Thursday, October 25, 2007

Elsku besta systir í öllum heiminum



Elsku besta systir er mætt á svæðið. Endilega lesið ferðasöguna hennar á : www.ormurormur.blog.is

Við erum svo á leiðinni í safari að halda upp á 50 ára afmæli hennar á morgun.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elskurnar mínar, þið eruð alltof slappir að blogga. Maður veit ekkert um ykkur lengur! Hitti íslenska stúlku á laugardaginn sem hafði óvart séð íslenska fánann þegar hún keyrði gegnum Greyton. Bilaðist úr gleði og þær (voru þrjár) stukku inn. Hittu annan eigandann, hún veit ekki hvor ykkar það var. Lízella spurði hvort sá hefði ekki brjálast af gleði að Íslendingar skyldu ramba þarna inn, en nei, hún sagði að eigandinn hefði ekkert verið að stökkva hæð sína í loft. Eruð þið orðnir svona svakalega æðrulausir eða dettið þið alveg um Íslendinga þarna??? Mér fannst þessi lýsing nú bara ekkert passa við ykkur og sagði henni að þetta hefði hvorki verið Guðmundur né Villi sem hún hitti. Allt við það sama hér, endalaus vinna. Heyrði í Hafdísi, hún er frekar skemmtileg sú manneskja og ætti náttúrlega bara að vinna í útvarpi því hún er með svo fallega rödd. En þið bara megið til með að blogga aðeins meira til að missa ekki kontakt við okkur hér á Íslandi nema það sé með ráðum gert? Elska ykkur samt, knús og kossar, Anna Kristine.

11:29 am  

Post a Comment

<< Home