Saturday, September 22, 2007

Hringavitleysan

“Lord of the Ring”, það er Stína fína. Þegar við fórum til De Rust að heimsækja Volga, fórum við út að borða með henni á nýjan, mjög smart veitingastað sem er blanda af djunk shop, gullsmíðaverkstæði og veitingastað. Fengum mjög góðan mat og góða þjónustu og áttum mjög góða stund saman. Kristalettan fór að skoða skartgripina og sá “My Precious” hring sem hún fílaði í tætlur. Ákvað strax að hún þyrfti að fá ‘ann. Verðið var að hennar sögn 20.000 rönd (ca 200.000 ISK), sem henni fannst sanngjarnt. Hún lét strax vita að hún vildi hringinn og lét taka hann frá fyrir sig. Við ákváðum að fara í morgunmat/hádegismat þar, áður en við þyrftum að halda heim á leið, til að ganga frá kaupunum.

Volga og Bói, hrekkjótt bæði tvö, lugu og lugu að honum að hann myndi ekki lengur verðið þangað til hún loksins trúði þeim og hélt að þau hefðu rétt fyrir sér. Verðið var 20.500 Evrur. Þá stappaði stjúpdóttirin niður fótunum og sagði að gullsmiðurinn gæti troðið þessum hring upp í óæðri endann á sér. Þá kom gullsmiðurinn og leiðrétti þetta og sagði hvað hringurinn kostaði og þá létti Kristalettunni og ákvað að kaupa hann. Þá kom í ljós að þau tóku ekki kredit kort og ekki var Kristalettan með krónu á sér. Gullsmiðurinn bauðst til að hringja í bankann sem var lokaður og athuga hvort þau gætu ekki komið og opnað hann svo Kristaletta gæti náð sér í pening til að kaupa hringinn. Svo leið og beið. Kristalettan var í skýjunum yfir því að það ætti að opna banka spes fyrir hana svo hún gæti keypt hringavitleysuna. Gullsmiðurinn kom nokkru seinna og sagði að þau gætu ekki opnað bankann vegna þess að þau hefðu ekki svona mikla peninga. Það lá við að Kristalettan færi að gráta.

Jæja, eftir mikinn hlátur endaði Stjúpa (ég) á því að draga upp tékkheftið og borga “My Precious” og léttist nú brúnin á stjúpdótturinni. En þá átti eftir að minnka/stækka hringinn sem gullsmiðurinn lofaði að gera strax daginn eftir og senda með hraðsendingu til Greyton, vegna þess að við vorum á leiðinni þangað strax á eftir.

Hefst þá kafli tvö í hringavitleysunni. Daginn eftir að við komum til Greyton hringdum við til að athuga með “My Precious”. Hvort búið væri að redda þessu og hvort hann væri á leiðinni. Nei, nei, gullsmiðurinn hafði gleymt þessu og var ekki búinn að laga hringinn né senda hann og var á leiðinni til Namibiu í frí og gæti ekkert gert nema láta senda hann strax með hraðsendingu til Greyton. Líður og bíður og ekkert gerist. Kristalettan var farin að nálgast taugaáfall á miðvikudeginum þegar hringurinn hafði ekki komið vegna þess að við vorum að fara til Franshoek á Spa hótel og þaðan til Cape Town í eina nótt, áður en stjúpdótturin færi í flugið heim. Þá hringdum við í gullsmíðaverkstæðið og báðum þau um að hafa samband við hraðsendingarþjónustuna og biðja þau um að senda hann frekar á hótelið sem við ætluðum að gista á í Cape Town. Eftir mikið umm og ahh, hvað meinarðu eiginlega og ég er nú bara að vinna hérna, héldum við að þetta væri frágengið.

Þegar við komum til Franshoek hringdum við í Anne (Greyton Lodge), til að biðja hana að hringja í gullsmíðaverkstæðið og athuga hvar “My Precious” væri eiginlega. Eftir mörg samtöl kom í ljós að hringurinn myndi koma daginn eftir til Greyton. Við í Franshoek og á leiðinni til Cape Town. “Never fear when Anne is here”, er máltæki sem við notum um Anne enda er hún með ráð undir rifi hverju. Það hafði verið ráðstefna hérna og hún bað einn ráðstefnugestinn um að taka hringinn með sér til Cape Town og koma með hann á hótelið okkar. Þá létti Kristalettunni og setti niður axlirnar. Mútta (Bói) skipaði dótturinni að panta stóran blómvönd fyrir þennan væna ráðstefnugest þegar hann kæmi með hringinn, sem dóttirin og gerði.

Hefst þá kafli þrjú í hringavitleysunni. Ráðstefnan sem átti að enda um hádegi drógst á langinn og þessi væni ráðstefnugestur komst ekki af stað til Cape Town fyrr in um fjögurleitið. Við tékkuðum út um hádegi og héldum heim á leið. Kristalettan var búin að fá að gista til 4 og þá kæmi taxi til að fara með hana á flugvöllinn.

Anne hringdi í okkur að ganga 5 og sagði okkur að þessum væna ráðstefnugesti hefði seinkað með “My Precious”, en hún hefði beðið hann um að fara með hann út á flugvöll í von um að hann gæti gefið Kristalettunni hringinn. Við vorum ekki vongóðir vegna þess að við héldum að dóttirin myndi vera búin að tékka sig inn og mætt á barinn að róa taugarnar eftir þessa hringavitleysu og náttúrulega líka fyrir flugið. Jæja, allt er gott sem endar vel. Þessi væni ráðstefnugestur hitti9 Kristalettuna á flugvellinum og nú gat hún farið heim með “My Precious” með sér heim. Endilega biðjið hana um að sýna ykkur hringinn og munið að spyrja hvað hann kostaði, bæði í peningum og taugaálagi.........

4 Comments:

Blogger Ása Hildur said...

Úff maður þarf greinilega að hafa með sér taugastyrkjandi þegar ég kem. 13 dagar ;-)

5:49 pm  
Anonymous Anonymous said...

til hamingju til hamingju elsku kallinn minn með daginn í dag...small eitt árið á þig, vonandi ekki með miklu braki, bara svona þægilega...afmælisdagar eru nú ekki neitt sérstakt fyrir þér, nema þegar aðrir eiga hann, en ég vona að það hafi verið bökuð risakaka, opnuð stór kampavín, sungið mikið fyrir þig, og þú knúsaður og kysstur í bak og fyrir, frábæri kallinn minn. Njóttu dagsins, 8villt

1:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

sendi síðbúnar afmæliskveðjur frá Hollandi til afmælisstráksins, vona að það hafi verið dekrað við hann á allan hátt. Hringi á þriðjudag þegar ég verð komin til míns heima. Ástarkveðjur til allra. Hófý

11:26 am  
Anonymous Anonymous said...

Humarhús fraukan hún Stína,
hún felur nú fingurnar sína.
því lítið þar er,
og puttin svo ber,
Því laga þarf hringinn þann fína.

5:06 pm  

Post a Comment

<< Home