Friday, November 02, 2007

Hæ essgunar

Hér hefur verið mikið að gera með gesti, Fyrst var það Kristján með hringavitleysuna, Svo kom Ása systir og Tore, Tone og Bryndís frá Noregi. Þetta hefur náttúrulega tekið sinn tíma að sinna þessum gestum ásamt því að reka hótelið sem hefur verið ansi bissý á sama tíma. Nú eru þau öll farin og Bói er núna í Cape Town að sækja systur sínar, Öbbu og Bylgju sem ætla að vera hjá okkur í 2 vikur. Þetta er eiginlega fullmikið þegar það koma gestir eftir gesti með svona stuttu millibili. En það er nú samt alltaf gott að fá góða gesti og Jú Anna Kristine mín, við hoppum hæð okkar af gleði þegar landar koma í heimsókn, þó það sé fólk sem maður þekkir ekkert. Ég man vel eftir þessum konum. Það var allt á fullu hjá mér þegar þær komu, að tékka út gesti þannig að ég hafði nú ekki mikinn tíma til að spjalla við þær. En þær voru á einhverri hraðferð og vildu bara koma inn og segja hæ þegar þær sáu íslenska fánnann. Ég spjallað aðeins við þær eins og maður gerir alltaf þegar gestir koma, en þær máttu ekkert vera að því að stoppa í kaffi eða eitthvað þannig að svona var nú það.

Við erum orðnir afar aftur. Daisy kom með fjóra litla andarunga fyrir 3 dögum síðan. Þeir líta frískari og sprækari út en ungarnir sem hún kom með seinast og dóu allir. Við vonum að hún nái að koma þeim almennilega á legg í þetta skipti. Donald er í stofu fangelsi meðan þeir eru svona litlir vegna þess að hann reynir að drepa þá. Það fer lítið fyrir föðurkærleika hjá honum.

Hafið þið eitthvað fylgst með ferðasögunni hennar Ásu systir? Hún er ansi góður penni og upplifði margt hérna og það var æðislegt að hafa hana hérna. Gaf okkur mikla og góða orku.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ Villi minn! Bara að kvitta. Jú, ég hef verið að lesa ferðasöguna hennar Ásu. Sú hefur aldeilis gott og gaman af þessu, algjör ævintýraferð. Leiðin út virtist hins vegar erfiðari en mig hefði órað fyrir, vissi ekki að maður þyrfti að fara með lest milli flugstöðvarbygginga. Margt hefur nú breyst frá því ég var síðast í London. Það var árið 1986, ég var þar í skipti númer ? og þegar ég var að fara heim hugsaði ég með mér: Jæja, hingað er ég búin að koma einu sinni of oft. Það er ekkert við London sem heillar mig lengur. Þá hafði ég komið til borgarinnar frá þvi ég var nokkurra ára stelpukjáni, fyrst með foreldrum, síðar með systur, vinkonum og vinum. Hef ennþá ekki fundið hjá mér löngun til að sjá London aftur þannig að ég verð blessunarlega laus við lestarferðir á vellinum. Mér var orðið um og ó að lesa lýsingarnar hennar systur þinnar og þökk sé þessum manni sem fylgdi henni. Hann hefur ábyggilega bara verið engill sem skrapp til að hjálpa henni og hvarf svo aftur. Hún heldur vonandi saman öllum færslunum, prentar þær út og lætur binda þær inn. Það er svo ómetanlegt að eiga svona minningar og hluti þeirra getur gleymst, haldi maður ekki utan um þær (eða réttara sagt: láti hreinlega binda þær inn, svartar á hvítu). Bið innilega að heilsa Guðmundi, hafið það gott og njótið lífsins. Fyrrum verðandi þröskuldamærin, Anna Kristine

11:32 am  

Post a Comment

<< Home