Sunday, November 04, 2007

Brúðkaup

Vorum með brúðkaup í garðinum í gær. Carmen sem er þjónnn hérna hjá okkur gifti sig hérna. Þetta var mjög litríkt of fallegt brúðkaup. Roseline sem er þjónn hérna líka var ein að brúðarmeyjunum, þannig að það voru ekki margir þjónar að vinna. Það var ég, Bói, Abba og Bylgja, Hilca-Ann og ein sem er splunku ný og óreynd. Gina er hætt, þannig að við erum mjög tæpir með þjónamálin í augnablikinu. Allt gekk nú samt mjög vel og systrunum fannst gaman að sjá hvernig brúðkaup litaða fólksins eru. Það áttu að vera 80 gestir, en þeir hafa verið rúmlega 150 allt í allt. Við skruppum svo aðeins í veisluna sem var haldin annarstaðar um kvöldið, svona bara rétt til að sýna okkur og sjá hvernig allt var. Ótrúlegt hvað þau leggja mikið í brúðkaupið, eins litlar tekjur og þau hafa. Það eru nokkrar myndir hér að neðan úr brúðkaupinu. Yndislegt að vera búnir að fá systurnar í heimsókn, þær eru fullar af orku og eru að næra okkur mikið

0 Comments:

Post a Comment

<< Home