Nýjir íbúar á hótelinu
Bói fékk 3 ali endur gefnar frá Jenný sem jólagjöf. Jöcko er búinn að byggja hús fyrir þær og þær fluttu inn fyrir tæpri viku. Búið að vera haldið inni þangað til þær venjast nýju umhverfi, en var sleppt út í dag. Það hefur verið mikil tilhlökkun í Bóa útaf þessum öndum. Þær voru skírðar Daffie, Daisy og Donald Duck. Þeim líkar greinilega mjög vel hérna. Eru búnar að vera að skoða garðinn í allan dag, ekki mikið verið í tjörninni og ekki enn étið gullfiskana okkar, sem er gott. Eru mest að skoða alla hina fuglana í dag, þ.e. dúfurnar, vefarna, Cape Whiteeye og Sundbirds. Hafa haldið dúfunum til friðs. Þær eru alltaf að slást útaf matnum sem við gefum þeim. Jocko og Don eru byrjaðir að mála veröndina, enda kominn tími til.
2 Comments:
Til hamingju með endurnar. Ég hér með þýði þetta yfir á íslensku og kalla þær Ripp, Rapp og Rupp !!!
Ástarkveðja úr þýðunni á Íslandi
Í Guðs bænum passið ykkur á "fuglaflensunni" - Pálína og Hebba hættu að ganga tjarnarrúntinn í hádeginu - bara til öryggis
Kveðja frá öllum í 0513
Systir Sigurjón
Post a Comment
<< Home