Gleðilegt sumar
Þjónaherferðin er yfirstaðin og greinilegt að hún var áríðandi. Ýmislegt komið í ljós og sumt af því ekki auðvelt að taka á. T.d. eru tveir þjónar bara verulega “heimskir”, ljótt að segja en svona er lífið bara hérna. Wany er lesblindur og þekkir ekki munin á brandy og wiský og er oft settur á barinn. Megan finnur ekki flöskur af víni nema þær séu fyrir framan nefið á henni og svo gleyma þau (eða kunna ekki) bæði að skrifa upp það sem gestirnir hafa fengið. Ohhhhh, stundum getur maður orðið svo pirraður á þessu. Hver gerði eiginlega vaktlistann? Bara spyr, vegna þess að það var ekki ég. Núna þarf að hafa einn stóran almenna fund til að taka á málum. Greinilegt að frú öfundsýki er mætt og talar illa um suma. Þarf að stoppa.
Ég er búinn að vera með bókhaldshlekkina á mér í seinusta daga og náði í dag að senda til endurskoðandans okkar bókhaldið fyrir febrúar og mars. Var mjög stoltur, þetta er farið að ganga hraðar og hraðar og betur og betur hjá mér. Eins og reyndar hótelið líka, þó það sé nú svosem ekki mikill gróði ennþá. Það er enn alllt á fullu að gera upp baðherbergin og gengur bara vel. Maður er að verða meira stoltur með hverjum deginum sem líður.
Ég er búinn að vera með bókhaldshlekkina á mér í seinusta daga og náði í dag að senda til endurskoðandans okkar bókhaldið fyrir febrúar og mars. Var mjög stoltur, þetta er farið að ganga hraðar og hraðar og betur og betur hjá mér. Eins og reyndar hótelið líka, þó það sé nú svosem ekki mikill gróði ennþá. Það er enn alllt á fullu að gera upp baðherbergin og gengur bara vel. Maður er að verða meira stoltur með hverjum deginum sem líður.
3 Comments:
Mikið er nú gott að ég skyldi ekki hafa komið með ykkur og gerst þröskuldamær. Þá væri aðalrétturinn örugglega "fried staff filled with stolen things". Ég myndi ekki ,,meika þetta" eins og unga fólkið segir! Það segi ég satt. Finnst þið helv... góðir að vera ekki bara búnir að gefast upp og segja farvel Suður Afríka. Það er töggur í ykkur strákar! knús og kossar og gleðilegt sumar! Anna Kristine.
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn öll sömul í Afríkunni.
Bestu kveðjur frá öllum
Ása Hildur
Sælir strákar mínir og gleðilegt sumar. Það er nú meir ekkisen vesenið með þetta þjónafólk hjá ykkur og merkilegt að þið skuluð ekki vera búnir að drífa upp hríðskotabyssu og salla á þau.
ástar- og saknaðarkveðja
Systir Sigurjón
Post a Comment
<< Home