Sunday, November 06, 2005

Brúðkaup

Hér búin að vera annasöm helgi eina ferðina enn. Vorum með 50 manna brúðkaup í garðinum hjá okkur. Helmingur gestanna mætti á föstudaginn og voru með grill hérna í garðinum hjá okkur. Ami sá um að grilla fyrir þau. Svo var náttúrulega fullt af utanaðkomandi gestum. Allt gekk vel upp. Svo var það brúðkaupið í gær. Dagurinn byrjaði vel, sólin skein, það var hlýtt. Upp úr hádegi byrjaði að rigna og það var eins og hellt úr fötum. Við vorum tilbúnir með B plan ef það myndi ekki stytta upp. Ætluðum þá að flytja athöfnina inn í galleríið. Rétt rúmlega þrjú, byrjaði að stytta upp. Við fórum öll og hlupum með stóla og púða og undirbjuggum allt á örfáum mínútum. Það var tekið eftir því og haft á orði hvað við hefðum verið snögg og samhennt öllsömul.

Klukkan korter yfir þrjú þegar brúðurin gekk upp að altarinu sem við höfðum undirbúið efst í garðinum okkar (set inn myndir seinna) kom sólin fram og þetta var yndisleg athöfn. Ég stóð allan tímann til hliðar og hlustaði og fylgdist með. Tárin runnu, þetta var svo fallegt. Það hefur engin prestur snert mig eins mikið með fallegum orðum (og á mannamáli) fyrir utan vinkonu okkar, hana Auði Eir. Fallegasta brúðkaup sem ég hef verið í. Það var allt vel undirbúið og skipulagt fyrir utan nokkur smá atriði sem ég nenni ekki að tala um. Maturinn var góður, borðsalurinn fallega skreittur, Tónlistin skemmtileg og þetta voru yndislegir gestir. Eiginlega nutum við dagsins þrátt fyrir að hafa verið uppteknir. Uppteknir ekki í beinni vinnu, heldur meira að fylgjast með og leiðbeina og þess háttar. Svo var dansað og djammað fram yfir miðnætti. Við Bói vorum meira segja svo kaldir að við skruppum til Marise og Neil um eftirmiðdaginn og fórum heim í klukkutíma pásu þegar gestirnir voru búnir að borða. Þetta hefðum við ALDREI gert áður, en núna erum við virkilega að passa okkur á því að ofkeyra okkur ekki á vinnu.

Gulltönn vann tvöfalda vakt í gær og mætti svo snemma í morgun. Hún sagði að nú loksins væri hún farin að skilja hverskonar vinnuálagi við værum undir. Þótti vænt um þessi orð hennar.

Nýji barþjóninn, Wany okkar er svolítið dularfullur. Hefur þægilega framkomu og virðist vera að læra fljótt. Bóa finnst hann reyndar vera hægur og latur, ég er ekki svo viss. Hann mætti til vinnu á föstudaginn á eftirmiðdagsvakt. Sagði Gulltönn að bróðir hans hefði verið skotin eftir “messu” í Cape Town og að hann vildi frá frí og vantaði þar að auki far. Hann er múslimi og það eru víst “jól” hjá þeim þessa dagana. Ég sagði Gulltönn þegar hún sagði mér þetta að ég héldi að staffið væri að reyna að drepa okkur á annan hátt, heldur en bróðir hans Wany. Hann gæti ekki fengið frí nema hún fyndi einhvern í hans stað og ef hann færi án þess að það fyndist einhver, þá þyrfti hann ekki að koma aftur. Jæja, Gulltönn tókst að fá Anne til að koma og vinna tvöfalda vakt, þannig að ég fór þá og sagði Gulltönn að hann gæti farið og ég myndi lána honum peninga fyrir fari til Cape Town. Spjallaði svo aðeins við Wany sem sagði mér að bróðir hans hefði verið myrtur fyrir utan moskuna eftir “messu”, skotin í hálsinn af einhverju glæpa gengi. Etthvað breyttist svo sagan vegna þess að hann lifði þetta af. Ekkert kom í fréttum og ég veit ekki nema þetta hafi bara verið einhver afsökun og lygi til þess að fá frí. Svo getur þetta verið allt saman “tungumála misskilningur”, það væri nú ekki í fyrsta skipti. Skiptir ekki máli, en hann er undir smásjá hjá okkur. Erum orðnir mjög kaldir við starfsfólkið þegar það “lætur” okkur gera vinnuna sína.

Núna eru flestir gestirnir búnir að tékka út, nema brúðkaupsparið sem ætlar að gista eina nótt til viðbótar hjá okkur. Við ætlum til Volga á eftir að fá okkur síðbúin hádegismat og eiga gæðastund með bara henni. Hún er besta vinkona okkar hérna og við getum rætt hvað sem er við hana og ekki hakkað á því að tala um GL sápuóperuna, heldur bara libbuna og tibbuna.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ elskur, æji gott að heyra svona slökunarlegri áherslur hjá ykkur, vonandi bara að það gangi að halda því þannig...hér er allt í sunnudagsrólegheitum, vorum að sýna húsið, vonandi selst það sem fyrst, fáum hitt afhent um mánaðarmótin....jibbííí´.. mikið spennandi þessa dagana, erum að fara núna niður í bæ í sunnudagssemningu, bra-bra, kaupa eins og einn skemmtilegan cd, og svo kakó og rjóma einhverstaðar, trítlandi með Sólveigu....Ástarkveðja frá öllum
farið vel með ykkur Ykkar Hafdís

1:20 pm  

Post a Comment

<< Home