Breytingar og þreyta
Þetta eru búnir að vera skrítnir dagar hérna. Er búinn að vera skapstyggur og ekki liðið vel. Held að þreytan sé að koma út núna þegar Jóhanna, Gússý og Ragna eru komnar. Var mjög grumpy fyrir tónleikana. Gekk um með fýlusvip og hreytti ónotum í alla. Bói varð mjög fúll og þeg róaðist ekki fyrr en hann átti við mig samtal. Ég var búinn að vera þá lokaður inn á skrifstofu (nýju, en sá ekki alveg fegurðina í því) að undirbúa tölvuna og allt áður en endurskoðandinn kæmi að setja upp bókhaldskerfið. Ég alla vegna róaðist.
Var ekki mikið betri á laugadaginn. Tók mér samt róandi til að ráða aðeins betur við þetta, sem hjálpaði. Var með endurskoðandanum allad daginn að setja upp þetta #$$%%& bókhaldskerfi sem hann kenndi mér svo á (man ekkert lengur). Við gátum svo farið snemma heim um kvöldið vegna þess að jóhanna og Gússy myndu ganga frá og loka. Við ætluðum að hafa huggulega kvöldstund með Rögnu sem ég náttulega eyðilaggði með fýlukasti. Skellti á eftir mér og fór að sofa grenjandi.
Vaknað ekki þegar Bói kom upp í þannig að ég veit ekkert hvað þau voru lengi að spjalla. Vaknaði svo um tvöleitið um nóttina. Leið illa, var með mikinn kvíða og örann hjartslátt. Fór fram úr og fékk mér róandi töflu. Leið fljótlega betur. Og allt í eins sá ég hlutina skýrar. Nú var kominn tími til aðgerða. Eyddi allri nóttinni í að gera lista yfir verkefnin sem þyrfti að gera. Lista yfir veitingastaðinn og barinn yfir það sem Jóhanna gæti gert og svo lista yfir eldhúsið sem Gússý gæti gert. Nú væri kominn tími til að delegera (eða hvað það nú heitir á íslensku). Það væri kominn tími til að þær tæku yfir ábyrgðina af okkar herðum.
Vaknaðu rúmlega eitt á sunnudeginum (aldrei sofið svona lengi síðan ég kom) Bói hringdi og vakti mig, veit ekki hvað ég hefði sofið lengi annars. Spurði hvort ég ætlaði ekki að koma í sunnudaga hlaðborðið, íslensku síldinni sem Ragna kom með og Jager meister og det hele. Ég nátturulega dreif mig á fætur. Leið betur en mér hefur liðið í langan tíma. Sunnudaga hlaðborðið kom verulega á óvart. Greinilegt að kokkarnir hafa lagt sig alla fram við að gera það eins glæsilegt og mögulegt var. Fékk svo bjór og jagermeister. Þetta var yndislegt. Sagði svo víkingunum frá nóttinni minni og hvað við þyrftum að gera. Þau tóku öll vel í það. Hjúkk
Við vorum svo með starfsmannafundi í gær þar sem við byrjuðum á því að þakka þeim öllum fyrir hvað þau hafa unnið vel og hvað margt hefur breyst síðan við tókum við í október (fyrir 100 árum síðan). Sögðum svo frá því hvernig við Bói höfum verið að vinna frá því eldsnemma um morguninn fram á rauða nótt dag eftir dag og nú værum við bara hreinlega orðnir mjög þreyttir. Þreytan gæti komið út í kvörtunum yfir minnstu mistökum og jafnvel að við henntum kartöflum í kokkana eða að ég gengi um með fýlusvip allann daginn. Ekki mjög skemmtilegt. Kynntum svo Jóhönnu og Gússý og sögðum að þær myndu núna taka yfir veitingastaðinn, barinn og eldhúsið. Báðum starfsfólkið okkar um að styðja þær við þessi verkefni. Það kæmi til með að taka þær tíma til að læra á allt þetta, en við yrðum nú líka með og myndum reyna að styðja þær eins vel og við gætum.
Síðan kynntum við Rögnu vinkonu okkar er sem er einn besti sálfræðingur á Íslandi (þótt víðar væri leitað). Hún væri ekki kominn hingað bara til að sólbaða sig drekka rauðvín. Hún ætlaði að hjálpa okkur með starfsmannamálin og til þess að geta gert það, þá þyrfti hún að eiga viðtal við þau öll. Hluti af viðtalinu yrði á persónulegum nótum og í fullum trúnaði og það sem tengdist vinnunni yrði svo tekið áfram. Báðum starfsfólkið um að vera heiðarlegt við hana og minntum á spurninguna sem við vörpuðum fram á fyrsta starfmannafundinum. Hvað get ég gert til að gera Greyton Lodge að betri stað. Báðum þau öll um að hugsa það og einnig hvernig getur GL gert mig að betri starfsmanni.
Enduðum svo fundinn með því að segja frá því hvað Jóhanna hafði séð þegar hún kom eftir að hafa verið í burtu í tvo mánuði. Gríðarlegar breytingar og ekki bara í öllum sem hefur verið breytt í salarkynnunum, heldur hvernig andinn í starfsfólkinum hefði breyst. Nún væru þjónar að syngja (ekki að við séum að hvetja til þess), Kokkarnir væru blístrandi (nema þegar Bói hendir kartöflum í þær), Frú Gleði væri á fullu að stríða Bóa og það væri kominn svo miklu betri andi í allt hér og greinlegt að fólki líður vel í vinnunni sinni. Það er mikil breyting frá því sem áður var.
Nú ætla ég að fara að vekja hann Bóa og segja honum góðar fréttir. Við getum nefnilega farið núna strax í smá frí með henn Rögnu okkar. Við ætlum að fara upp til Barrydale þar sem ævintýrið okkar byrjaði nú eiginlega. Við gistum þar í nóvember í hittifyrra. Sátum á svölunum á Barrydale hotel og Bói spurði hvort ég gæti hugsað mér að búa þar. NEI sagði ég strax. Eitthvað gerðist samt um nóttina og þá gat ég vel hugsað mér það. Við reyndum seinna að kaupa það hótel en það gekk nú ekki eftir. Þannig að við enduðum hér í Greyton. OG MIKIÐ HLAKKA ÉG TIL AÐ KOMAST AÐEINS Í BURTU FRA GREYTON OG UPPLIFA EITTHVAÐ NYTT.
Var ekki mikið betri á laugadaginn. Tók mér samt róandi til að ráða aðeins betur við þetta, sem hjálpaði. Var með endurskoðandanum allad daginn að setja upp þetta #$$%%& bókhaldskerfi sem hann kenndi mér svo á (man ekkert lengur). Við gátum svo farið snemma heim um kvöldið vegna þess að jóhanna og Gússy myndu ganga frá og loka. Við ætluðum að hafa huggulega kvöldstund með Rögnu sem ég náttulega eyðilaggði með fýlukasti. Skellti á eftir mér og fór að sofa grenjandi.
Vaknað ekki þegar Bói kom upp í þannig að ég veit ekkert hvað þau voru lengi að spjalla. Vaknaði svo um tvöleitið um nóttina. Leið illa, var með mikinn kvíða og örann hjartslátt. Fór fram úr og fékk mér róandi töflu. Leið fljótlega betur. Og allt í eins sá ég hlutina skýrar. Nú var kominn tími til aðgerða. Eyddi allri nóttinni í að gera lista yfir verkefnin sem þyrfti að gera. Lista yfir veitingastaðinn og barinn yfir það sem Jóhanna gæti gert og svo lista yfir eldhúsið sem Gússý gæti gert. Nú væri kominn tími til að delegera (eða hvað það nú heitir á íslensku). Það væri kominn tími til að þær tæku yfir ábyrgðina af okkar herðum.
Vaknaðu rúmlega eitt á sunnudeginum (aldrei sofið svona lengi síðan ég kom) Bói hringdi og vakti mig, veit ekki hvað ég hefði sofið lengi annars. Spurði hvort ég ætlaði ekki að koma í sunnudaga hlaðborðið, íslensku síldinni sem Ragna kom með og Jager meister og det hele. Ég nátturulega dreif mig á fætur. Leið betur en mér hefur liðið í langan tíma. Sunnudaga hlaðborðið kom verulega á óvart. Greinilegt að kokkarnir hafa lagt sig alla fram við að gera það eins glæsilegt og mögulegt var. Fékk svo bjór og jagermeister. Þetta var yndislegt. Sagði svo víkingunum frá nóttinni minni og hvað við þyrftum að gera. Þau tóku öll vel í það. Hjúkk
Við vorum svo með starfsmannafundi í gær þar sem við byrjuðum á því að þakka þeim öllum fyrir hvað þau hafa unnið vel og hvað margt hefur breyst síðan við tókum við í október (fyrir 100 árum síðan). Sögðum svo frá því hvernig við Bói höfum verið að vinna frá því eldsnemma um morguninn fram á rauða nótt dag eftir dag og nú værum við bara hreinlega orðnir mjög þreyttir. Þreytan gæti komið út í kvörtunum yfir minnstu mistökum og jafnvel að við henntum kartöflum í kokkana eða að ég gengi um með fýlusvip allann daginn. Ekki mjög skemmtilegt. Kynntum svo Jóhönnu og Gússý og sögðum að þær myndu núna taka yfir veitingastaðinn, barinn og eldhúsið. Báðum starfsfólkið okkar um að styðja þær við þessi verkefni. Það kæmi til með að taka þær tíma til að læra á allt þetta, en við yrðum nú líka með og myndum reyna að styðja þær eins vel og við gætum.
Síðan kynntum við Rögnu vinkonu okkar er sem er einn besti sálfræðingur á Íslandi (þótt víðar væri leitað). Hún væri ekki kominn hingað bara til að sólbaða sig drekka rauðvín. Hún ætlaði að hjálpa okkur með starfsmannamálin og til þess að geta gert það, þá þyrfti hún að eiga viðtal við þau öll. Hluti af viðtalinu yrði á persónulegum nótum og í fullum trúnaði og það sem tengdist vinnunni yrði svo tekið áfram. Báðum starfsfólkið um að vera heiðarlegt við hana og minntum á spurninguna sem við vörpuðum fram á fyrsta starfmannafundinum. Hvað get ég gert til að gera Greyton Lodge að betri stað. Báðum þau öll um að hugsa það og einnig hvernig getur GL gert mig að betri starfsmanni.
Enduðum svo fundinn með því að segja frá því hvað Jóhanna hafði séð þegar hún kom eftir að hafa verið í burtu í tvo mánuði. Gríðarlegar breytingar og ekki bara í öllum sem hefur verið breytt í salarkynnunum, heldur hvernig andinn í starfsfólkinum hefði breyst. Nún væru þjónar að syngja (ekki að við séum að hvetja til þess), Kokkarnir væru blístrandi (nema þegar Bói hendir kartöflum í þær), Frú Gleði væri á fullu að stríða Bóa og það væri kominn svo miklu betri andi í allt hér og greinlegt að fólki líður vel í vinnunni sinni. Það er mikil breyting frá því sem áður var.
Nú ætla ég að fara að vekja hann Bóa og segja honum góðar fréttir. Við getum nefnilega farið núna strax í smá frí með henn Rögnu okkar. Við ætlum að fara upp til Barrydale þar sem ævintýrið okkar byrjaði nú eiginlega. Við gistum þar í nóvember í hittifyrra. Sátum á svölunum á Barrydale hotel og Bói spurði hvort ég gæti hugsað mér að búa þar. NEI sagði ég strax. Eitthvað gerðist samt um nóttina og þá gat ég vel hugsað mér það. Við reyndum seinna að kaupa það hótel en það gekk nú ekki eftir. Þannig að við enduðum hér í Greyton. OG MIKIÐ HLAKKA ÉG TIL AÐ KOMAST AÐEINS Í BURTU FRA GREYTON OG UPPLIFA EITTHVAÐ NYTT.
1 Comments:
Elsku vinir mínir.
Eitthvað finnst mér tónninn í honum Villa eitthvað ólíkur honum, hélt að íslenski baráttuandinn gæfi aldrei eftir. Endilega reynið að dreifa ábyrgðinni núna þegar þið eruð komnir með íslenskar valkyrjur með ykkur í liðið :) Reynið að njóta þess að vera í smá fríi með Rögnu, ef hún ræður ekki við andlegu hliðina á ykkur (sem virðist ekki alveg vera uppá sitt besta eins og er) er þá ekki bara málið að sötra nógu mikið rauðvín með henni og gleyma stað og stund :)
Baráttukveðjur frá Fróni,
Hrund
Post a Comment
<< Home