Sunday, January 28, 2007

Heitt - heitt.........

3D (3 ducks) hafa það gott. Búnar að vera að kynnast garðinum okkar. Eru að verða frakkari og frakkari og við bíðum bara eftir að þær fari inn í eldhús að heimta mat. Loana er sannfærð um að þær eigi eftir að gera það. Staffið elskar þær og líta til þeirra þegar þau koma á morgnanna og reyndar oft á dag. Þegar maður kemur á morgnanna að opna kvaka, nei þær öskra á mann, “opnið, opnið, opnið”. Þegar búið er að dúka útiborðin, gefa fuglunum og fiskunum að borða og opna framdyrnar, þá hleypi ég þeim út og þær næstum því fljúga á mann, þeim liggur svo mikið á að komast út. Það er skylti fyrir utan hótelið sem segir: “GL hefur eignast nýja íbúa. Endurnar Daisy, Daff og Donald Duck. Vinsamlega hafið hundana ykkar í bandi”. Fólki hefur fundist þetta mjög fyndið en tekur nú samt tillit. 3D’s eru svo reknar inn í húsið þeirra á kvöldin og eins þegar það eru tónleikar í garðinum. Við höfum nú ekki miklar áhyggjur af fuglaflensunni, Systir Sigurjón. Það eru 32 tegundir af fuglum í garðinum okkar og við verðum bara að vona að enginn þeirra sé með þessa hræðilegur flensu sem heldur Pálínu og Hebbu frá Tjörninni.

Volga hringdi í gær. Hefur það pokkalegt. Búnir að vera alltof margir gestir og svo er magasárið að hrjá hana. Hún átti að fara í aðgerð en er nú komin á lyf sem eru eitthvað að slá á þetta. Jenny er farin að koma hingað annað slagið. Hún segir að ef Múhammeð komi ekki til hennar, þá verði fjallið að koma til okkar. Reyndar var það hún sem gaf Bóa 3D í jólagjöf, þannig að hún segist nú aðalega vera að fylgjast með því að þær hafi það gott. Það er skylda hennar sem guðmóður þeirra. Hún hefur það annars bara þokkalegt, ónýt hné að hrjá hana, á erfitt með að standa upp og ganga, en er að forðast að fara í aðgerð að fá ný hné. Hún nýtur samt lífins og okkur finnst alltaf gaman að hitta hana. Við erum reyndar alltof latir að heimsækja hana. Lífið okkar virðist vera einungis hérna í garðinum okkar og að taka á móti gestum og sinna þeim.

Hér er búið að vera hræðilega heitt, fór upp í 44° í fyrradag. Hitinn fer mjög illa í mig og gerir mig lasinn. Er búinn að vera með magakveisu og æli á morgnanna. Það skyldi þó aldrei vera að maður sé orðinn óléttur!. Það er komin skömmtun á vatni og nú megum við ekki þvo bílana okkar eða vökva garðinn. Grasið brennur upp á örfáum dögum ef við vökvum ekki, þannig að við bara stelumst til þess snemma á morgnanna.....

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Halló elskurnar, gott að heyra að 3d-s eru að pluma sig vel á nýja heimilinu.... Hlakka til að hitta ykkur, kem með smá golu með mér og hver veit kanski smá rigningu, nóg er af henni hér. Er að fara til New York á eftir það er nóg að gera þangað til ég fer í VETRAR frí. Ég hringi í ykkur þegar ég kem heim á þriðjud eða miðvikudag, eins vantar mig símano hennar Hafdísar. Ástarkveðjur til allra, hlakka til að hitta ykkur, svo er bara að muna að dansa regndansinn, veit Bói hefur verið duglegur að iðka hann. Ykkar Hófý

12:37 pm  
Anonymous Anonymous said...

URGENT! Það svarar ekki í þessum númerum sem ég er á með ykkur. Mig vantar tilfinnanlega símanúmerið hjá hinni þröskuldadrottningunni, Gulla. Er bara með heimasímann hans sem svarar ekki í. Please, sms-ið númerið hans´á mig, 866 7513, ASAP! knús úr golunni,
anna kristine

1:18 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskur, smá línur úr vorblíðunni, ég finn barasta að þið hafið það betra, guðmundur er allaveganna ekki alveg inn í hausnum á mér alla daga, vonandi er þetta rétt tilfinning sem ég er með...Hófý, síminn minn er 6152025/5510065. Endilega hafðu samband, ég þarf að senda nokkrar myndir og bréf og jafnvel eins og eina bók með þér, smá hrútspunga, súra sviðasultu, hákarl og brennivín, sultaða magála, kindakæfu, plokkfisk og kleinur.....
................................. smá djók, Ástarkveðjur Hafdís

4:06 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ elsku strákar.. ég er nu að tilkynna ykkur það hún hún fallega fallega og yndislega Þruma fékk hvítblæði og við þurftum að lóa henni í gær :( hún fékk fallega útför fyrir austan þar sem að hún var jarðsett í yndislegu vetrarveðri. En þetta er nu víst betra fyrir hana svona þvi ekki vildum við sjá hana kveljast og hrarna niður.. en við bara vitum að hún mun alltaf fylgja okkur hvert fótmál þessi elska.. hún var nú svo rosalega forvitin að ég veit það að hún vill ekki missa af neinu ;)
ég mamma og rikki lesum alltaf bloggið ykkar og ég skal vera duglegri að skrifa til ykkar comment.. frú brjóstagóð biður allveg ábyggilega fyrir kveðju.. við vorum að ræða það um dagin hvað við söknum góðu dagana á paark street með poppi og smitandi hlátrinum hans Villa og bóa með sigti á haustnum ahahah
hafið það gott elskurnar mínar og farið vel með ykkur ;)
kossar og knúsar af klakanum Jóhanna Maggý ;)

2:39 pm  

Post a Comment

<< Home