Friday, January 19, 2007

Hæ essgunar

Búinn að vera latur að blogga, vegna mikilla anna og svo uppsafnaðar þreytu. Það er farið að hægast um núna og við notum tækifærið og hvílum okkur eins mikið og hægt er. Hér hefur ýmislegt verið í gangi.

Fengum loksins afsökunarbréf frá formanni ferðamálaráðs í gær þar sem hún bauðs til þess að biðjast afsökunar opinberlega. Vorum mjög fegnir og svöruðum að okkur þætti vænt um að hún gerði það opinberlega. Svo bíðum við bara spenntir eftir næstu útgáfu að bæjarblaðinu.

Við höfðum ætlað að hætta að keyra starfsfólkið okkar til og frá vinnu eftir áramótin, en því miður gekk það ekki. Fæstir gátu reddað sér fari og þessar buddur okkar treysta sér ekki til þess að ganga, eða hjóla í vinnuna. Við erum búnir að ráða bílstjóra þannig að nú þurfum við aðeins að keyra einn dag í viku.

Ýmsar breytingar hafa verið í starfsmanna málum. Fyrst er það hann Don sem sér um aksturinn og viðhald (maðurinn hennar Charlene). Svo er einn nýr þjónn byrjaður, Evangeline (sem við köllum Guðspjallakonuna). Hún er ekki mjög reynd, en við erum að reyna að þjálfa hana. Carmen er í barnseignarfríi til Apríl, hún eignaðist litla fallega stúlku sem fæddist fyrir tímann og er agnarsmá. Gina var hækkuð í tign og er núna “Front of house”. Það léttir aðeins á okkur vegna þess að núna ber hún ábyrgð á sinni vakt og að taka á móti gestum, svara í síma og fleira.

Öll vilja þau koma aftur til okkar. Starfsfólkið sem hefur hætt af eigin vilja hafa flest verið í sambandi og beðið um vinnuna sína aftur. Wany, Megan, Freddeline og Margenique (Frú Smjörlíki). Þær 3 síðastnefndu hafa komið í viðtal v egna þess að okkur vantar einn nýjan þjón í viðbót. Þau hafa öll hætt vegn aþess að þau héldu að grasið væri grænna á öðrum ressum, en hafa nú fundið út að grasið er hvergi grænna ena hjá okkur.

Það er mjög góður liðsandi hjá okkur núna. Vorum með hópefli um daginn þar sem við ræddum um framtíðina og hvernig við getum haldið áfram að gera Greyton Lodge enn betra. Það komu ýmsar tillögur og greinilegt að staffið er allt mjög stolt af starfinu sínu. Svo horfðum við á myndband upptöku af sundlaugarpartýinu sem við vorum með fyrir jól. Það var mikið hlegið enda var þetta frábært partý. Svo gáfu þau okkur gjafir. Ég fékk bók (enda er ég alltaf að lesa eitthvað) og Bói fékk DVD disk með Il Divo á tónleikum. Þóttum vænt um þetta.

3 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Hæ hæ dúllurnar mínar
Gott að sjá uppfærslu á blogginu, maður veit stundum ekki hvað maður á að halda.....
Héðan er allt gott að frétta. Bóndadagur í dag og haldið upp á það með kjötsúpuveislu með 5 bóndum og nokkrum skvísum.

Ástarkveðjur til afríku af Sléttuveginum.

Til hinna dyggu vina Villa og Guðmundar þá hittumst við Helga Thorberg í dag aðeins og ákváðum að stefna að KrúaTai kl. 19.30 næsta föstudag 26. jan. Allir að mæta og senda svo saman skeyti á strákana. Rifjum upp gamla stemmingu og höfum strákana með í hjartanu. Látið þetta ganga :-)
Kveðja Ása Hildur

11:23 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hó!
Guðrún B. á Hvanneyri hér.. Ég vildi bara skila kveðju til ykkar frá Steinari Björgvinssyni sem var í mat hér sl. fimmtudagskvöld. Við erum nefnilega þremenningar. Við höfum nú lítið hist síðan við vorum krakkar en nú á að bæta úr því þar sem hann er hér við Landbúnaðarháskólann í Skógfræðinámi. Gott að heyra að það er ekkert drama í gangi á hótelinu og þetta hljómar bara vel hjá ykkur. Annars bara fínt að frétta af mér.. Ég er bara svona freelance við LBHÍ við aðstoðarkennslu og kynningarmál og vinn bara heima og nýt þess að vinna frameftir og sofa út og ráða mínum tíma sjálf.. Ég mun svo hefja mastersnám í grasafræði næsta haust og er því í pásu núna frá námi. Hér er gullfallegt veður, kyrrt en mikið frost.
Vonandi lætur Steinar heyra í sér á blogginu en ég sendi honum slóðann á ykkur.
Bestu kveðjur frá Hvanneyri
Guðrún Bjarnadóttir

11:38 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ strákar.
Mikið gleðst yfir því hvað allt virðist vera farið að ganga betur. Héðan er allt gott að frétta úr vetri og kulda. Ég er mjög ánægður með að veðrið er í samræmi við ártíðina. Satt að segja fannst mér asnalegt að vera í 10°c hita um jólin.
Ástar- og saknaðarkveðja
Systir Sigurjón og allir í Lækjargötunni

10:51 am  

Post a Comment

<< Home