Táradalur og Venusarhrap
Sit hérna einn úti og sakna mannsins míns, dóttur minnar og barnabarns. Bói fór í dag með Lovísu og Gabríel til Cape Town og svo á flugvöllin extra snemma. South Africans Airways er í verkfalli þannig að allur er varinn góður. Þau voru á flugvellinum um fjöguleitið þegar ég hringdi í Bóa. Flugið er ekki fyrr en um átta, þannig að þau geta þurft að bíða lengi. Vona samt að Bói sé ekki að keyra í myrkrinu, bæði er hann náttblindur og svo er hann ekkert mjög öruggur að keyra hérna. Ég hef víst látið hann sleppa allt of vel við að keyra.
Fékk bréf frá vinkonu okkar, henni Önnu Kristine áðan sem snerti mig mikið. Mátti nú eiginlega varla bæta á táradalinn sem er í gangi hjá mér eftir að hafa kvatt Lovísu og Gabríel. Venus (Örn Washington) er látinn. Hafði víst gengið í gegnum erfiða tíma og átt erfiða ævi. Aldrei veit maður neitt um fólk sem alltaf virðist vera glatt og í góðu lagi. Anna talaði um kynþáttarasismann á Íslandi. Fordómar eru nú ekki bara á Íslandinu góða. Þeir eru alls staðar og ekki síst hérna. Sjáið bara hvað aðskilnaðarstefnan gerði hérna. Og ekki er nú allt búið eins og þið hafið tekið eftir sem lesið bloggið hjá okkur. Hér tíðkast almennur dónaskapur í farð litaðra (barnabarnið mitt flokkast undir það) og þau eru mjög kúguð enn að mörgu leiti, þó það sé að sjálfsögðu erfitt að alhæfa. Maður hefur nú samt tekið eftir undirlægjuháttinum hjá mörgum lituðum sem vinna (eða hafa unnið hjá okkur) þau beigja höfuðið og taka nánast hvaða skít sem hent er í þau þegandi.
Ísland er land tækifaranna og land jafnræðis. Það er alla vegna það sem við höfum verið að kenna okkar starfsfólki. Allir eru jafnir, sama hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út og hvaða lit þeir hafa. Held að Gunnar í Krossinum ætti að vita það. Við eru jú öll fædd eins ber og allslaus og það er hann líka. Blessi minningu fallegs drengs. Sendum fjölskyldu hans og vinum okkar samúðarkveðjur um leið og ég geri orð Önnu Kristine að okkar. “Sál þin er björt, falleg og hrein” sama hvernig þú lítur út eða hver þú ert. Sérstakar samúðarkveðjur til Önnu Kristine og Lizellu.
Fékk bréf frá vinkonu okkar, henni Önnu Kristine áðan sem snerti mig mikið. Mátti nú eiginlega varla bæta á táradalinn sem er í gangi hjá mér eftir að hafa kvatt Lovísu og Gabríel. Venus (Örn Washington) er látinn. Hafði víst gengið í gegnum erfiða tíma og átt erfiða ævi. Aldrei veit maður neitt um fólk sem alltaf virðist vera glatt og í góðu lagi. Anna talaði um kynþáttarasismann á Íslandi. Fordómar eru nú ekki bara á Íslandinu góða. Þeir eru alls staðar og ekki síst hérna. Sjáið bara hvað aðskilnaðarstefnan gerði hérna. Og ekki er nú allt búið eins og þið hafið tekið eftir sem lesið bloggið hjá okkur. Hér tíðkast almennur dónaskapur í farð litaðra (barnabarnið mitt flokkast undir það) og þau eru mjög kúguð enn að mörgu leiti, þó það sé að sjálfsögðu erfitt að alhæfa. Maður hefur nú samt tekið eftir undirlægjuháttinum hjá mörgum lituðum sem vinna (eða hafa unnið hjá okkur) þau beigja höfuðið og taka nánast hvaða skít sem hent er í þau þegandi.
Ísland er land tækifaranna og land jafnræðis. Það er alla vegna það sem við höfum verið að kenna okkar starfsfólki. Allir eru jafnir, sama hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út og hvaða lit þeir hafa. Held að Gunnar í Krossinum ætti að vita það. Við eru jú öll fædd eins ber og allslaus og það er hann líka. Blessi minningu fallegs drengs. Sendum fjölskyldu hans og vinum okkar samúðarkveðjur um leið og ég geri orð Önnu Kristine að okkar. “Sál þin er björt, falleg og hrein” sama hvernig þú lítur út eða hver þú ert. Sérstakar samúðarkveðjur til Önnu Kristine og Lizellu.
3 Comments:
Elsku Villi minn. Takk fyrir fallegu kveðjurnar. Mikið hlýtur að vera tómlegt hjá ykkur núna eftir samveruna með Gabríel og Lovísu. Venus verður jarðsunginn frá Neskirkju kl.15 í dag, föstudag. Ég talaði við eina afskaplega fína frú í gærkvöldi sem þekkti hann þegar hann var barn og hennar útgáfa af lífi hans var svona úr þessum fína Vesturbæ: ,,Einelti? Nei það getur ekki verið, ekki í Melaskólanum alla vega..." Ekki batnaði það nú þegar ég sagðist hafa hitt yndislega sextuga konu sem hefði kynnst honum hjá Samtökunum þegar hún fór þangað með syni sínum sem var að koma út úr skápnum. Þá sagði þessi fína frú: ,,Já, það er nú eitt. Hann Örn var ekki hommi. Hann var bara svo ráðvilltur..."!!!! Erna vinkona mín sem er afskaplega orðheppin sagði nú bara þegar ég hringdi í hana með þessa nýju útgáfu af Erni: ,,Já, var hann ekki líka bara alveg skjannahvítur???"!!!! Hugsið ykkur hvernig fólk er. Æi, það er svo fínt að búa í Vesturbænum í Reykjavík, bara alls engir fordómar ríkjandi!!!Mikið er sálin í þessu fólki eitthvað tóm.
Skrifa ykkur e-mail um jarðarförina sem verður örugglega falleg. Margir kossar og knús, sakna ykkar einum of oft :) Anna Kristine
Hallo strakar.
Til hamingju með bruðkaupsafmælið,,,,
það er eins og gerst hafi i gær,,,
ræræræræ. Fra fyrsta degi var það ljost að þið eruð salufelagar, flottir. leitt að Lovisa og Gabriel eru farinn. Ja og leitt með Venus=Örn
það var falleg athöfn sem for framm i Neskirkju i gær, en Anna Kristine segir ykkur fra þvi,filaði minninga-
ræðu prestsins upplifði virðingu hans fyrir Venusi. flottur krans fra dragdrotningunum, með hahæluðum skom og allt.Palli söng eins og engill.
þu minntist a Gunnar i krossinum,
Inga var jarðaförini og eg spjallaði við hana,hun er a leið til s-Afriku
með truboð,,,viljið þið að hun komi i heimsokn,,,heheheh
bestu kveðjur til ykkar strakr.
Gay Pride er um næstu helgi.
las bloggið um Örn,úff, búin að grát yfir minningargreinunum um hann og svo hjá ykkur núna, alveg get ég orðið brjáluð að lesa tilvitnanir hennar Önnu í þessa "andsk. kellingar og kellingafordóma...vonandi eignast allt þetta fólk sem lætur svona fullt af tengdabörnum, börnum og barnabörnum, sem ganga ekki veginn, sem þær (þeir) halda að allir eigi að ganga, arghhhh.....
ætla bara að segja bless í bili, erum á leið til DK i eina viku, það verður ljúft og þægilegt,
læt heyra í mér um næstu helgi
over and out í bili ástirnar mínar,
kveðjur til allra
Hafdís
Post a Comment
<< Home