Kleppur hraðferð 2
Halló
Hér er enn fullt að gera ennþá. Erum komnir langt fram út því sem var að gera í janúar í fyrra nú þegar. Erum þreyttir, og með flensu báðir. Bói fór til læknis meira að segja í gær vegna þess að hann er hóstandi alla nóttina og með hita af og til. Ég er aðeins skárri. Það eru allir ressa eigendur í Greyton uppgefnir og geta ekki beðið eftir að skólarnir byrji aftur og að ástandið verði normalt.
Hér hefur svosem ekki mikið verið að gerast fyrir utan annríkið á ressanum. Hótelið er næstum fullbókað í kvöld sem er ánægjulegt vegna þess að það hefur ekkert verið of mikið að gera á þeirri hliðinni. Pennelope (Penný, “Aurinn”), nýji kokkurinn okkar, sem er mjög góð og ólík öðrum, hún virðist þekkja orðið jafnræði og að allir séu jafnir, Orðið frumkvæði o.s.frv. Það er ferskur vindur sem kemur með henni. Hún alla vegna bað um að fá samning við okkur og vill vera áfram. Get ekki lýst því hvað það gleður okkur, enda er allt að virka í eldhúsinu þegar hún er og það er meira að segja gaman að vinna með henni.
Reykingarbindið gengur vel. Erum enn að tyggja þetta ógeðslega Nicorette tyggjó, en erum byrjaðir að trappa aðeins niður. Reyndar ekki vegna þess að við ákváðum það, heledur vegna þess að apótekið hérna ákvað að hafa ekki birgðir handa okkur. Ég kaupi alltaf allar birgðir þegar ég fer þangað, sem er yfirleitt einn og hálfur kassi. (fáeinar tyggjóplötur). Við fórum til Marise og Neil í fyrradag í rækjur og krabba, enduðum svo öll heima uppi í rúmi að horfa á Grinch (I hate Christmas!) Ég reyndar þurfti að fara á ressann til að hleypa staffinu heim og vera á barnum, enda ennþá gestir og staffið orðið þreytt. Marise og Neil voru farin þegar ég loksins komst heima aftur. Í gær var ég svo allan daginn að borga reikninga. Það hefur bara hlaðist upp pappírar og reikningar og enginn tími verið til að greiða neitt eða yfirleitt að opna póstinn. Þetta var Kleppur hraðferð eina ferðina enn í gær. Ég komst ekki útaf skrifstofunni fyrr en rúmlega fjögur og þá var allt á fullu að skipuleggja tónleikana. Ég festist í barþjónustu eina ferðin enn og var læstur þar til rúmlega tvö um nóttina þegar við hálfpartinn hentum út seinustu gestunum. Bói ákvað að leyfa staffinu að fara heim um 11 vegna þess að það var þreytt (eins og maður sé nú ekki nógu þreyttur sjálfur (Pollýanna var í fríi)) og allt í einu hrundi inn gestir sem vildu þrefalda hitt og þetta. Kláruður allt whisky og romm á barnum. Gott fyrir vasann en Djísus hvað ég var þreyttur. Þegar gestirnir voru farnir var ég svangur og ætlaði að fá mér matinn sem Loana skilur alltaf eftir handa okkur. Fann engann mat nema hálfétinn skammt í vaskinum. Varð brjálaður (Pollýanna sjálfsagt að setja slöngulokkana í sig). Fyrst að Bói skyldi hleypa staffinu heim, í öðru lagi að ég hafði ekki fengið neina pásu, og í þriðja lagi að einhver af staffinum hafði stolið matnum okkar. Ég vaknaði í morgun til að hleypa staffinu inn og var með rúllurnar í hárinu. Svangur og þreyttur í húsi fullu af mat. Louna baðst afsökunar og sagði að hún hefði haldið að við værum búnir að snæða. Svona gerist þetta því miður alltof oft. Maður er á hlaupum og gleymir að borða, það er ekki tími til að borða eða maður bara missir matarlistina. Höfum rætt þetta oft og Loana var farin að elda mat handa okkur um 5:30 sem er svo bara geymdur þangað til maður hefur tíma til að borða hann sem er stundum í hádeginum daginn eftir. Svona er þetta bara og lítið við því að gera. Ég er reyndar búin að koma mér upp varabirgðum af mat í frystinum sem ég get gripið til þegar ég verð mjög svangur. Nota það ekki oft, nema ég virkilega þurfi. Það er ekki auðvelt að lifa á ressa og að hafa ekki einu sinni eldhús heima hjá sér. Jæja essgunar, má ekki vera að þessu, ressinn fullur af fólki og barinn að fyllast. Love and leave you.
Ps. Ætla að reyna að finna Pollýönnu, finnst hún hafa verið lengi að gera slöngulokkana.
Hér er enn fullt að gera ennþá. Erum komnir langt fram út því sem var að gera í janúar í fyrra nú þegar. Erum þreyttir, og með flensu báðir. Bói fór til læknis meira að segja í gær vegna þess að hann er hóstandi alla nóttina og með hita af og til. Ég er aðeins skárri. Það eru allir ressa eigendur í Greyton uppgefnir og geta ekki beðið eftir að skólarnir byrji aftur og að ástandið verði normalt.
Hér hefur svosem ekki mikið verið að gerast fyrir utan annríkið á ressanum. Hótelið er næstum fullbókað í kvöld sem er ánægjulegt vegna þess að það hefur ekkert verið of mikið að gera á þeirri hliðinni. Pennelope (Penný, “Aurinn”), nýji kokkurinn okkar, sem er mjög góð og ólík öðrum, hún virðist þekkja orðið jafnræði og að allir séu jafnir, Orðið frumkvæði o.s.frv. Það er ferskur vindur sem kemur með henni. Hún alla vegna bað um að fá samning við okkur og vill vera áfram. Get ekki lýst því hvað það gleður okkur, enda er allt að virka í eldhúsinu þegar hún er og það er meira að segja gaman að vinna með henni.
Reykingarbindið gengur vel. Erum enn að tyggja þetta ógeðslega Nicorette tyggjó, en erum byrjaðir að trappa aðeins niður. Reyndar ekki vegna þess að við ákváðum það, heledur vegna þess að apótekið hérna ákvað að hafa ekki birgðir handa okkur. Ég kaupi alltaf allar birgðir þegar ég fer þangað, sem er yfirleitt einn og hálfur kassi. (fáeinar tyggjóplötur). Við fórum til Marise og Neil í fyrradag í rækjur og krabba, enduðum svo öll heima uppi í rúmi að horfa á Grinch (I hate Christmas!) Ég reyndar þurfti að fara á ressann til að hleypa staffinu heim og vera á barnum, enda ennþá gestir og staffið orðið þreytt. Marise og Neil voru farin þegar ég loksins komst heima aftur. Í gær var ég svo allan daginn að borga reikninga. Það hefur bara hlaðist upp pappírar og reikningar og enginn tími verið til að greiða neitt eða yfirleitt að opna póstinn. Þetta var Kleppur hraðferð eina ferðina enn í gær. Ég komst ekki útaf skrifstofunni fyrr en rúmlega fjögur og þá var allt á fullu að skipuleggja tónleikana. Ég festist í barþjónustu eina ferðin enn og var læstur þar til rúmlega tvö um nóttina þegar við hálfpartinn hentum út seinustu gestunum. Bói ákvað að leyfa staffinu að fara heim um 11 vegna þess að það var þreytt (eins og maður sé nú ekki nógu þreyttur sjálfur (Pollýanna var í fríi)) og allt í einu hrundi inn gestir sem vildu þrefalda hitt og þetta. Kláruður allt whisky og romm á barnum. Gott fyrir vasann en Djísus hvað ég var þreyttur. Þegar gestirnir voru farnir var ég svangur og ætlaði að fá mér matinn sem Loana skilur alltaf eftir handa okkur. Fann engann mat nema hálfétinn skammt í vaskinum. Varð brjálaður (Pollýanna sjálfsagt að setja slöngulokkana í sig). Fyrst að Bói skyldi hleypa staffinu heim, í öðru lagi að ég hafði ekki fengið neina pásu, og í þriðja lagi að einhver af staffinum hafði stolið matnum okkar. Ég vaknaði í morgun til að hleypa staffinu inn og var með rúllurnar í hárinu. Svangur og þreyttur í húsi fullu af mat. Louna baðst afsökunar og sagði að hún hefði haldið að við værum búnir að snæða. Svona gerist þetta því miður alltof oft. Maður er á hlaupum og gleymir að borða, það er ekki tími til að borða eða maður bara missir matarlistina. Höfum rætt þetta oft og Loana var farin að elda mat handa okkur um 5:30 sem er svo bara geymdur þangað til maður hefur tíma til að borða hann sem er stundum í hádeginum daginn eftir. Svona er þetta bara og lítið við því að gera. Ég er reyndar búin að koma mér upp varabirgðum af mat í frystinum sem ég get gripið til þegar ég verð mjög svangur. Nota það ekki oft, nema ég virkilega þurfi. Það er ekki auðvelt að lifa á ressa og að hafa ekki einu sinni eldhús heima hjá sér. Jæja essgunar, má ekki vera að þessu, ressinn fullur af fólki og barinn að fyllast. Love and leave you.
Ps. Ætla að reyna að finna Pollýönnu, finnst hún hafa verið lengi að gera slöngulokkana.
2 Comments:
Hæ elskurnar,
hér er eiginlega líka að skella á kleppur hraðferð,nú fer að styttast í að við eigum að afhenda húsið, og ekki eins og glæsibærinn okkar sé íbúðahæfur í augnablikinu, en besta "team" í heimi vinnur þar hörðum höndum alla daga, mamma og Jói, ég kem svo eftir vinnu, misupplögð,annars held ég að Jói vilji miklu frekar hafa mömmu, hann segist ekki þurfa að rökstyðja allt sem hann biður hana um að gera, eins og þarf víst með mig...; ))
Annars fór húsið að leka í þessum andsk. rigningum sem hafa verið, varð allt í einu að 5 fötu húsi, gaman gaman,sem betur fer var gólfefnið ekki komið...
Fór einn rúnt niður í bæ áðan,skipta cd, og tókum einn Laugavegsrúnt á 18km hraða, þetta er auðvitað alveg séríslenskt fyrirbæri þessi rúntur, halarófa niður allann Laugaveginn, window shopping, fór heim með cd með hljómsveitinni Hjálmum, eina íslenska reggy bandið hérna, mikið skemmtilegt, og einn disk með Eivör hinni færeysku, hm...fatta núna að ég var að skipta bók í gær, og fékk mér bók um færeyska myndlist, maður ætti kannski að fara að skoða þessar eyjur, fyrst ég hef svona mikinn áhuga á landinu.Annars er bara dimmt dimmt og aftur dimmt, ég held að hálf þjóðin haldi að hún þjáist af einhverjum alvarlegum sjúkdómi v. þreytu sem hrjáir landann, en það er svooooo erfitt að vera hress og kátur í þessari endalausu rigningu og myrkri.. oja bara...en bráðum kemur betri tíð og daginn ER farið að lengja aftur, og ég þarf svosem ekki að kvarta, ég fæ þó aðeins að sjá í gula skrímslið stundum, annað en Vestfirðingar, barasta engin sól, hugsa sér...
Jæja gaurar, ef það er eitthvað hafið þið líklega nóg af sólinni, vonandi hefur nýja árið byrjað í góðum gír...bíð spennt að vita hvaða ákvarðanir koma úr hugleiðsluhorninu ykkar !!!
Ástarkveðja frá landinu sem ætlar að hafa jólaljósin kveikt fram í mars sökum myrkurs...
Hafdís
Hæ essgurnar,
jæja, er nú Pollýanna alveg búin að taka yfir, og situr og greiðir lokkana þá sjaldan að smá hlé verður á biluninni í veitingabransanum ? Maður spyr bara. Mátti bara til að senda ykkur smá kveðju héðan úr snjónum í Reykjavík, nú er sko jólaveðrið loksins komið. Að vísu grefilli hált, en maður lifandi hvað allt er samt miklu bjartara og hreinna. Kann betur við það, verð að segja það. Vona að þið hafið það alveg súpergott, ég ætla alla vega að hafa það svo, er að fara til Parísar á morgun, vei!!!
Love ya,
Inga
Post a Comment
<< Home