Monday, June 20, 2005

Þreyttir og úrvinda

Þetta er búin að vera svakleg helgi. Með ráðstefnuna, tónleikana, Winter festival, 17 júní og ég veit ekki hvað. Rafmagnið búið að vera að fara trekk í trekk. Sem betur fer var Ami hérna í gærkvöldi til að sjá um viðhaldamálin og redda rafmagninu. Hann kom til mín á barnum og sagði: vá þetta er svakalegt. Þá var hann búinn að setja rafmagnið á aftur ég veit ekki hvað oft. Búin að taka alla vatnshitara úr sambandi og alla ísskápa ásamt fleiri tækjum sem taka slatt af rafmagni. Ég sagð við hann: Velkominn í okkar heim! Svona er þetta búið að vera hérna. Bærinn hreinlega þolir ekki þegar það koma svona margir gestir og allir eru með rafmagnsofna, hitateppi, hárblásara, sléttujárn og fara í sturtu á sama tíma. Það er hreinlega ekki nóg rafmagn í Greyton fyrir þetta. Við ætlum á bæjarskrifstofuna á morgun að kvarta og heimta meira rafmagn. Við héldum fyrst að þetta væri bara útaf öllu rafmagnsklúðrinu sem er hérna, en ó nei. Það hafa öll gistiheimili og allir veitingastaðir verið að glíma við þetta. Sem betur fer er allt eldað hérna á gasi þannig að eldhúsið gengur, og svo eru bara kertaljós og rómantík.

Þetta var mjög seint kvöld í gær. Allt gekk eins og í lygasögu. Engin vandamál, enda svosem nóg búið að lesa yfir staffiun um skort á undirbúning og skipulagninu. Ráðstefnu gestirnir voru með diskó og karókei í gærkvöldi. Allir í gala klæðnaði og mjög smart. Hef samt aldrei séð aðra eins drykkju. Gott fyrir innkomuna en Vá!. Voru samt engin vandamál. Klukkan tvö tilkynntum við þeim að nú væri tími fyrir seinasta umgang á barnum. Sögðum þeim svo um hálf þrjú að við þyrftum að loka. Þá spurðu nokkrir: hvar er næturklúbburinn? Við sögðum; þetta er næturklúbburinn, þið hafið breytt þessum stað í næturklúbb. Þau villud meira,e en þeim var þá sagt að við værum að hætta leyfinu okkar ef við leyfðum þessu að halda áfram. Þau keyptu 3 flöskur af sterku, fullt af gosi og klökum. Keyrðu út fyrir bæjinn og slógu upp partýi. Vonandi nógu langt frá okkur þannig að við fáum ekki kvartanir.. Báðust svo öll afsökunar í morgun á því hvað þetta hefði verið seint. Bói sagði þeim að því miður mættum við ekki afgreiða áfengi svona seint en þau hefðu verið svo þægileg og skemmtileg og greinilega að skemmta sér svo vel, að þetta hefði ekki verið neitt mál

Við hrundum í rúmið um 3, og svo á fætur um 7. Ekki mikill svefn, enda vorum við gersamlega búnir á limminu. Morgunmatur gekk vel. Ég var inn í eldhúsi að steikja egg og beikon með Silvíu. Þegar þau voru búin fór ég heim að hvíla mig. Gat ekki sofnað, var alltof mikil spenna í gangi. Hvíldist samt til hádegis, og var eiginlega bara endurnærður, ótrúlegt! Bói hafði verið miklu þreyttari en ég. Hann hafði þurft að fá sér jagermeister til að róa sig. Var á eftir staffinu um allt að sjá til þess að þau væru að vinna verkin sín. Ekki vanþörf á stundum, eða oftast, eða þannig. Hann hefur breytt fuglabaðinu í matsölustað fyrir fuglana. Hefur sett þar afganga af morgunverðarhlaðborðinu og fuglarnir eru brjálaðir í það. Höfum aldrei séð svona marga ólíka fugla í garðum áður og það í návígi. Ótrúlegt litadýrð í þeim. Set inn myndir seinna. Við alla vegna eyddum eftirmiðdaginum í að horfa á fuglana, þangað til Bói fór að hvíla sig. Núna er byrjuð ráðstefna númer tvö. Reyndar bara mjög lítil, en samt. Það kallar á undirbúning og skiplagninu. Er búin að vera að skipuleggja matseðlana þeirra allan tímann sem þau verða hérna. Allt eins vel undirbúið og hægt er.

Frekjan stóð sig vel í kvöld. Reynar ekker mikið að gera en þó. Svo kom ég inn í eldhús þegar húnvar búin með allar pantanir og þá var hún að byrja að steikja þrjú fiskflök. Spurði hana hvað hún væri að gera Hún hafði þá tekið upp hjá sér sjálfri að gera mat handa okkur og Ferdi (píanó spilaranum). Hafði áhyggjur af því að við værum ekki að borða. Fallega hugsað hjá henni og sýnir kannski hvað hún er farin að hugsa vel til okkar. Ég sagði henni að við gætum ekki borðað fisk eins og hann er eldaður hérna og svo er fiskurinn bara ekki eins góður og á klakanum. Ég tók mig til strax og eldaði fisk líka eins og maður gerir heima, ýsu í raspi. Vá hvað það’ kom á óvart. Hann var bara eins góður og góð steikt ýsa getur verið. Lét alla smakka og það voru allir sammála að okkar aðferð að elda fisk væri betri þannig að núna verður besti fiskur í Suður Afríku hjá okkur.

Náði því miður ekki að setja þetta á netið í gær. Varð allt í einu bara of mikið að gera. Ég var svo þreyttur þegar við komum heim í gærkvöldi að maður bara lognaðist útaf. Þegar klukkan hringdi í morgun gat ég bara ekki vaknað, þannig að Bói bauð mér að sofa út. Ég steinrotaðist aftur, sem er mjög óvanalegt, vegna þess að yfirleitt vakna ég bara og get ekki sofnað. Svaf ekki lengi. Djö... síminn hringdi. Það var einn af gestunum. Rafmagnið farið hjá þeim. Þetta er þvílíkt ástand hérna með rafmagnið. Dreif mig á fætur og fór með rúllurnar í hárinu og setti rafmagnið á. Þurfti að vera við rafmagnstöfluna til þess að setja það á aftur og aftur. Ekki gaman, og svo bara var maður glaðvaknaður og ekki séns að fara að leggja sig aftur. Sendi því Bóa í rúmið og er á vaktinn. Í dag er sól og heiðskírt. Verður mjög hlýtt í dag. Gott þegar gula fíflið nennir að skína á okkur. Ráðstefna í gangi aftur. Mjög þægilegur hópur og verður lítið vesen á þeim.

Ætla inn í eldhús á eftir að kenna Silvíu að elda fisk á íslenskan hátt. Þoli ekki hvernig fiskur er eldaður hérna með roðinu, í olíu og eldaður til dauðans þannig að hann verður ofeldaður og þurr. Þetta er gegnum gangandi hérna alls staðar. Fiskur er bara næstum óætur að okkar mati hérna vegna þess hvernig hann er ofeldaður. Verður gaman að sjá hvernig þetta fer í gesti. Steikt ýsa með fullt af steiktum lauk og remolaði. Nammi namm. Remolaði þekkist ekki hérna, en við höfum gefið nokkrum gestum það með Fish and Chips og allir hafa hælt þessari sósu mikið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home