Kæri Villi minn, já, það er ypsilon í skreytingum... En það breytir ekki því að skreytingarnar eru flottar, y eða ekki. Þetta hafa nú verið meiri uppákomurnar hjá þér undanfarið - en kannski best að taka Pollýönnu á þetta og hugsa sem svo að allt hefði jú getað farið miklu verr. Vonandi er framundan betri tíð með blóm í haga. Hér á Fróni er eins og fjandinn sé laus í vatnsveðri og roki, ég hreinlega skil ekki hvaðan allt þetta vatn getur komið. Og þegar myrkur bætist við, þá bara ma, ma, bara ofbýður manni, sei nó mor. Hafðu það sem allra best, kv. Inga
Já, það er ypsilon í skreytingum. Dregið af orðinu SKRAUT og au tekur með sér eY. Og þá vitið þið það blómaskreYtingameistarar! Kom heim af spítalanum í fyrrakvöld og má ekkert vinna fyrr en 1. febrúar. Þessi aðventa frekar skrýtin :=) Skrifa síðar, knús Anna Kr.
Mikið er þetta líf skrýtið. Mér er sagt að heimurinn þarna úti sé á fleygiferð, fólk kaupi og kaupi jólagjafir og sé að missa sig í stressi. Hér sit ég við kertaljós og get ekkert gert nema lesið, ekki einu sinni leitað að skrautinu mínu og verð að treysta á að vinir mínir færi björg í bú. Hræðilegt með flóðin hjá ykkur, veslings fólkið að lenda í þessu. Sendi ykkur knús og kossa eins og ævinlega, ykkar vinkona Anna Kristine.
Jæja elsku strákr, enn ein jólin komin, hér er logn og hvítt úti, alveg fullkomið jólaveður, komin ró yfir landið, svona líklega á flestum stöðum, ég er búin að öllu, líka fara í kirkjugarðinn og grenja þar,ég er auðvitað bara grenjuskjóða, og ætla mér alltaf að vera það...Við förum í mat til múttu, verðum öll fjölskyldan saman, sem er auðvitað það besta. Hér er búið að vera heilmikið stúss, útskriftarveisla fyrir Elísabetu hans Jóa þann 20.des, hún var að klára stúdentinn, skötuveisla á Þorlák, þannig að húsið er allt í jólabúning. Frábært að heyra í Guðmundi í gær, á miðjum Laugaveginum með Helgu Möller syngjandi fyrir ofan mig upp á einhverjum svölum, hefði nú alveg viljað að þú stæðir þarna með mér... Hafið það sem allra best um jólin elskurnar, hugsa til ykkar, og sakna ykkar. Kveðjur til commentvina hér á þessu bloggi. Jólakveðja Hafdís
Þetta er nú ljóta vitleisan með þetta Ypsilon. Þennan bókstaf ætti nú að leggja niður með öllu og það strax. Nær væra að eiða tímanum í að kenna eitthvað þarfara svo sem hversu mörg "bé" eru í Kebbbblavík og afhverju er ekki Halla og halla eins borin fram. Svona gæti ég haldið áfram svo tímunum saman en geri það ekki hér. Íslenskan er skemmtilega skrítin og dásamleg.
Kæru vinir, ég óska ikkur gleðilegra jóla og farsælt komandi ár, Hadla biður að heilsa.
Spontaniously Organizing Socialising South Africa is small group of people that are "sossing" all the time. We sometimes meet for drinks, food or go out dining. Our aim is to have good time without planing long ahead.
7 Comments:
Kæri Villi minn,
já, það er ypsilon í skreytingum... En það breytir ekki því að skreytingarnar eru flottar, y eða ekki. Þetta hafa nú verið meiri uppákomurnar hjá þér undanfarið - en kannski best að taka Pollýönnu á þetta og hugsa sem svo að allt hefði jú getað farið miklu verr. Vonandi er framundan betri tíð með blóm í haga. Hér á Fróni er eins og fjandinn sé laus í vatnsveðri og roki, ég hreinlega skil ekki hvaðan allt þetta vatn getur komið. Og þegar myrkur bætist við, þá bara ma, ma, bara ofbýður manni, sei nó mor.
Hafðu það sem allra best, kv. Inga
verulega er þetta glæsilegt!!
kv Frk Brjóstagóð!
Já, það er ypsilon í skreytingum. Dregið af orðinu SKRAUT og au tekur með sér eY. Og þá vitið þið það blómaskreYtingameistarar! Kom heim af spítalanum í fyrrakvöld og má ekkert vinna fyrr en 1. febrúar. Þessi aðventa frekar skrýtin :=) Skrifa síðar, knús Anna Kr.
Mikið er þetta líf skrýtið. Mér er sagt að heimurinn þarna úti sé á fleygiferð, fólk kaupi og kaupi jólagjafir og sé að missa sig í stressi. Hér sit ég við kertaljós og get ekkert gert nema lesið, ekki einu sinni leitað að skrautinu mínu og verð að treysta á að vinir mínir færi björg í bú. Hræðilegt með flóðin hjá ykkur, veslings fólkið að lenda í þessu. Sendi ykkur knús og kossa eins og ævinlega, ykkar vinkona Anna Kristine.
Jæja elsku strákr, enn ein jólin komin, hér er logn og hvítt úti, alveg fullkomið jólaveður, komin ró yfir landið, svona líklega á flestum stöðum, ég er búin að öllu, líka fara í kirkjugarðinn og grenja þar,ég er auðvitað bara grenjuskjóða, og ætla mér alltaf að vera það...Við förum í mat til múttu, verðum öll fjölskyldan saman, sem er auðvitað það besta. Hér er búið að vera heilmikið stúss, útskriftarveisla fyrir Elísabetu hans Jóa þann 20.des, hún var að klára stúdentinn, skötuveisla á Þorlák, þannig að húsið er allt í jólabúning. Frábært að heyra í Guðmundi í gær, á miðjum Laugaveginum með Helgu Möller syngjandi fyrir ofan mig upp á einhverjum svölum, hefði nú alveg viljað að þú stæðir þarna með mér... Hafið það sem allra best um jólin elskurnar, hugsa til ykkar, og sakna ykkar. Kveðjur til commentvina hér á þessu bloggi.
Jólakveðja Hafdís
Gleðileg jól og Bjarta framtíð
maggi og co Norge
Þetta er nú ljóta vitleisan með þetta Ypsilon. Þennan bókstaf ætti nú að leggja niður með öllu og það strax. Nær væra að eiða tímanum í að kenna eitthvað þarfara svo sem hversu mörg "bé" eru í Kebbbblavík og afhverju er ekki Halla og halla eins borin fram. Svona gæti ég haldið áfram svo tímunum saman en geri það ekki hér. Íslenskan er skemmtilega skrítin og dásamleg.
Kæru vinir, ég óska ikkur gleðilegra jóla og farsælt komandi ár, Hadla biður að heilsa.
Ikkar vinur
Skúli Hersteinn
Post a Comment
<< Home