Saturday, February 18, 2006

Tvö blogg á sama degi - Vá

Hvernig líður mér? Ég skrifaði í skjóðuna mína fyrir nokkrum mánuðum og þá leið mér alls ekki vel, en núna líður mér ofboðslega vel – Reyndar soldið einmana og sakna Gullsins míns, en ég veit að hann kemur fljótt aftur.

En, svakalega stoltur af staffinu okkar. Þau eru þvílíkt að sýna sínar bestu hliðar og liðsandinn er STERKUR og góður.

Ég er líka stoltur af sjálfum mér. Hefur ekki liðið svona vel í langan tíma. Eins mikið og ég elska manninn minn og sakna, þá vil ég alls ekki fán hann fyrr en eitthvað jafnvægi er komið á heilsuna hans.

Svölurnar fljúga og þær eru gilltar þegar sólin skín undir þær.

AF HVERJU ÆTTUM VIÐ AÐ SELJA?

Stuðningur fólksins í bænum er ofboðslegur og staffið er bara VÁ! Val Turner kom í dag með þær fréttir að Einhver hefði farið tiL Henríettu og komist að samkomulagi við hana um að kvarta ekki milli 5-7 meðan tónleikarnir væru í gangi svo lengi sem það væru engir magnarar eða þess háttar. Fari hún til fjandas (þ.e.a.s. Henrietta) Vorum með Dj í garðinum meðan brúðkaupið var og allt í fína.

OK, fáir eða engir vinir, en þegar maður hefur ástina – hvað þarf maður meir?

Það sem við sáum fyrir okkur þegar við keyptum þetta pleis, er meira og minna það sem hefur verið að gerast eftir að við settum okkar kraft og hugsjónir í framkvæmd.

Þarf eiginlega að segja TAKK fyrir allt sem ég fékk frá ITC. Og vegna þess að án þess sem ég fékk hjá ITC (International training in Communication) hefði ég aldrei boðið Pollýönnu í heimsókn. “Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku” var mottóið okkar í ITC. (Held það hafi komið frá Hjördísi vinkonu)

Merkilegt hvað fortíðin kemur oft tilbaka og styrkjir okkur og byggir okkur upp fyrir hlutina sem gerast í aunablikinu.

Voðalegt bull er þetta eða???

Ps. Gleymdi næstum ví nýjasta slúðrinu. Við Bói erum skildir::::: Gleymdi næstum því líka að nefna að það eru bara 4 fleir svefnar þangað til Lovísa og Gabríel koma, Get ekki beðið!

3 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Villi minn
Hvurslags andskotans spurnig er þetta? Hvers vegna að selja?
Ertu að tapa þér lestu bloggið ár aftur í tímann og líttu á heilsufarið á ykkur báðum eftir þetta..........
Arg ég verð bara brjáluð að lesa þetta kæri besti bróðir í heimi.
Ég vil ekki fá ykkur í líkkistu heim.
Ok þetta er búið að vera æðislegur draumur en afleiðingar á heilsufar eru ekki ásættanlegar.
Við höfum öll bara eitt líf og þið eruð búin að fá fleiri tækifæri en 10 kettir.
Svo selja ekki spurning þrátt fyrir dásemdir.
Lífið er of dýrmætt.
Og ég sakna þín hrikalega......

1:30 am  
Anonymous Anonymous said...

Já elsku Villi, verð að taka undir með systur þinni. Hún er greinilega að segja það sem svo margir hugsa og fáir þora að segja hreint út. Þessvegna eru systur svo lífsnauðsynlegar. Þær þora að segja sannleikann. Vinir verða stundum svo gasalega meðvirkir með manni og bakka mann upp í öllu.Það þekki ég af eigin raun. Átti bara eina vinkonu sem sagði hreint út við mig hvað allir voru að tala í bakið á mér (OK, ekki beint illmælgi, en enginn sagði allan sannleikann).Please, hugsið ykkur vel um ef þið fáið góðan pening fyrir þetta. Við söknum ykkar öll og eins og ég hef margoft sagt þá missti Reykjavík litaflóru við brotthvarf ykkar! Love you,Anna Kr.

11:28 am  
Anonymous Anonymous said...

hæ beib, komin aftur frá DK, landaflakkið mitt búið í bili...
sammála stelpunum, eins og ég sagði við þig í símann þegar ég talaði við ykkur um daginn, betra að koma heim 2 með tvær töskur, í staðinn fyrir 1 með eina kistu....
ekki spurning, kaupið ykkur rólegt herrasetur á Írlandi, gerist ráðsmenn á Reykjanesi í 'isafjarðardjúpi, opnið verslun við Laugaveginn með afró hluti, allt annað en að enda heilsulínuna þarna...skrifa betur seinna, ástarkveðja
Hafdís

12:40 am  

Post a Comment

<< Home