór hann í ómskoðum á hjartanu þar sem í ljós kom að hluti af hjartavöðvanu er alveg óvirkur. (sögðu reyndar dáinn), en aðrir hlutar hefðu tekið mjög vel yfir starfseminni og allt liti mjög vel út. Við vorum kátir þegar við fórum af spítalanum og það var eins og þungu fargi hefði verið létt af okkur. Merkilegt hvað þetta gerði okkur gott andlega að fá þessar fréttir. Hér endar svo þessum sjúkrasögum. Bói hefur það fínt og líður mun betur og er að braggast með hverjum deginum sem líður.

Ég var búinn að “pína” Bóa til að gista eina nótt þarna, vegna þess að ég þurfti svo ynnilega að komast aðeins i burtu. Land Roverinn fór í viðgerð á meðan, Hann hafði verið að hita sig of mikið og fleira smátt hafði komið í ljós sem seljandi lagaði á sinn kostnað. Hluti af því var lagaður og annað þarf að bíða betri tíma. Á sama tíma var BMW í réttingu eftir að öll hliðin á honum hafði verið klesst fyrir mörgum mánuðum síðan og sá sem gerði það stakk af. Tryggingarnar borguðu það sem betur fer að mestu leiti.

Við versluðum heilmikið í Somerset West og fylltum Land Roverinn af nýjum sundlaugar húsgögnum og fleira dóti. Vorum búnir að skammast okkar mikið fyrir gömlu plast húsgögnin sem voru þar og orðin frekar sjúskuð. Jæja við rétt náðum hingað um fimm leitið, klst áður en tónleikarnir byrjuðu. Svo var þetta Rose Festival helgi og fullbókað hjá okkur, bæði á hótelinu og á ressanum. Við þurftu að borga hátt gjald fyrir að hafa verið í burtu. Það fór allt í steik. Veit varla hvernig þetta gat gerst, vegna þess að allt hafði verið undibúið og við vorum meira segja komir með barþjón, JIBBÝ, þannig að enginn þjónanna þurfti að vera þar. Það var einn nýr þjónn að auki og hún klúðraði næstum öllu sem hún gat. Pantanir voru óskýrar hjá henni og ekki á hreinu hvað voru forréttir og aðalrettir og svo tók hún rétti sem voru ekki fyrir hennar borð og Djísus, kræst. Það fór allt í klessu. Svo var einn þjóninn í einhverri svaka fýlu, reif kjaft á fullu í eldhúsinu. Ég bað hana tvisvar um að gjöra svo vel að vera kurteisa, maturinn kæmi ekkert fyrr þótt hún hækkaði röddina. Að lokum sagðist ég sparka hennu út úr eldhúsinu ef hún gæti ekki stillt sig. Hún tók sig aðeins saman eftir það. Eldhúsið var nú ekki að standa sig alveg heldur. Þjónunum tókst að rugla eldhúsið með því að stela réttum frá öðrum þjónum og vera með óskýrar pantanir. Eldhúsið hafði gleymt að undirbúa skreitingar á diskana, lambið var ofeldað og fl. og fl. Ég varð læstur inn í eldhúsi að redda því sem hægt var að redda. Bói var á fullu að reyna að redda þjonunum og að róa gesti sem sumir biðu alltof lengi eftir matnum sínum.. Allt í einu kemur einn gestur inn í eldhúsið og spyr hvort það sé einhver séns að fá eitthvað að borða. Hann væri svangur og búinn að bíða alltof lengi eftir matnum sínum. Ég bað hann um að gjöra svo vel að fara útúr eldhúsinu vegna þess að þetta svæði væri einungis fyrir starfsfólk. Hann hélt áfram, þá reyndi ég að ýta honum út,en það gekk ekki heldur. Ég ruddi honum þá útúr eldhúsinu og rétt náði að hnippa í einn þjón til að róa kallinn. Hann var mjög ánægður þegar hann loksins fékk matinn sinn. Þetta var erfitt kvöld og við höfðum ekki mikinn áhuga á því að endurtaka þetta daginn eftir. Vorum með þar að auki vínkynningu, Vorum með Rósa vín smökkun á tónleikunum og svo voru einhver hvítvín og rauðvín með matnum. Það voru tvær stúlkur frá vínheildsalanum sem sáu um það. Þær lenntu líka í allskonar uppákomum sem voru ekki allar skemmtilegar. Það var mikið reynt að fá þær til að þjóna og svo var einhver vínframleiðandi að drepa þær með spurningum um vínin og hvernig þau væru framleidd og hvað þau væru nú vond...... Djísus kræst.

Við settumst hérna út þegar allt var komið í ró og fengum okkur nokkra stífa sjússa til að róa taugarnar. Daginn eftir vöknuðum við fyrir allar aldir, ætluðum okkur að sitja fyrir öllum gestunum og vorum undirbúnir í allar kvartanir sem gætu hugsanlega komið. Merkilegt nokk, komu eiginlega bara engar kvartanir. Við áttum svo fund með Joy og svo Gulltönn þar sem við fórum yfir hlutina og krufðum hvað hefði eiginlega gerst. Ætluðum ekki að eiga annað svona kvöld og það væri fullbókað aftur á ressanum. Tókum svo alla þjónana og fórum yfir þetta aftur, skipulögðum og reyndum eins og við gátum að girða fyrir öll göt og mistök sem höfðu gerst kvöldið áður. Ég tók svo eldhúsið fyrir og hélt að ég hefði nú komið í veg fyrir öll mistök. Ég ákvað samt að vera í eldhúsinu og Bói í gestgjafa hlutverkinu. Þetta var klikkað kvöld, en allt gekk vel. Einu mistökin voru frá eldhúsinu og þau voru reyndar frekar slæm. Þær höfðu ekki bakað nóg brauð og gleymdu að gera Dukkah (Egipst Dukkah og ólívu olía eru borin fram með brauðinu). Þetta reddaðist nú samt með bara venjulegu brauði og smjöri. Þetta var klikkað kvöld og við vissum það báðir að við værum að vinna með lánaða orku og myndum hrynja þegar helginni lyki.

Sunnudagurinn var rólegur og við enduðum sem einu matargestirnir um kvöldið ásamt stúlkunum tveimur sem höfðu verið með vínkynninguna á föstudaginn (þær voru með vínkynningu hjá öðrum ressa hérna í Greyton á Laugardaginn), voru þreyttar eftir erfiða vinnuviku og stranga helgi. Ég bauð þeim þess vegna að gista hjá okkur eina nótt svo þær gætu slakað á. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld þar sem ræddum eiginlega bara ekkert um vín, veitingarstaðinn eða hótelið, heldur bara um libbuna og tibbuna (lífið og tilveruna). Við vorum svo búnir eftir þessi átök um helgina að við fórum snemma að sofa og reyndum að sofa út, sem gekk nú eiginlega ekki. Þreytan var mikil en streitan enn meiri og eiginlega getur maður aldrei kúpplað sig úr vinnu gírnum. Ég þurfti að fara í kaupstaðinn til að sækja peninga fyrir laununum og útrétta smá. Þegar ég kom til baka fórum við á Cafe Herbert í lunch. Gleði hringdi og sagði okkur að David Alder hefði hringt til að minna á matarboðið. Því höfðum við steingleymt, en þau buðu okkur víst í hádegismat um helgina. Eiginlega er helgin bara “black out” hjá mér fyrir utan bara það sem gekk á hérna á ressanum. Við alla vegna fórum þangað þó svo að ég væri eiginlega að hrynja af þreytu og þar að auki búinn að borða.

Þetta var nú bara frekar huggulegt þó svo að þau séu nú ekki alveg þau skemmtilegustu. Hann hefur verið einstakur stuðningsmaður okkar og syngur hérna flesta föstudaga á tónleikunum og hjálpar okkur við að undirbúa þá. Þetta er mikið áhugamál hjá honum og hann vill ekkert fá fyrir það nema kannski nokkra drykki, og hann drekkur nú ekki mikið, það er helst að frúin drekki soldið þegar það fer að líða á kvöldið og þá er hún komin í Brandýið.

Við sátum uppi við sundlaugina hjá þeim og sötruðum vín og ræddum málin. Ég leyfði mér nú bara hreinlega að leggjast útaf og fá mér smá kríu, enda var ég bara að hrynja úr þreytu. ´Það var lax með tómatasalati í matinn og það var nú frekar vandræðalegt, vegna þess að mér finnst lax (bleikur fiskur) ógeðslega vondur og tómata bara get ég ekki borðað. Þetta er nú eiginlega það eina sem ég borða bara alls ekki. Ég reyndi að kroppa aðeins í laxinn, en varð eiginlega bara flökurt af honum, finnst hann svo vondur. Ég endaði á að segja hreinlega að þetta væri bara það tvennt sem ég gæti alls ekki borðið og afsakaði mig. Drakk bara þeim mun meira. Var eiginlega bara blindfullur og ofur þreyttur þegar við skröltum heim. Bói sendi mig í rúmið strax svo að staffið sæi nú ekki hversu slompaður ég væri. Hann reyndi ítrekað að vekja mig til að fá mig í kvöldmat, en það var ekki séns. Ég skrölti hingað þegar það var búið að loka. Við áttum mikla gæðastund þetta kvöld þar sem við vorum bara einir. Ræddum um hræðsluna, kvíðann, heilsuna, álagið og ástina. Náðum að hreinsa sálartetrið mjög vel og nærðum ástina.

Í dag fór Gleði með alla þjónana nema þennan nýjasta til Somerset West til að dressa þær allar upp. Við ákváðum að gefa þeim öllum fata styrk í stað þess að fá einkennisföt. Þannig gætu þær allar valið sér föt sem passa vaxtalaginu þeirra og eru smart á þeim. Þær eiga að kaupa sér frjálslegan svartan og hvítan klæðnað til að nota á morgunvaktinni en formlegan svartan til að nota á kvöldvaktinni. Þetta hefur verið svolítið vandamál hérna, vegna þess að launin eru lág og þær eru að nota bestu fötin sín hérna í vinnunni og stundum hafa þær hreinlega ekki efni á því að kaupa sér góð föt. Við bíðum spenntir eftir því að sjá hvernig þetta fer.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sjúkk, hvað ég varð fegin að sjá bloggið, maður. Var orðin verulega áhyggjufull um að eitthvað hefði " skéð" fyrir ykkur. Gott er að heyra hvað Guðmundur kemur vel út úr rannsóknum. En auðvitað er hann óendanlega þreyttur, það er nú fylgifiskurinn sem ekkert er hægt að hrista af sér. En góðir hlutir gerast hægt, er sagt, og batinn kemur dag frá degi. Reyndu að passa þig Villi minn, að gefa þér sjálfum tíma og alúð. Þú þarft á því að halda að geta andað af og til. Samkvæmt blogginu hér f. ofan virðist nú reyndar ekkert vera hægt að anda mikið alla daga...
Guð geymi ykkur, ég mundi gera það ef ég gæti,
kær kveðja
Inga V

2:11 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, ég segi nú bara líka SJÚKK! Gott að það birtist blogg! En hins vegar líst mér ekkert á þetta álag sem þið búið við á hverjum einasta degi. Þið verðið bara að finna íslensku stelpurnar í Port Elizabeth, Unni og Björk og fá þær til að vinna hjá ykkur :) Er virkilega ekki hægt að þjálfa einhvern upp í að axla ábyrgð þarna svo þið fáið þó ekki væri nema 1-2 dagur í viku án þess að áhyggjurnar hvíli svona á ykkur? Vantar ekki þröskuldamærina bara og Gulla með??? Love you, knús og margir kossar, Anna Kristine.

3:59 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sjúkk sjúkk hér líka....yndislegt að heyra frá ykkur, en vá, þetta álag á ykkur það er ekki eðlilegt,er hjartatetrið þitt Villi minn nokkuð í hættu líka???
Hugsa til ykkar alla daga, m.a.s. mörgum X á dag,ástarkveðja frá okkur öllum Hafdís

7:24 pm  

Post a Comment

<< Home