Wednesday, November 02, 2005

Brjálað veður.

Brjálað veður.

Það er búið að vera þvílíkt óveður hérna að hann KÁRI gæti skammast sín með vor og haustveðrin heima. Rafmagnið fór í gærkvöldi og það var kolniðarmyrkur alls staðar í Greyton nema á Löggustöðinni sem hefur sína eigin rafmagnsstöð. Það voru tvö borð í dinner og allt gekk vel. Reyndar vorum við fyrsta borðið og maturinn okkar var ekki “up to standard” þannig að Bói fót inn í eldhús að sjá til þess að allt gengi vel. Ég hafði ekki orku í það. Verst náttúrlega þegar rafmagnið fór að það var erfitt að sjá hvort steikin var medium, well eða bara kolamolar. Einhvern vegin tókst honum þetta samt. Kvöldið gekk vel. Ég fór að ná í lítið útvarp með battiríi sem setti alla vegna smá músík inn á ressann

Gafst upp á að sitja úti enda of hvasst. Nætum eins og á Kjalanesinu þegar bíllinn hennar Lóu vinkonu (og Þráins) var á hvolfi þegar vaktin hennar var búin. Við réttum nýja barþjóninum lyklana af BMW þegar við fórum heim og báðum hann að keyra. Hann hefur víst unnið sem bílstjóri. Vildum ekki fara á Land roverinum vegna þess hvað það var hvasst. Hann keyrði eins og herforingngji með okkur. Það voru skógareldar, miklir. Litu næstum því út eins og að það væri eldgos í gangi. Vindurinn brjálaður og eldar alls staðar.

Þegar við komum til baka var fullt af húsgögnunum úr garðinum útum allt. Höfðu fokið, einn sólstóll útí sundlaug, nokkrir gluggar opnir. Góð ráð dýr, Tók kennaratyggjó og settum alls staðar og lokuðum öllu eins vel og við gátum áður en við fórum að sofa. Áttum reyndar gæða stund áður, baara við tveir.

Þetta var hræðilegt nótt. Ég reyndar sofði. Fylgdi ráði þínu Ragna og það hjálpaði. Takk fyrir samtalið í gær!. Vindurinn öskraði og það voru þvílík læti. Nokkur þak fuku af húsum í genadendal og alla vegna einn maður dó, og annar slasaðist illa. Tré brotnuðu og þar á meðal Weeping Willow (Pílutrén okkar við sundlaugina) uppi við sundlaugina. Báðir topparnir fóru og eikartrén brotnuðu.

Fúrum til Volgu áðan, náðum henni í rúminni og að eigin sögn þurfti hún 7 tíma til að setja upp andlit. Var reyndar bara eins og íslensk víkingakona og bara falleg. Hver segir að maður þurfi alltaf að hafa varalit. Djísus. Það er ekkert eins og náttúruleg fegurð.. Hún alla vegna vildi ekki fara með okkur í hádegismat. Fórum á “Eikina og Vínið” fengum góðan mat. Og það besta var að Jenny hittum við fyrir utan og hún kom og snæddi með okkur. Var yndislegt og svo notarlegt. Bói fór að ná í og að keyra staffið þannig að við Jenny sátum aðeins lengur. Núna sitjum við hérna fyrir utan. David er mættur og Ferdi er mættur. Og það er endalaust kjaftæði um tónleikana. Nenni þessu ekki, er farinn í leggju. Set þetta reyndar fyrst á netið sama hvað þessir gaurar eru að gera.........

0 Comments:

Post a Comment

<< Home