Friday, March 18, 2005

Dónalegir gestir - og stærsta kúla ever

Búnir að vera tónleikar í kvöld og allt að ganga upp. Fór til Caledon að ná í pening til að borga launin. Sat úti um fjögur leitið og heyrði einhver læti úr móttökunni, Þá er einhver gestur að gera upp vegna þess að þau þurfa að fara snemma í fyrramáliði. Eiginmaðurinn er að öskra á gulltönn hvað hún sé heimsk og geti ekki gert neitt rétt.

Greip inn í og hefði kannski ekki átt að gera það. Hann var stjörnuvitlaus vegna þess að það hafð ekki verið skilgreint á reikningnum hanns hvað VSK var. Ég spurði hvort eitthvað væri að og þegar hann nefndi VSK, þá bað ég Gulltönn um að gera annan reikning með VSK tilgreindum. Þá sagði hann að við ættum ekki að reka hótel vegna þess að við værum ekki með International STandard. Þá spurði é ghvort eitthvað væri að og hann sagði þá að það væri ekki einu sinni sturta í herberginu og það væri allt í klessu. Þá sagði ég honum að þetta væri Country í Suður Afríku (þau voru Bresk) og við værum bæði með herbergi með sturtum og baðkeri og maður þyrfti bara að segja hvað hentaði. Hann öskraði á mig og sagði að við ættu ekki að vera að teka hótel,

Ég asgði honum að við værum búnir að reka hóteli í Evrópu og suður Afríku seinustu tíu árin (smá ýkjur) og ef hann væri ekki ánægður þá gæti hann bara hipjað sig eitthvað annað. Hann vildi þá fa endurgreitt og þá sagði ég honum að hann væri búinn að vera hérna í allan dag og nota sundlaugina og að við myndum ekki endurgreiða honum. Hann var brjálæður. (Gússý var reyndar búin að segja þegar konan hans labbaði framhjá okkur í dag að "fólk eins og hú ætti ekki að fá að ganga um brjóstahaldaralaust þegar brjóstin ná niður á mjaðmir)". Never mind. Út rauk hann án endurgreiðslu og hótaði því í leiðinn að gista hérna. Sem betur fer komu þau ekki á tónleikana né í dinner. Bói hafði smá áhyggjur og fór með matseðil upp í herbergi til þeirra og ætlað að mýkja þau eitthvað upp. Geek ekki vegna þess að þau voru ekki þar. Vitum ekki hvort þau hafa tékkað út, en við erum alla vegna búnir að fá greitt fyrir þau.

Jóhanna var á barnum í kvöld og slasaði sig frekar illa.. Rak höfuðið í apparat sem var á barnum og fékk á "not time" stærstu kúlu á ennið sem ég hef séð lengi. Hún var sett í hvíld og ég sá um barinn. Núna eru allir gestirnir farnir heim (og Jóhanna og GússÝ líka) go þurfum að fara að loka.

Love and leave u

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku Jóhanna, vona að kúlan verði fljót að jafna sig. Er búin að hugsa mikið til ykkar alla daga hér í kuldanum. hef verið að hugsa um hvað þið búið í miklum lúxus. Í þessu dásamlega umhverfi þið fjögur svo flott öll hvert á ykkar hátt og með allt þetta flotta starfsfólk sem þráir ekkert heitar en að láta staðinn ykkar ganga. Mér finnst þið hugrökk og æðisleg.
Flott hjá ykkur að láta ekki uppskrúfaða breta slá ykkur út af laginu, man vel hvað mér þótti Guðmundur oft smart þegar hann var að díla við leiðinlega gesti hér á Tower. Sakna ykkar héðan úr húsinu meira en ykkur grunar.
love Ragna

9:48 pm  
Blogger SOS.SA said...

Hæ elsku Ragna

Jú, kúlan hefur hjaðnað mikið á Jóhönnu og það lítur út fyrir að sleppi við að fá glóðarauga. Höfum það gott hérna og njótum lífsins hérna. Söknum þín og þurfum eiginlega á þér að halda meira en þig grunar. Vitum ekki alveg hvernig við eigum að höndla þessi þjófnaðarmál. Verðum með mjög alvarlegan starfsmannafund á miðvikudaginn þar sem við tökum fyrir alla þjófnaðina. Það hefur verið stolið mat úr eldhúsinu, jafnvel nesti sem starfsmenn hafa komið sjálfir með. Geisladiskar, sólgleraugu, fatnaður, skór, drykkir af barnum. Þetta þarf að stoppa. Ef þú hefur einhverjar tillögur, þá endilega láttu okkur vita. Öll góð ráð eru vel þegin.

7:59 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar!
Hef verið að reyna að hringja til ykkar í dag, en það næst aldrei samband, alltaf á tali í báðum gemsum. Mig vantar e.mail adressuna ykkar, hef fengið til baka þann póst sem ég hef sent. Er með hugmyndir í sambandi við starfsmannafundinn, en vil ekki senda ykkur þær í kommentum. Sendið mér e.mailinn ykkar og ég skrifa.
love Ragna

6:22 pm  

Post a Comment

<< Home