Thursday, September 29, 2005

Þjóna og eldhússkóli Kritalalettunnar

Hæ essgunar

Búið að vera allt á haus hérna. Afmæli Bóa sem var vinsamlega beðið um (af honum að engir gerðu neitt) Staffið söng fyrir hann, Lyfja (phyzer) og Baugur (Woolworths) söng fyrir hann afmælisönginn. Komin ný tjörn fyrir er komin fyrir nýja Koi fiska sem eru mjög stóri gullfiskar sem Ami ætlar að veiða hérna í ánni fyrir okkur í tjörnina. Hin tjörnin lekur því miður (já Sossa, ekki vel hannað, eða ekki vel byggt) Allir fiskarnir eru því miður dánir nema e.t.v einn sem er frekar slappur. Annað hvort hafa Þrestirnir komist í þá (já, við höfum séð þá sitja fyrir þeim) að vegna þess að hún lekur og við erum alltaf að bæta vatni í hana (og vatnið í Greyton er ekki drykkjarhæft)

Svo kom Vínheildsalan ehf (Distell) með nýjar sólhlífar í dag sem afmælisgjöf handa Bóa. Mikið vorum við stoltir og ánægðir með þær. Ákkúrat það sem við þurftum. Núna er garðurinn orðinn mjög “inviting”

Bóa blogg:
Elsku mamma og pabbi, Lovísa, Abraham og Gabríel, Abba og Rós, Ása og Palli, Hófý, Anna Kristine, Elín í Noregi, Hafdís og Bára að sjálfsögðu, elskurnar mínar allar, búandi í SA svona langt frá ykkur, mikið vermdi það hjarta mitt að þið skylduð muna eftir mér.

Stjána blogg:
Gleðlegt sumar í Afríku. Er ekki búinn að ná lit á kroppinn, en er búinn að vera soldið busy í þjónustu- og eldhússkóla Kristaletturnar. Sé ekki fram á að ég nái lit, né flugi fyrir áttunda október. Þarf að hjálpa aðeins meira til. Viljið þið vera svo væn að senda meðeigendum mínum SMS, Guðmundi, Tyrfingi og Ottó að mér seinki um óákveðin tíma.
Ps. Sendið mér sólarvörn númer 26 ef ske kynni að ég kæmist í sól í kaffihléinu mínu.
Pps. Fjólublái rostungurinn minn (sem er ferðaveskan mín), við erum á vergangi í nótt og erum heimilslausar sökum mikilla anna á hótelinu, og þá spyr maður sig, “Hvar sefur maður í nótt? Óþarfa áhyggjur, sundlaugin er laus og þar eru fjórar vindsængur. (Ég nota eina og rostungurinn þrjár)......Knús, knús, koss koss til Lúlu

Baugur er í stuði og eru með ball. Mikill hávaði og stuð á grúppunni. Allir hafa verið svakalega ánægir með mat, þjónustu, ambiance o.s.frv.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sælir drengir,voða held eg að það se gaman i þessum skola sem er þarna hja ykkur,ætla að athuga hvort eg geti komist a namskeið,,,,,,,,,,
Guðmundur bestu oskir með daginn og kveðja til ykkar Villi og Stjani.
xoxoxoo Joi

1:55 am  
Anonymous Anonymous said...

Heilir og sælir.
Frábært að lesa um allt sem er að gerast hjá ykkur. Þetta er svo sannalega "djúpalögin" Þið eruð ótrúlegir.
Gaman að fylgjast með , gangi ykkur allt í haginn.
Til hamingju með daginn Elsku Bói eins og við sögðum í gamla daga.
Bestu ML bekkjarkveðjur
Soffia Gestsd.

12:10 pm  

Post a Comment

<< Home