GULLBRUDKAUP MÖMMU OG PABBA
Fyrst af öllu til mömmu og pabba, til hamingju !!!!!!!! með 50 árin 17 Júní. Það var alltaf ætlunin að hringja,en . . . . . með öllu sem á gekk þann dag leið dagurinn og nóttin...Vonandi áttuð þið fjölskyldan hamingjuríkan dag.
Jæja, héðan er fullt frétta. Eiginlega svo mikið að Villi verður að blogga líka, ég er svo hægvirkur á þessar græjur.
Fyrst það leiðinlega (smá af því). Kokkarnir voru nálægt því að koksa Þjóðhátíðardaginn vegna skipulagsleysis, þrátt fyrir undirbúningsfundi og undirbúning, reyndar var matseðillinn erfiður því að það voru tæplega 50 manns hér í mat á íslenzkum a´la carte, að sjálfsögðu á NÁKVÆMLEGA sama tíma. Við breyttum galleríinu í veitingastað þanning að það var viðbót við daglegan rekstur.
H a f ð i s t að lokum og allir ánægðir með matinn. Laugardagurinn var mun skárri eftir alvarleg samtöl við kokkana, skárri...? Nei, hann gekk frábærlega í alla staði. Barinn var opinn til 02.30 um nóttina, þá settum við niður fæturnar, gátum hreinlega ekki meir enda vinnudauginn orðinn 20 klst daglega í 3 sólarhringa. Gestirnir mótmæltu, vildu vita hvar “næturklúbbarnir væru”!!! Ég svaraði þeim til þá að þeir væru búnir að vera á þeim eina í Greyton ALLT kvöldið, glætan að halda að “Búðardalur eða Hvanneyri” sé með næturklúbb eða klúbbi. Gestirnir mættu síðan í morgunmat og þökkuðu okkur sérstaklega að hafa endað partíið hjá þeim, sumir voru mjög veiklulegir.
Jæja, svo “týndust” 500 sprittkerti í anzi marga daga, eftir einstaklingsviðtöl við alla “fundust” þau í dag...Guði sé lof og prís!!!!
Jæja, þá er það í jákvæða tóninn. Starfsfólkið hérna er með samskotavikur. Hver og einn leggur í pott vikulega 100 Rönd ( 25 % af launum sumra!!!). Og eitt þeirra fær allan pottinn. Mér finnst þetta frábært, sýnir samhug og gerir “potthafanum” kleift að fjárfesta í hvort sem er ofni, fötum eða öðru sem launin hrökkva ekki fyrir. Áherzlurnar eru reyndar dálítið undarlegar, sum þeirra eiga ekkert af mublum, EN nýjustu sjónvarpsgræjurnar og steríótækin standa á gólfinu.SAMT finnst mér þessi pottur lýsa smá árangri í hópeflisvinnunni hér (Takk RAGNA).
Hér er hávetur, styttsti dagurinn var í gær, 22 stiga hiti og 6 kg af appelsínum plús 2 kg af sítrónum voru tínd af trjánum. Blómahafið er mun meir en að sumri (allar próteurnar og köllurnar+++++++), samt segja þau að ágúst sé blómamesti mánuðurinn...hlakka til!
Jæja Villi er búinn að gera athugasemd við hversu slóv ég sé. Hann bloggar einhverju áhugaverðara.
Lov end líf jú. Bói.
P.s. Hlakka alveg rosalega til að hitta Lovísu og Gabríel bráðum.
Jæja, héðan er fullt frétta. Eiginlega svo mikið að Villi verður að blogga líka, ég er svo hægvirkur á þessar græjur.
Fyrst það leiðinlega (smá af því). Kokkarnir voru nálægt því að koksa Þjóðhátíðardaginn vegna skipulagsleysis, þrátt fyrir undirbúningsfundi og undirbúning, reyndar var matseðillinn erfiður því að það voru tæplega 50 manns hér í mat á íslenzkum a´la carte, að sjálfsögðu á NÁKVÆMLEGA sama tíma. Við breyttum galleríinu í veitingastað þanning að það var viðbót við daglegan rekstur.
H a f ð i s t að lokum og allir ánægðir með matinn. Laugardagurinn var mun skárri eftir alvarleg samtöl við kokkana, skárri...? Nei, hann gekk frábærlega í alla staði. Barinn var opinn til 02.30 um nóttina, þá settum við niður fæturnar, gátum hreinlega ekki meir enda vinnudauginn orðinn 20 klst daglega í 3 sólarhringa. Gestirnir mótmæltu, vildu vita hvar “næturklúbbarnir væru”!!! Ég svaraði þeim til þá að þeir væru búnir að vera á þeim eina í Greyton ALLT kvöldið, glætan að halda að “Búðardalur eða Hvanneyri” sé með næturklúbb eða klúbbi. Gestirnir mættu síðan í morgunmat og þökkuðu okkur sérstaklega að hafa endað partíið hjá þeim, sumir voru mjög veiklulegir.
Jæja, svo “týndust” 500 sprittkerti í anzi marga daga, eftir einstaklingsviðtöl við alla “fundust” þau í dag...Guði sé lof og prís!!!!
Jæja, þá er það í jákvæða tóninn. Starfsfólkið hérna er með samskotavikur. Hver og einn leggur í pott vikulega 100 Rönd ( 25 % af launum sumra!!!). Og eitt þeirra fær allan pottinn. Mér finnst þetta frábært, sýnir samhug og gerir “potthafanum” kleift að fjárfesta í hvort sem er ofni, fötum eða öðru sem launin hrökkva ekki fyrir. Áherzlurnar eru reyndar dálítið undarlegar, sum þeirra eiga ekkert af mublum, EN nýjustu sjónvarpsgræjurnar og steríótækin standa á gólfinu.SAMT finnst mér þessi pottur lýsa smá árangri í hópeflisvinnunni hér (Takk RAGNA).
Hér er hávetur, styttsti dagurinn var í gær, 22 stiga hiti og 6 kg af appelsínum plús 2 kg af sítrónum voru tínd af trjánum. Blómahafið er mun meir en að sumri (allar próteurnar og köllurnar+++++++), samt segja þau að ágúst sé blómamesti mánuðurinn...hlakka til!
Jæja Villi er búinn að gera athugasemd við hversu slóv ég sé. Hann bloggar einhverju áhugaverðara.
Lov end líf jú. Bói.
P.s. Hlakka alveg rosalega til að hitta Lovísu og Gabríel bráðum.
2 Comments:
Bara 13 dagar þangað til :)
Kv. Lovísa
Hæ elskurnar, ætli það sé bara ekki best að reyna að setja niður einhverja dagsetningu, þá hefur maður eitthvað rosalegt að hlakka til...var að koma úr 4 daga söluferð, keyrði heim frá akureyri í dag í gegnum siglufjörð, var að skríða inn, og beint að kíkja á síðuna ykkar,,,skrifa eitthvað mun skemmtilegra næst.. luv hafdís
Post a Comment
<< Home