Sunday, March 04, 2007

Loksins og mikið var......

Fyrirgefið hvað ég hef verið lélegur að blogga. Búið að vera mikið að gera og svo er hún Hófý búin að vera hjá okkur núna á þriðju viku. Búið að vera yndislegt að hafa hana hérna. Við erum búin að vera að gera ýmislegt saman. Fórum upp til De Rust að heimsækja Volgu. Gistum þar í 3 nætur og skemmtum okkur mjög vel. Volga er búin að koma sér ágætlega fyrir. Heilsan er ekki góð á henni frekar en fyrri daginn, en hún lítur nú samt vel út og virðist hafa það bara ágætt miðað við allt.

Við Hófý erum búin að vera að endurgera eitt herbergið hérna. Skipt um allt á baðinu og flísalagt. Svo var herbergið náttúrulega málað upp á nýtt og húsgögnum og nýjum skrautmunum komið fyrir þannig að herbergið er stórglæsilegt núna. Er mjög stoltur af árangrinum. Erum byrjuð að skipuleggja tvö önnur herbergi sem fá sömu meðferð. Alltaf gaman að gera fallega hluti.

Svo fórum við til Cape Town á ráðstefnum sem útflutningsráð Íslands stóð fyrir. Þar hitti ég gamlan vinnuveitanda minn, hann Össur og konuna hans, Björg. Það var óvænt og ánægjulegt. Svo hittum við sendiherra (á það ekki að vera sendifrú?) Sigríði Dúnu og Friðrik, og Valgerði Sverrisdóttur og manninn hennar ásamt fullt af öðrum góðum löndum.

Sigurbjörg Björgvinsdóttir, gömul vinkona mín úr ITC var á ferðinni hérna með Önnu Þrúði (fyrrverandi formaður Rauða Krossins) ásamt Hansínu Ástu Björgvinsdóttur (líka fyrrverandi ITC) og Álfhildi Hallgrímsdóttur. Anna Þrúður er búin að vera að vinna að verkefni hérna í Bloemfontain og var að fylgja því eftir. Ég náttúrlega brunaði til CT til þess að hitta þær. Alltaf gaman að hitta gamla og góða vini.

Karen kokkur er að hætta (kannski) hún virðist vera að skilja loksins við Maríus og það er eitthvað óvissuástand á henni í augnablikinu. Það kemur bara í ljós. Mark sem kom hingað og spurði okkur um hana og upplýsti okkur um að hún hefði sagt upp og þar sem hann vildi ekki vera að “stela” starfsfólki frá öðrum ressum, var nú ekki alveg heiðarlegur. Það kom í ljóst að hann var búinn að ræða við Charlene og hafði meira að segja bankað upp á hjá Louna til að bjóða þeim vinnu. Við urðum brjálaðir þegar við fréttum þetta og strunsuðum beint á Barnards til að segja honum til syndanna. Hittum hann fyrir utan Zippy’s og þökkuðum honum fyrir “heiðarleikan” hans, sögðum ekki vilja meira af hans “heiðarleika”, vissum að hann var búinn að reyna að stela fleira starfsfólki frá okkur og héðan í frá væri hann ekki velkomin á hótelið okkar, Good bye.

Það hafa verið meiri vatnsvandamál hérna. Einhver er að vinna skemmdarverk hjá okkur. Fyrst var það þessi krani sem enginn vissi um, svo hefur einhver skrúfað vatnsfylterin af og troðið tusku upp í rörin sem ferðaðist eftir leiðslunum þangað til hún festist og stíflaði allt. Það tók 2 pípara heilan dag að finna þetta og þeir fullyrða að þetta sé hreint og klárt skemmdarverk. Veit ekki hver eða hversvegna. Vona bara að það gerist ekkert meira svona lagað.

Nú er að koma að lokum heimsóknar Hófý til okkar. Hún stefnir í að fara heim á miðvikudaginn. Við erum að spá í að fara til CT og lyfta okkur aðeins upp með henni áður en hún fer. Svo eru nú fleiri góðir landar á leiðinni. Sossa er að koma með fjölskylduna sína í lok mars. Alltaf gaman að hafa hana hérna. Svo eru fleiri og fleiri á leiðinni og kem að því seinna.........

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heilir og sælir!
Guðrún B. á Hvanneyri hér.. Mikið væri nú gaman að sjá myndir af fínu herbergjunum... Ósköp hljóma þessi skemmdarverk krípí...
Gaman fyrir ykkur að hitta alla Íslendingana sem koma þarna.. Mér finnst líka alltaf einhverjir vera í heimsókn hjá ykkur.. Ég lofa að koma í heimsókn ef ég fæ fimmfalda pottinn í Lottó næsta laugardag.. Annars er bara gaman hjá mér þessa dagana.. Er að fara um landið að kynna Lbhí fyrir útskriftarnemnum og var veðurteppt á Ísafirði.. Það var bara gaman.. Annars er milt og gott veður hér í bili.. Svolítið rok reyndar eins og alltaf á Hvanneyri(Rokeyrinni).. Bestu kveðjur
Guðrún Bjarnadóttir

10:47 pm  
Anonymous Anonymous said...

Sælir kæru vinir.
Mikið var gaman að sjá loksins blogg frá ykkur, og enn betra að sjá að bloggleysið var bara af því að þið eruð uppteknir við að lifa og láta ykkur líða vel á milli vinnutarna. Mikið væri ég til í að hafa Suður-Afríku fyrir næsta áfangastað í sumarleyfi. En læt mér nú samt nægja að fara til Spánar og Frakklands í júní. Það sem ég verð alltaf glöð þegar ég les um ykkar ótrúlegu nágranna nær og fjær, glöð yfir því að mínir nágrannar angra mig ekki með öðru en að nenna ekki að slá blettinn á sumrin og svoleiðis. Sei nó mor !
Vona að skemmdarverkið sé einstakt og ekkert slíkt komi fyrir aftur. Kær kveðja og hafið það sem allra best, Inga

11:31 am  
Anonymous Anonymous said...

Sælir og heilir strákar mínir, er nú ekki heimurinn lítill, uppgötva þegar ég les commentin að Guðrún á Hvanneyri,var veðurteppt ásamt mér á Ísafirði í síðustu viku, sæl Guðrún, skellti nú bara upp úr þegar ég las bloggið þitt, sem ég hef nú alltaf lesið ásamt þeirra bloggi, sem sagt takk fyrir síðast, frétti að það hefði gengið vel á austnorðurlandi, og huggulegt í jarðböðunum með Alberti. Ekki skrítið að ég kunni svona vel við þig þar sem við eigum 2 frábæra stráka í Afríku sem við þekkjum. Er að reyna að redda þér bókinni góðu með mynstrunum, ekki búin að gleyma´því. En þið elskurnar, vonandi eruð þið búnir að hafa það gott og hafið haft gott að Hófýjarheimsókn,,,veit það hefur verið gott að geta talað við einstakan vin, án þess að símatímamælirinn sé á...Sendi ykkkr kveðjur héðan úr glæsibænum, Þráinn,Lóa,Elísabet og Stebbi, Róbert sem býr hjá okkur núna, Sólveig, Jórunn Helgi og Hera, senda kveðjur yfir hafið...'Astarkveðjur knús kossar og kram, sakna ykkar, love Hafdís

4:33 pm  
Anonymous Anonymous said...

Já þetta er nú lítill heimur Hafdís.. Já takk fyrir síðast... En þegar þú segir tvo stráka sem við þekkjum þá er það kannski ekki alveg svo.. Því ég bara ákvað eftir að hafa lesið bloggið þeirra að þessa gaura vildi ég þekkja... Og hef skrifað kommentin eins og ég sé þeirra "besta" vinkona án þess í rauninni að þekkja þá neitt.. Það þarf að bæta úr því svo Strákar næst þegar þið eruð á leið í Borgarfirðinum (og Hafdís líka og Anna Kristine) þá er skylda að koma í kaffi og pönnsur hingað á Álfhólinn...
Kveðjur úr storminum á Hvanneyri
Guðrún Bjarnadóttir

1:27 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ þið öll, já veistu að maður verður bara ríkari af því að þekkja þessa 2 gaura, og ég veit eftir að hafa hitt þig, að ykkur myndi semja vel...strákar mínir, vona að allt sé á réttu róli, svona eins og það getur verið, annars verður bara að senda til ykkar clousso inspector.. eða íslenska handrukkara, þeir myndu kannski ná góðum árangri hjá ykkur, vonandi getur þú Guðmundndur minn snýtt þér vel í tudefjæs bolinn góða, brett upp ermarnar og smælað framan í heiminn annars var ég að koma úr húsmæðraorlofi frá Eygló vinkonu að austan, 8 ltr hvítvín, 4 vindlar, heiti potturinn meðan snjófjúkið blés í kringum okkur, besta sem maður get gert við sálartetrið, alveg meiriháttar...luv elskur farið vel með ykkur.Hafdís hormonella hysterica turning soon FF (fuc...fifty)

9:35 pm  
Anonymous Anonymous said...

Villi, ég er bara ekki hress með að sjá svona lítið lesefni á blogginu.
Skelltu í þig nokkrum sjússum af t.d dubonett eða martini rosso og skrifaðu nokkrar sögur ha. maggi

10:49 pm  

Post a Comment

<< Home