Sunday, August 21, 2005

heimilsfang

Já það var víst einhver að spyrja um e-mail addressu og þess háttar. Hér kemur það ef einhver hefur áhuga á að hafa samskipti við okkur í gegnum e-mail, sniglapóst, skipapóst, síma o.s.frv.

Greyton Lodge
46 Main street
7233 Greyton
South Africa
Sími; +27 28 254 9800
Fax: +27 28 254 9672
E-mail: greytonlodge@kingsley.co.za
Heimasíða: www.greytonlodge.com (er mjög úrelt og vonandi kemur ný í loftið innan tveggja vikna)

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ó je búin að ná þessu (vonandi) maður er nú svo skýr. Menningarnótt var eins og vanalega fullt að fólki að óhreinka 101 svæðið brjóta flöskur og svona (þetta er fyrir þig Guðmundur). Endaði með flugeldasýningu sem toppar nú ekki einkasýninguna í fyrra! Annars allt í góðu
Gyða

7:41 pm  
Anonymous Anonymous said...

hæ elskurnar,
takk fyrir þetta, ætla að rifja upp orkufaxteikningarnar mínar, langt síðan ég hefi dundað í einu slíku, manstu Guðmundur við föxuðumst nú stundum á á milli Ráðhússblóms og Blómabúð Reykjavíkur, í dauða tímanum....
gaman gaman...
Kertatími að renna upp, engin blómstrandi blóm lengur en rifsber skrýða garðinn með sinni litadýrð, og reyniberinn alveg að fá þennan líka flotta lit... annars sakna ég ekkert sérstaklega blómaskrúðs úr mínum garði, þar sem eina sem hefur verið sett niður hér í minn garð af fyrri eigendum eru blóm í sænsku fánalitunum og allir sem þekkja mig vita að það eru ekki mínir uppáhaldslitir, stendur til að breyta þessu, gef mér 17 ár til þess,er ég þá að miða við vinnuhraðann á mér í garðinum síðustu 2 sumur...
(gætuð þið ekki sent mér einn garðyrkjumann í smá tíma?
Hún litla frænka Jórunnardóttir er komin með nafnið Hera, og eru ég og Haukur guðfeðgin hennar, við skiptum á milli okkar hlutverkum fyrir skírnina, hann ætlar að segja henni allt um frelsi og bræðralag en ég sé um trúnna, einnig ætla ég að kenna henni að gráta, ég hefi hingað til séð ein um það í þessari fjölskyldu, og væri alveg til í að fá einhvern með mér í það, byrjaði ég strax með kennslustund við skírnina, og grét strax undir fyrsta sálmi, NB við vorum 14 viðstödd þessa skírn, og ég stóð við hliðina á prestinum, svo ekki fór táradalurinn fram hjá neinum, en... mér er svosem nokk sama, komin á blygðunarlausa aldurinn eins og ein kona sagði svo frábærlega um daginn, er alveg að nenna að hætta að spá í hvað öðrum finnst um hana varðandi hitt og þetta,
Jæja elskur, frábært að þið eruð að fá einhvern í gúrku, (sem þið kennduð mér aldrei)... love til ykkar,
Hafdís

9:57 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Einmitt það sem vantaði nú getið þið fljótlega farið að skima eftir póstkallinum. Pakki farinn í póst

10:45 pm  

Post a Comment

<< Home